Íslenski boltinn

Hannes Þór til Framara

Hannes Þór sagði upp samningi sínum hjá Stjörnunni á dögunum.
Hannes Þór sagði upp samningi sínum hjá Stjörnunni á dögunum.

Hannes Þór Halldórsson gekk í gær frá tveggja ára samningi við Fram. Hannes Þór er markvörður sem lék með Stjörnunni í sumar en hann rifti á dögunum samningi sínum við Garðabæjarfélagið og var því frjálst að ræða við þau félög sem honum sýndist.

Hannes Þór er uppalinn í Leikni og var mjög sáttur við að hafa gengið frá sínum málum þegar Fréttablaðið náði í hann í gær. "Við vorum bara að ganga frá þessum málum rétt í þessu. Ég gerði tveggja ára samning við Fram," sagði markvörðurinn knái.

Fram hefur leitað logandi ljósi af markverði frá því að Gunnar Sigurðsson lagði hanskana á hilluna á dögunum. Nú virðist Safamýrarfélagið hins vegar vera búið að finna lausn á því máli. Hannes Þór er 22 ára gamall og hefur leikið með meistaraflokkum Stjörnunnar, Aftureldingar og Leiknis í Breiðholtinu á sínum ferli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×