Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, var kjörin formaður leikskólaráðs borgarinnar á borgarstjórnarfundi á þriðjudag.
Aðrir fulltrúar borgarstjórnarmeirihlutans í ráðinu eru Anna Margrét Ólafsdóttir, Áslaug Friðriksdóttir og Helena Ólafsdóttir en fulltrúar minnihlutans eru Oddný Sturludóttir, Sigrún Elsa Smáradóttir og Svandís Svavarsdóttir.