Engin fólksfjölgun í aldarfjórðung 3. október 2006 06:45 Engin íbúafjölgun hefur átt sér stað á Vesturlandi síðastliðinn aldarfjórðung. Á sama tíma hefur Íslendingum fjölgað um þriðjung. Ef fjölgunin í landshlutanum hefði haldist í hendur við fjölgun á landsvísu væru íbúar á Vesturlandi 18.400 talsins í stað 14.800, eða þriðjungi fleiri. Það er fjölgun samsvarandi núverandi íbúafjölda í Grundarfjarðarbæ, Stykkishólmsbæ og Snæfellsbæ samanlagt. Innan landshlutans hefur mesta fólksfækkunin verið í Dalabyggð, þar sem tveir af hverjum fimm íbúum hafa flust brott á tímabilinu. Íbúum hefur fjölgað mest í Grundarfjarðabæ, um fjórðung.Meðaltekjur allt niður í helmingMeðaltekjur í Helgafellssveit eru 163 þúsund krónur, helmingur af meðalmánaðartekjum á landinu. Meðaltekjur íbúa á Vesturlandi í fyrra voru að jafnaði um níu prósentum undir meðaltekjum á landsvísu, um 298 þúsund krónur á mánuði.Hæstu tekjurnar voru í Stykkishólmi, 384 þúsund, sem er tæplega fimmtungi yfir meðaltekjum á landsvísu, sem eru 327 þúsund. Munurinn á hæstu og lægstu tekjum í sveitarfélögunum í landshlutanum er því vel rúmlega tvöfaldur.Hlutfall útlendinga í landshlutanum er hið sama og á landsvísu, um fimm prósent. Í tveimur sveitarfélögum er hlutfallið þó helmingi hærra, Grundarfirði og Snæfellsbæ, og í Eyja- og Miklaholtshreppi eru útlendingar 17 prósent íbúa. Atvinnuleysi mælist alls staðar undir meðaltali í landshlutanum.Fermetraverð langt undir meðaltaliMeðalfermetraverð íbúðarhúsnæðis á Vesturlandi er langt undir meðaltali á landinu. Meðalverð í landshlutanum öllum er um 105 þúsund krónur á fermetrann ef miðað er við kaupverð íbúðarhúsnæðis árið 2005 þar sem fjöldi kaupsamninga er þrjátíu eða fleiri. Hafa þarf þó þann fyrirvara á að tölurnar eru einfalt meðaltal kaupverðs. Eignir eru mismunandi eftir svæðum og skekkir það verðsamanburð milli þeirra.Verðið er lægst í Snæfellsbæ, um 66 þúsund krónur á hvern fermetra, en hæst á Akranesi, þar sem það er tæplega helmingi hærra, 118 þúsund krónur fermetrinn. 150 fermetra íbúðarhúsnæði kostar samkvæmt þessu tæpar tíu milljónir í Snæfellsbæ en tæpar átján milljónir á Akranesi. Til samanburðar má nefna að jafnstór íbúð á höfuðborgarsvæðinu kostar um 29 milljónir að meðaltali. Íbúi í Snæfellsbæ sem selur 150 fermetra íbúðarhúsnæði sitt og flytur á höfuðborgarsvæðið getur því keypt um 52 fermetra íbúð fyrir andvirðið.Óeðlilega lítil hreyfing á eignumÞá má skoða fjölda kaupsamninga á síðasta ári á hverja þúsund íbúa, en hæfileg hreyfing á eignum er gott merki um heilbrigðan fasteignamarkað. Meðaltalið fyrir landið allt var rétt undir 45 samninga á hverja þúsund íbúa. Í tveimur af tíu sveitarfélögum á Vesturlandi var fjöldi kaupsamninga yfir meðaltali; á Akranesi og í Stykkishólmsbæ. Í öllum hinum var óeðlilega lítil hreyfing á eignum og lítið um kaup og sölu, og í fjórum sveitarfélögum voru gerðir tíu kaupsamningar eða færri á árinu. Í tveimur sveitarfélögum var enginn samningur gerður. Innlent Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Engin íbúafjölgun hefur átt sér stað á Vesturlandi síðastliðinn aldarfjórðung. Á sama tíma hefur Íslendingum fjölgað um þriðjung. Ef fjölgunin í landshlutanum hefði haldist í hendur við fjölgun á landsvísu væru íbúar á Vesturlandi 18.400 talsins í stað 14.800, eða þriðjungi fleiri. Það er fjölgun samsvarandi núverandi íbúafjölda í Grundarfjarðarbæ, Stykkishólmsbæ og Snæfellsbæ samanlagt. Innan landshlutans hefur mesta fólksfækkunin verið í Dalabyggð, þar sem tveir af hverjum fimm íbúum hafa flust brott á tímabilinu. Íbúum hefur fjölgað mest í Grundarfjarðabæ, um fjórðung.Meðaltekjur allt niður í helmingMeðaltekjur í Helgafellssveit eru 163 þúsund krónur, helmingur af meðalmánaðartekjum á landinu. Meðaltekjur íbúa á Vesturlandi í fyrra voru að jafnaði um níu prósentum undir meðaltekjum á landsvísu, um 298 þúsund krónur á mánuði.Hæstu tekjurnar voru í Stykkishólmi, 384 þúsund, sem er tæplega fimmtungi yfir meðaltekjum á landsvísu, sem eru 327 þúsund. Munurinn á hæstu og lægstu tekjum í sveitarfélögunum í landshlutanum er því vel rúmlega tvöfaldur.Hlutfall útlendinga í landshlutanum er hið sama og á landsvísu, um fimm prósent. Í tveimur sveitarfélögum er hlutfallið þó helmingi hærra, Grundarfirði og Snæfellsbæ, og í Eyja- og Miklaholtshreppi eru útlendingar 17 prósent íbúa. Atvinnuleysi mælist alls staðar undir meðaltali í landshlutanum.Fermetraverð langt undir meðaltaliMeðalfermetraverð íbúðarhúsnæðis á Vesturlandi er langt undir meðaltali á landinu. Meðalverð í landshlutanum öllum er um 105 þúsund krónur á fermetrann ef miðað er við kaupverð íbúðarhúsnæðis árið 2005 þar sem fjöldi kaupsamninga er þrjátíu eða fleiri. Hafa þarf þó þann fyrirvara á að tölurnar eru einfalt meðaltal kaupverðs. Eignir eru mismunandi eftir svæðum og skekkir það verðsamanburð milli þeirra.Verðið er lægst í Snæfellsbæ, um 66 þúsund krónur á hvern fermetra, en hæst á Akranesi, þar sem það er tæplega helmingi hærra, 118 þúsund krónur fermetrinn. 150 fermetra íbúðarhúsnæði kostar samkvæmt þessu tæpar tíu milljónir í Snæfellsbæ en tæpar átján milljónir á Akranesi. Til samanburðar má nefna að jafnstór íbúð á höfuðborgarsvæðinu kostar um 29 milljónir að meðaltali. Íbúi í Snæfellsbæ sem selur 150 fermetra íbúðarhúsnæði sitt og flytur á höfuðborgarsvæðið getur því keypt um 52 fermetra íbúð fyrir andvirðið.Óeðlilega lítil hreyfing á eignumÞá má skoða fjölda kaupsamninga á síðasta ári á hverja þúsund íbúa, en hæfileg hreyfing á eignum er gott merki um heilbrigðan fasteignamarkað. Meðaltalið fyrir landið allt var rétt undir 45 samninga á hverja þúsund íbúa. Í tveimur af tíu sveitarfélögum á Vesturlandi var fjöldi kaupsamninga yfir meðaltali; á Akranesi og í Stykkishólmsbæ. Í öllum hinum var óeðlilega lítil hreyfing á eignum og lítið um kaup og sölu, og í fjórum sveitarfélögum voru gerðir tíu kaupsamningar eða færri á árinu. Í tveimur sveitarfélögum var enginn samningur gerður.
Innlent Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira