Tvö hundruð milljóna tekjur af Airwaves 20. október 2006 07:00 Eldar Ástþórsson Hver erlendur gestur á Iceland Airwaves hátíðinni eyðir rúmum hundrað þúsund krónum að jafnaði meðan á dvöl hans stendur. Þetta er niðurstaða könnunar sem Reykjavíkurborg, ásamt nítján öðrum borgum á norðurslóðum, lét gera í fyrra um ýmsa atburði sem draga að ferðamenn. Borgaryfirvöld í Kaupmannahöfn íhuga nú að koma á svipaðri árlegri hátíð. Samkvæmt könnuninni komu um fjörutíu prósent gestanna í fyrra erlendis frá eða utan af landi, tæplega tvö þúsund manns. Hver þeirra gisti í fjórar til fimm nætur á gistiheimili eða hóteli. Samanreiknuð eyðsla þessara ferðamanna var um tvö hundruð milljónir króna, fyrir utan flugmiða. Eyðslan var fjölbreytileg, enda gestirnir í yngri kantinum; flestir á aldrinum 18-34 ára. Það sem skiptir mestu í þessu samhengi, að sögn Svanhildar Konráðsdóttur hjá Höfuðborgarstofu, er að hátíðin er utan háannatíma og því hrein viðbót við ferðamannastrauminn hingað. Samkvæmt upplýsingum frá Samtökum ferðaþjónustunnar eru flest hótelherbergi í Reykjavík bókuð um helgina, þótt fleira spili inn í en Airwaves hátíðin. Í ár gæti velta hátíðarinnar numið allt að þrjátíu milljónum króna, miðað við selda miða og styrkveitingar. Svanhildur og Eldar Ástþórsson hjá Iceland Airwaves eru sammála um að þennan árangur megi þakka markaðsstarfi þeirra sem að hátíðinni standa, en ekki skipti minnstu að gott orðspor fari af hátíðinni. Áhersla hafi verið lögð á gæði og frumleika, fremur en að bjóða upp á dýra og þekkta tónlistarmenn. Frá fyrstu tíð var lögð áhersla á að bjóða erlendum blaðamönnum hingað og voru þeir strax um fimmtíu talsins árið 1999 þegar hátíðin var fyrst haldin í flugskýli á Reykjavíkurflugvelli. Í ár eru blaðamennirnir um þrjú hundruð og margir að koma í annað, þriðja, jafnvel fjórða sinn. Innlent Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Fleiri fréttir Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Sjá meira
Hver erlendur gestur á Iceland Airwaves hátíðinni eyðir rúmum hundrað þúsund krónum að jafnaði meðan á dvöl hans stendur. Þetta er niðurstaða könnunar sem Reykjavíkurborg, ásamt nítján öðrum borgum á norðurslóðum, lét gera í fyrra um ýmsa atburði sem draga að ferðamenn. Borgaryfirvöld í Kaupmannahöfn íhuga nú að koma á svipaðri árlegri hátíð. Samkvæmt könnuninni komu um fjörutíu prósent gestanna í fyrra erlendis frá eða utan af landi, tæplega tvö þúsund manns. Hver þeirra gisti í fjórar til fimm nætur á gistiheimili eða hóteli. Samanreiknuð eyðsla þessara ferðamanna var um tvö hundruð milljónir króna, fyrir utan flugmiða. Eyðslan var fjölbreytileg, enda gestirnir í yngri kantinum; flestir á aldrinum 18-34 ára. Það sem skiptir mestu í þessu samhengi, að sögn Svanhildar Konráðsdóttur hjá Höfuðborgarstofu, er að hátíðin er utan háannatíma og því hrein viðbót við ferðamannastrauminn hingað. Samkvæmt upplýsingum frá Samtökum ferðaþjónustunnar eru flest hótelherbergi í Reykjavík bókuð um helgina, þótt fleira spili inn í en Airwaves hátíðin. Í ár gæti velta hátíðarinnar numið allt að þrjátíu milljónum króna, miðað við selda miða og styrkveitingar. Svanhildur og Eldar Ástþórsson hjá Iceland Airwaves eru sammála um að þennan árangur megi þakka markaðsstarfi þeirra sem að hátíðinni standa, en ekki skipti minnstu að gott orðspor fari af hátíðinni. Áhersla hafi verið lögð á gæði og frumleika, fremur en að bjóða upp á dýra og þekkta tónlistarmenn. Frá fyrstu tíð var lögð áhersla á að bjóða erlendum blaðamönnum hingað og voru þeir strax um fimmtíu talsins árið 1999 þegar hátíðin var fyrst haldin í flugskýli á Reykjavíkurflugvelli. Í ár eru blaðamennirnir um þrjú hundruð og margir að koma í annað, þriðja, jafnvel fjórða sinn.
Innlent Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Fleiri fréttir Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Sjá meira