Erlent

Kanada áfram eitt ríki

Stephen Harper, forsætisráðherra Kanada fær drynjandi lófaklapp eftir að hafa sagt að Quebec væri órjúfanlegur hluti af Kanada.
Stephen Harper, forsætisráðherra Kanada fær drynjandi lófaklapp eftir að hafa sagt að Quebec væri órjúfanlegur hluti af Kanada. MYND/AP

Mikil umræða var á kanadíska þinginu í vikunni um hvað það væri að vera kanadískur. Allt síðan 1995 hafa verið öfl í hinu hálf-franska fylki Quebec sem krefjast sjálfstæðis en nýverið settu þau fram tillögu í þinginu þar sem þess var krafist að þingið viðurkenndi Quebec sem sérstaka þjóð.

Forsætisráðherra Kanada, Stephen Harper, harðneitaði þessu og sagði að hún væri þjóðarbrot vissulega en hluti af Kanada engu síður. Leiðtogi Quebec-hópsins svokallaða, Gilles Duceppe, sagði hinsvegar að það væri ekki forsætisráðherrann sem ákvæði hvað íbúar hins hálf-franska fylkis væru heldur þeir sjálfir.

Harper sagði á móti að með því að hafa lagt fram þessa tillögu í þinginu hefðu leiðtogar Quebec-hópsins sýnt fram á að þetta mál væri mál allra landsmanna en ekki eingöngu íbúa fylkisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×