Loftpúðanum var stolið úr nýja bílnum 26. október 2006 00:01 Knattspyrnumaðurinn ungi, Ari Freyr Skúlason, er hægt og sígandi að aðlagast lífinu í Svíþjóð en hann gekk í raðir Häcken frá Val í sumar. Ari Freyr hefur ekki fengið mikið að spreyta sig í liði Häcken frá því að hann kom til liðsins en strákurinn er þó ekki að örvænta. „Við erum í mikilli fallbaráttu og þjálfarinn er svo hræddur við að breyta liðinu. Einn stjórnarformannanna skilur ekki af hverju ég fæ ekkert að spila og mér finnst ég standa mig vel á æfingum en ég er alltaf sautjándi maður í liðinu. Ég hita alltaf upp með liðinu fyrir leiki en svo fer ég inn í klefa, skipti um föt og horfi á leikina. Það er frekar svekkjandi. Ég bíð samt bara rólegur og fæ vonandi að spila meira á næsta ári, ég er ekkert að stressa mig,“ sagði hinn 19 ára gamli Ari Freyr. Ari keypti sér Audi bifreið fyrir einni og hálfri viku síðan, sem væri ekki til frásögu færandi nema fyrir það að brotist var inn í bílinn stuttu síðar. „Ég var nýbúinn að tryggja bílinn minn og þremur dögum síðar var brotist inn í hann og loftpúðanum úr bílnum var stolið, sem mér finnst alveg fáránlegt. Það er víst eitthvert sprengiefni í loftpúðabúnaðinum í Audi og þeir stela þessu og nota sprengiefnið til að sprengja upp öryggisskápa. Þetta er alls ekki í fyrsta skiptið sem þetta gerist í þessum Audi bílum og lögreglan lítur á þetta sem mjög alvarlegt mál,“ sagði Ari Freyr. Hann sagðist samt mest sakna leðurjakkans sem einnig var stolið, en hann hafði Ari fengið í afmælisgjöf frá foreldrum sínum. „Ég ætlaði ekki að trúa því að loftpúðanum hefði verið stolið þegar ég kom út og sá að búið var að brjótast inn í bílinn minn, en það er engin þjófavörn á bílnum þannig að hann var auðveld bráð. Það er samt frekar fyndið að segja frá þessu öllu saman.“ Ari Freyr býr hjá íslenskri fjölskyldu eins og staðan er í dag en hann mun líklega flytja í sina eigin íbúð um áramótin. „Ég þarf að fara að læra sænskuna en það er mjög vel hugsað um mann hérna og allir vilja allt fyrir mann gera.“ Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn ungi, Ari Freyr Skúlason, er hægt og sígandi að aðlagast lífinu í Svíþjóð en hann gekk í raðir Häcken frá Val í sumar. Ari Freyr hefur ekki fengið mikið að spreyta sig í liði Häcken frá því að hann kom til liðsins en strákurinn er þó ekki að örvænta. „Við erum í mikilli fallbaráttu og þjálfarinn er svo hræddur við að breyta liðinu. Einn stjórnarformannanna skilur ekki af hverju ég fæ ekkert að spila og mér finnst ég standa mig vel á æfingum en ég er alltaf sautjándi maður í liðinu. Ég hita alltaf upp með liðinu fyrir leiki en svo fer ég inn í klefa, skipti um föt og horfi á leikina. Það er frekar svekkjandi. Ég bíð samt bara rólegur og fæ vonandi að spila meira á næsta ári, ég er ekkert að stressa mig,“ sagði hinn 19 ára gamli Ari Freyr. Ari keypti sér Audi bifreið fyrir einni og hálfri viku síðan, sem væri ekki til frásögu færandi nema fyrir það að brotist var inn í bílinn stuttu síðar. „Ég var nýbúinn að tryggja bílinn minn og þremur dögum síðar var brotist inn í hann og loftpúðanum úr bílnum var stolið, sem mér finnst alveg fáránlegt. Það er víst eitthvert sprengiefni í loftpúðabúnaðinum í Audi og þeir stela þessu og nota sprengiefnið til að sprengja upp öryggisskápa. Þetta er alls ekki í fyrsta skiptið sem þetta gerist í þessum Audi bílum og lögreglan lítur á þetta sem mjög alvarlegt mál,“ sagði Ari Freyr. Hann sagðist samt mest sakna leðurjakkans sem einnig var stolið, en hann hafði Ari fengið í afmælisgjöf frá foreldrum sínum. „Ég ætlaði ekki að trúa því að loftpúðanum hefði verið stolið þegar ég kom út og sá að búið var að brjótast inn í bílinn minn, en það er engin þjófavörn á bílnum þannig að hann var auðveld bráð. Það er samt frekar fyndið að segja frá þessu öllu saman.“ Ari Freyr býr hjá íslenskri fjölskyldu eins og staðan er í dag en hann mun líklega flytja í sina eigin íbúð um áramótin. „Ég þarf að fara að læra sænskuna en það er mjög vel hugsað um mann hérna og allir vilja allt fyrir mann gera.“
Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjá meira