Íslenskir verkamenn þreyttir á ástandinu 7. september 2006 07:30 Framkvæmdastjóri samiðnar "Auðvitað óttast maður að það verði undirboð þegar samkeppni um störfin eykst," segir Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar. Erlendir starfsmenn hafa breytt vinnutíma og vinnumenningu í byggingariðnaði hér á landi. Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar, segist finna fyrir því að íslenskir iðnaðarmenn séu orðnir langþreyttir á ástandinu. „Erlendir starfsmenn koma hingað til að vinna í þriggja mánaða lotu. Þeir vilja vinna mikið því að þeir fara svo heim í tveggja til þriggja vikna frí,“ segir Þorbjörn. „Þetta er farið að trufla og þreyta Íslendingana því að þeir hætta ekki í tvær til þrjár vikur.“ Vinnufyrirkomulag erlendra starfsmanna er leiðandi í vinnumenningu á byggingarsvæðum, að sögn Þorbjörns. „Íslendingarnir eru yfirmenn og þeir eru bundnir yfir þessu. Útlendingarnir eru hins vegar að vinna af sér til að komast í frí.“ Fyrir nokkrum árum var talið að vinnutíminn færi að styttast en síðustu ár hefur það verið þvert á móti, iðnaðarmenn vinna bæði á laugardögum og sunnudögum. Þegar við bætist að hlutfall erlendra starfsmanna er hátt og málakunnátta lítil þá hafa samskiptin versnað. Þorbjörn kveðst finna fyrir þreytu meðal byggingamannanna gagnvart lítilli málakunnáttu. „Vinnustaðir eru ekki bara til að ná sér í laun, þeir eru líka félagslegur vettvangur. Þegar menn geta ekki talað við nema lítinn hluta af vinnufélögunum hefur það áhrif,“ segir hann. Ekki er óalgengt að Íslendingur sé látinn stjórna fimm til sex útlendingum. Þorbjörn bendir á að Íslendingurinn geti stundum ekki haft nein almenn samskipti við þá og varla komið til skila hvað á að gera. Kannski sé einn túlkur á svæðinu, kannski ekki. „Það verða ekki þessi félagslegu tengsl sem eru eðlileg á vinnustað og við finnum fyrir því. Samskiptin verða miklu erfiðari,“ segir hann. Iðnaðarmenn hafa nokkrar áhyggjur af undirboðum og atvinnuástandi meðal Íslendinga þegar verkefnum lýkur og hægist á bygginga- og framkvæmdamarkaðnum. Þorbjörn segir að Samiðn líti almennt svo á að Íslendingar gangi fyrir í vinnu. „Auðvitað óttast maður að það verði undirboð þegar samkeppni um störfin eykst. Það er þekkt fyrirbæri og getur gerst hér.“ Innlent Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira
Erlendir starfsmenn hafa breytt vinnutíma og vinnumenningu í byggingariðnaði hér á landi. Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar, segist finna fyrir því að íslenskir iðnaðarmenn séu orðnir langþreyttir á ástandinu. „Erlendir starfsmenn koma hingað til að vinna í þriggja mánaða lotu. Þeir vilja vinna mikið því að þeir fara svo heim í tveggja til þriggja vikna frí,“ segir Þorbjörn. „Þetta er farið að trufla og þreyta Íslendingana því að þeir hætta ekki í tvær til þrjár vikur.“ Vinnufyrirkomulag erlendra starfsmanna er leiðandi í vinnumenningu á byggingarsvæðum, að sögn Þorbjörns. „Íslendingarnir eru yfirmenn og þeir eru bundnir yfir þessu. Útlendingarnir eru hins vegar að vinna af sér til að komast í frí.“ Fyrir nokkrum árum var talið að vinnutíminn færi að styttast en síðustu ár hefur það verið þvert á móti, iðnaðarmenn vinna bæði á laugardögum og sunnudögum. Þegar við bætist að hlutfall erlendra starfsmanna er hátt og málakunnátta lítil þá hafa samskiptin versnað. Þorbjörn kveðst finna fyrir þreytu meðal byggingamannanna gagnvart lítilli málakunnáttu. „Vinnustaðir eru ekki bara til að ná sér í laun, þeir eru líka félagslegur vettvangur. Þegar menn geta ekki talað við nema lítinn hluta af vinnufélögunum hefur það áhrif,“ segir hann. Ekki er óalgengt að Íslendingur sé látinn stjórna fimm til sex útlendingum. Þorbjörn bendir á að Íslendingurinn geti stundum ekki haft nein almenn samskipti við þá og varla komið til skila hvað á að gera. Kannski sé einn túlkur á svæðinu, kannski ekki. „Það verða ekki þessi félagslegu tengsl sem eru eðlileg á vinnustað og við finnum fyrir því. Samskiptin verða miklu erfiðari,“ segir hann. Iðnaðarmenn hafa nokkrar áhyggjur af undirboðum og atvinnuástandi meðal Íslendinga þegar verkefnum lýkur og hægist á bygginga- og framkvæmdamarkaðnum. Þorbjörn segir að Samiðn líti almennt svo á að Íslendingar gangi fyrir í vinnu. „Auðvitað óttast maður að það verði undirboð þegar samkeppni um störfin eykst. Það er þekkt fyrirbæri og getur gerst hér.“
Innlent Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira