Geislavirkt efni í líkama Litvinenkos 24. nóvember 2006 19:02 Töluvert af geislavirku efni hefur fundist í líkama rússneska njósnarans Alexanders Litvinenkos, sem lést af völdum eitrunar á sjúkrahúsi í Lundúnum í gærkvöldi. Skömmu fyrir andlátið sagði hann Pútín Rússlandsforseta bera ábyrgð á örlögum sínum. Forsetinn vísar því alfarið á bug. Fyrsta nóvember síðasliðinn veiktist Litvinenko eftir fund með ítölskum öryggissérfræðingi, þar sem þeir ræddu morðið á rússnesku blaðakonunni Önnu Politkoskayu, sem féll fyrir morðingjahendi í síðasta mánuði. Síðan þá hefur Litvinenko barist fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi í Lundúnum og tapaði þeirri baráttu í gærkvöldi. Í dag var svo ljóst að geislavirka efnið polonium 210 greindist í líkama Litvinenkos og einnig á veitingastaðnum þar sem hann snæddi með heimildamanni sínum. Sigurður Emil Pálsson, eðlisfræðingur hjá Geislavörnum ríkisins, segir um náttúrulegt efni að ræða sem verði einnig til í kjarnorkuiðnaði. Það gefi frá sér afla geislun og litla aðra geilsun. Hann segir erfitt að greina hana utan líkamans. Alfageislun sé skammdræg og jafnvel pappírsörk geti stöðvað hana. Komist efnið í líkamann geti áhrifin verið alvarleg. Í tilviki Litvinenkos virðist hafa orðið mikil geislun, áhrifin séu bráð þegar svo sé. Ónæmiskerfi lamist og ýmis líffæri. Svo virðist sem mikið af efninu hafi komist í líkama Litvinenkos. Litvinenko starfaði hjá KGB og síðar rússnesku öryggislögreglunni áður en hann leitaði hælis í Bretlandi 2001. Hann komst í ónáð hjá Pútín Rússlandsforseta, þegar sá síðarnefndi var yfirmaður öryggislögreglunnar. Ættingjar og vinir Litvinenkos ræddu við fjölmiðlamenn í Lundúnum í dag. Alex Goldfarb, vinur Litvinenkos, las upp yfirlýsingu frá honum sem var rituð skömmu fyrir andlát hans. Þar eru Pútín Rússlandsforseta ekki vandaðar kveðjurnar og hann sagður bera ábyrgð á örlögum njósnarans fyrrverandi. Pútín Rússlandsforseti vísar ásökununum á bug og segir ekkert hæft í þeim. Andstæðingar hans séu að nýta sér dauða Litvinenkos til að koma höggi á hann. Forsetinn vottaði ættingjum njósnarans fyrrverandi samúð sína á blaðamannafundi síðdegis. Erlent Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Töluvert af geislavirku efni hefur fundist í líkama rússneska njósnarans Alexanders Litvinenkos, sem lést af völdum eitrunar á sjúkrahúsi í Lundúnum í gærkvöldi. Skömmu fyrir andlátið sagði hann Pútín Rússlandsforseta bera ábyrgð á örlögum sínum. Forsetinn vísar því alfarið á bug. Fyrsta nóvember síðasliðinn veiktist Litvinenko eftir fund með ítölskum öryggissérfræðingi, þar sem þeir ræddu morðið á rússnesku blaðakonunni Önnu Politkoskayu, sem féll fyrir morðingjahendi í síðasta mánuði. Síðan þá hefur Litvinenko barist fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi í Lundúnum og tapaði þeirri baráttu í gærkvöldi. Í dag var svo ljóst að geislavirka efnið polonium 210 greindist í líkama Litvinenkos og einnig á veitingastaðnum þar sem hann snæddi með heimildamanni sínum. Sigurður Emil Pálsson, eðlisfræðingur hjá Geislavörnum ríkisins, segir um náttúrulegt efni að ræða sem verði einnig til í kjarnorkuiðnaði. Það gefi frá sér afla geislun og litla aðra geilsun. Hann segir erfitt að greina hana utan líkamans. Alfageislun sé skammdræg og jafnvel pappírsörk geti stöðvað hana. Komist efnið í líkamann geti áhrifin verið alvarleg. Í tilviki Litvinenkos virðist hafa orðið mikil geislun, áhrifin séu bráð þegar svo sé. Ónæmiskerfi lamist og ýmis líffæri. Svo virðist sem mikið af efninu hafi komist í líkama Litvinenkos. Litvinenko starfaði hjá KGB og síðar rússnesku öryggislögreglunni áður en hann leitaði hælis í Bretlandi 2001. Hann komst í ónáð hjá Pútín Rússlandsforseta, þegar sá síðarnefndi var yfirmaður öryggislögreglunnar. Ættingjar og vinir Litvinenkos ræddu við fjölmiðlamenn í Lundúnum í dag. Alex Goldfarb, vinur Litvinenkos, las upp yfirlýsingu frá honum sem var rituð skömmu fyrir andlát hans. Þar eru Pútín Rússlandsforseta ekki vandaðar kveðjurnar og hann sagður bera ábyrgð á örlögum njósnarans fyrrverandi. Pútín Rússlandsforseti vísar ásökununum á bug og segir ekkert hæft í þeim. Andstæðingar hans séu að nýta sér dauða Litvinenkos til að koma höggi á hann. Forsetinn vottaði ættingjum njósnarans fyrrverandi samúð sína á blaðamannafundi síðdegis.
Erlent Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira