Vill innflytjendur í íslensku lögregluna 27. október 2006 00:01 Karl Steinar Valsson. Telur að lögreglan eigi að endurspegla það samfélag sem hún þjónar. MYND/Róbert Löggæsla Karl Steinar Valsson aðstoðaryfirlögregluþjónn er þeirrar skoðunar að íslenska lögreglan þurfi að huga betur að því hvernig hún endurspegli samfélagið og breytast í takt við aukinn fjölda útlendinga sem hér búa. Hann segir að víða erlendis sé lögreglan með starfsfólk til að endurspegla og ná betri tengslum við erlenda hópa í samfélaginu. „Samfélagið er breytt og við ættum að skipta um gír og horfa á hvernig við undirbúum okkar lögreglumenn undir þær breytingar sem nú þegar hafa átt sér stað í samfélaginu.“ Til að fjölga íslenskum lögreglumönnum sem eru fæddir eða uppaldir erlendis og hafa ekki fullkomið vald á íslensku þarf að breyta lögum um inntökuskilyrði í Lögregluskólann, en þar eru kröfur gerðar um góða kunnáttu í rituðu íslensku máli, vegna skýrslugerðar og samskiptagetu. Samkvæmt upplýsingum frá Gunnlaugi Snævarr, yfirlögregluþjóni í valnefnd Lögregluskólans, þarf lagasetningu til að breyta reglum um inntökuskilyrði. „Við erum mjög jákvæðir gagnvart fólki af erlendum uppruna og það er allt hægt, en lögin eru sett af Alþingi og frumkvæðið þyrfti að koma þaðan,“ segir Gunnlaugur. Hann bendir á að í Bretlandi hafi verið reynt að hafa ákveðið lágmarkshlutfall lögreglumanna úr minnihlutahópum, eða fimm prósent. Sú tilraun hafi þó ekki gengið sem skyldi og breska lögreglan hafi því horfið frá því. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur ekki velt þessum möguleika sérstaklega fyrir sér, en telur að „verði ráðist í að setja sérstök lög um Löggæsluskóla ríkisins [...] yrði hugað að þessu nýmæli eins og öðrum.“ Hann segir jafnframt „nauðsynlegt að líta til nýrra þátta vegna fjölgunar útlendinga í landinu.“ Innlent Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Löggæsla Karl Steinar Valsson aðstoðaryfirlögregluþjónn er þeirrar skoðunar að íslenska lögreglan þurfi að huga betur að því hvernig hún endurspegli samfélagið og breytast í takt við aukinn fjölda útlendinga sem hér búa. Hann segir að víða erlendis sé lögreglan með starfsfólk til að endurspegla og ná betri tengslum við erlenda hópa í samfélaginu. „Samfélagið er breytt og við ættum að skipta um gír og horfa á hvernig við undirbúum okkar lögreglumenn undir þær breytingar sem nú þegar hafa átt sér stað í samfélaginu.“ Til að fjölga íslenskum lögreglumönnum sem eru fæddir eða uppaldir erlendis og hafa ekki fullkomið vald á íslensku þarf að breyta lögum um inntökuskilyrði í Lögregluskólann, en þar eru kröfur gerðar um góða kunnáttu í rituðu íslensku máli, vegna skýrslugerðar og samskiptagetu. Samkvæmt upplýsingum frá Gunnlaugi Snævarr, yfirlögregluþjóni í valnefnd Lögregluskólans, þarf lagasetningu til að breyta reglum um inntökuskilyrði. „Við erum mjög jákvæðir gagnvart fólki af erlendum uppruna og það er allt hægt, en lögin eru sett af Alþingi og frumkvæðið þyrfti að koma þaðan,“ segir Gunnlaugur. Hann bendir á að í Bretlandi hafi verið reynt að hafa ákveðið lágmarkshlutfall lögreglumanna úr minnihlutahópum, eða fimm prósent. Sú tilraun hafi þó ekki gengið sem skyldi og breska lögreglan hafi því horfið frá því. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur ekki velt þessum möguleika sérstaklega fyrir sér, en telur að „verði ráðist í að setja sérstök lög um Löggæsluskóla ríkisins [...] yrði hugað að þessu nýmæli eins og öðrum.“ Hann segir jafnframt „nauðsynlegt að líta til nýrra þátta vegna fjölgunar útlendinga í landinu.“
Innlent Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira