Fótbolti

Liðum fjölgað árið 2008?

Sænska knattspyrnusambandið hefur borið fram tillögu um að liðum í sænsku úrvalsdeildinni verði fjölgað úr fjórtán í sextán árið 2008. Málið hefur verið víða rætt og vill stór meirihluti innan hreyfingarinnar sem fjölgun.

Ef af þessu verður mun aðeins eitt lið falla úr úrvalsdeildinni á næsta ári og þrjú koma upp. Eftir það falla tvö neðstu liðin og það þriðja neðsta mun spila aukaleiki við liðið í þriðja sæti í 1. deildinni um laust úrvalsdeildarsæti.

Hér á Íslandi hefur sams konar umræða farið lengi fram og hefur KSÍ komið með þá tillögu að leika þrefalda umferð og/eða fjölga liðum úr tíu í tólf – en ekki fyrr en árið 2010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×