Hvalveiðar vekja athygli um allan heim 19. október 2006 06:15 Hvalur 9 Hvalveiðiskipið sigldi til hvalveiða í fyrsta skipti í mörg ár á þriðjudag. Veiðarnar hafa vakið mikla athygli en ekki eins hörð viðbrögð og margir bjuggust við. MYND/GVA Ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að hefja atvinnuhvalveiðar hefur vakið mikla athygli erlendis. Allar helstu fréttastofur vestan hafs og austan hafa fjallað um málið síðan á þriðjudag. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra sagði við utandagskrárumræður á Alþingi í gær að hann gerði ráð fyrir mótmælum. Mótmæli Breta, sem bárust áður en ákvörðunin um atvinnuhvalveiðar var tilkynnt, sagði hann ekki hafa komið sér á óvart og að hann teldi líklegt að fleiri þjóðir myndu fylgja í kjölfar þeirra á næstu dögum. Einar segir viðbrögðin við fréttunum hafa verið fyrirsjáanleg og ekki eins harkaleg og margir hefðu haldið að þau yrðu. Norsk og grænlensk stjórnvöld fagna ákvörðun Íslendinga og í viðtali við norska blaðið Fiskaren segir Helga Pedersen, sjávarútvegsráðherra Noregs, það fagnaðarefni að íslensk stjórnvöld skuli hafa heimilað hvalveiðar í atvinnuskyni. Hún segir Íslendinga hafa vistfræðilegar forsendur til að hefja hvalveiðar og Norðmenn fagni því að fá félagsskap á hvalveiðisviðinu. Hörðustu mótmælin koma frá stjórnvöldum í Nýja-Sjálandi sem kalla ákvörðunina aumkunarverða. Áströlsk stjórnvöld gagnrýna Íslendinga einnig hart. Fulltrúar utanríkisráðuneytisins áttu í gær fund með sendiherrum þeirra landa, sem hafa sendiráð hér á landi, til að kynna málstað Íslendinga. Þar ítrekaði breski sendiherrann andstöðu Breta við veiðarnar og í sama streng tók sendiherra Bandaríkjanna. Erlendir fjölmiðlar hafa farið mikinn í umfjöllun sinni um hvalveiðarnar. Málið var fyrirferðarmikið á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC. Þar er í inngangi greint frá ákvörðun stjórnvalda og ranglega sagt að langreyður væri í útrýmingarhættu. Fréttastofan greindi einnig frá sögu hvalveiða hér við land og aðkomu að Alþjóðahvalveiðiráðinu, ræddi auk þess við talsmenn Grænfriðunga og annarra umhverfisverndarsamtaka. Sérstaklega er þar rætt um markaðsmál. Myndskeið fylgir fréttinni þar sem hvalveiðar eru sýndar en varað við því að myndirnar geti valdið óhug. Fréttastofurnar Reuters og AP tóku málið sérstaklega fyrir og bandarísku dagblöðin Washington Post, New York Times og fleiri birtu grein AP um málið. Málsvarar umhverfisverndarsamtaka eru áberandi í allri umfjöllun um veiðarnar. Innlent Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Fréttir Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Sjá meira
Ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að hefja atvinnuhvalveiðar hefur vakið mikla athygli erlendis. Allar helstu fréttastofur vestan hafs og austan hafa fjallað um málið síðan á þriðjudag. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra sagði við utandagskrárumræður á Alþingi í gær að hann gerði ráð fyrir mótmælum. Mótmæli Breta, sem bárust áður en ákvörðunin um atvinnuhvalveiðar var tilkynnt, sagði hann ekki hafa komið sér á óvart og að hann teldi líklegt að fleiri þjóðir myndu fylgja í kjölfar þeirra á næstu dögum. Einar segir viðbrögðin við fréttunum hafa verið fyrirsjáanleg og ekki eins harkaleg og margir hefðu haldið að þau yrðu. Norsk og grænlensk stjórnvöld fagna ákvörðun Íslendinga og í viðtali við norska blaðið Fiskaren segir Helga Pedersen, sjávarútvegsráðherra Noregs, það fagnaðarefni að íslensk stjórnvöld skuli hafa heimilað hvalveiðar í atvinnuskyni. Hún segir Íslendinga hafa vistfræðilegar forsendur til að hefja hvalveiðar og Norðmenn fagni því að fá félagsskap á hvalveiðisviðinu. Hörðustu mótmælin koma frá stjórnvöldum í Nýja-Sjálandi sem kalla ákvörðunina aumkunarverða. Áströlsk stjórnvöld gagnrýna Íslendinga einnig hart. Fulltrúar utanríkisráðuneytisins áttu í gær fund með sendiherrum þeirra landa, sem hafa sendiráð hér á landi, til að kynna málstað Íslendinga. Þar ítrekaði breski sendiherrann andstöðu Breta við veiðarnar og í sama streng tók sendiherra Bandaríkjanna. Erlendir fjölmiðlar hafa farið mikinn í umfjöllun sinni um hvalveiðarnar. Málið var fyrirferðarmikið á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC. Þar er í inngangi greint frá ákvörðun stjórnvalda og ranglega sagt að langreyður væri í útrýmingarhættu. Fréttastofan greindi einnig frá sögu hvalveiða hér við land og aðkomu að Alþjóðahvalveiðiráðinu, ræddi auk þess við talsmenn Grænfriðunga og annarra umhverfisverndarsamtaka. Sérstaklega er þar rætt um markaðsmál. Myndskeið fylgir fréttinni þar sem hvalveiðar eru sýndar en varað við því að myndirnar geti valdið óhug. Fréttastofurnar Reuters og AP tóku málið sérstaklega fyrir og bandarísku dagblöðin Washington Post, New York Times og fleiri birtu grein AP um málið. Málsvarar umhverfisverndarsamtaka eru áberandi í allri umfjöllun um veiðarnar.
Innlent Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Fréttir Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Sjá meira