Fótbolti

Tímabilið hugsanlega búið

Kári er hér á æfingu með íslenska landsliðinu.
fréttablaðið/e. ól.
Kári er hér á æfingu með íslenska landsliðinu. fréttablaðið/e. ól.

Kári Árnason á enn við meiðsli að stríða en hann meiddist í landsleik Lettlands og Íslands fyrr í mánuðinum. Hann hefur ekkert leikið með Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni síðan þá og missti af leik liðsins gegn Örgryte í gær.

„Þetta batnaði frekar fljótt í upphafi en nú finnst mér eins og meiðslin hafi staðið í stað í eina viku. Ég missi pottþétt af leiknum á sunnudag en gæti hugsanlega náð þeim næsta sem er síðasti leikur tímabilsins," sagði Kári.

Helgi Valur Daníelsson hefur einnig átt við meiðsli síðan í landsleiknum en lék með Öster í gær.- esá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×