Íslendingar gengu á "þaki heimsins" 6. september 2006 07:15 Hallgrímur Magnússon Hallgrímur Magnússon og Leifur Örn Svavarsson náðu á mánudaginn alla leið upp á Lenínstind. Þetta er 7.134 m tindur í Trans-Alay fjallgarðinum á landamærum Tadsíkistan og Kirgisistan, í óásjálegu fjallasvæði sem gengur jafnan undir nafninu "Þak heimsins". Þeir höfðu verið lengi á leiðinni því gangan hófst 25. ágúst. Síðasti spretturinn, frá þriðju búðum og upp á topp, tók níu tíma í nístingskulda (mínus 20 gráður auk vindkælingar) og dauðsáu ferðalangarnir eftir forláta dúnbuxum sem þeir skildu eftir neðar í fjallinu. Tindurinn var fyrst klifinn árið 1928 af þremur Þjóðverjum en er nú vinsæll hjá lengra komnum fjallaklifrurum. Ganga tvímenningana er þó utan hefðbundins ferðamannatíma og af fjórum leiðöngrum sem voru að flækjast á fjallinu á sama tíma náðu þeir einir á tindinn, enda vel sjóaðir úr íslenskum aðstæðum. Rússneskur leiðsögumaður sem hafði verið með mexíkönskum hópi flaut með Íslendingunum á toppinn, því Mexíkóarnir höfðu gefist upp og snúið við. Á heimasíðu Útivistar (www.utivist.is) má fylgjast með ferðum garpanna, en þeir hafa samband einu sinni á dag í gegnum gervihnattarsíma. Nú tekur við löng og ströng ganga til byggða. Óvönum ferðalöngum hættir oft til að vera kærulausir á niðurleiðinni en það á varla við um þá Hallgrím og Leif því fáir hafa meiri reynslu af fjallamennsku en félagarnir. Innlent Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Hallgrímur Magnússon og Leifur Örn Svavarsson náðu á mánudaginn alla leið upp á Lenínstind. Þetta er 7.134 m tindur í Trans-Alay fjallgarðinum á landamærum Tadsíkistan og Kirgisistan, í óásjálegu fjallasvæði sem gengur jafnan undir nafninu "Þak heimsins". Þeir höfðu verið lengi á leiðinni því gangan hófst 25. ágúst. Síðasti spretturinn, frá þriðju búðum og upp á topp, tók níu tíma í nístingskulda (mínus 20 gráður auk vindkælingar) og dauðsáu ferðalangarnir eftir forláta dúnbuxum sem þeir skildu eftir neðar í fjallinu. Tindurinn var fyrst klifinn árið 1928 af þremur Þjóðverjum en er nú vinsæll hjá lengra komnum fjallaklifrurum. Ganga tvímenningana er þó utan hefðbundins ferðamannatíma og af fjórum leiðöngrum sem voru að flækjast á fjallinu á sama tíma náðu þeir einir á tindinn, enda vel sjóaðir úr íslenskum aðstæðum. Rússneskur leiðsögumaður sem hafði verið með mexíkönskum hópi flaut með Íslendingunum á toppinn, því Mexíkóarnir höfðu gefist upp og snúið við. Á heimasíðu Útivistar (www.utivist.is) má fylgjast með ferðum garpanna, en þeir hafa samband einu sinni á dag í gegnum gervihnattarsíma. Nú tekur við löng og ströng ganga til byggða. Óvönum ferðalöngum hættir oft til að vera kærulausir á niðurleiðinni en það á varla við um þá Hallgrím og Leif því fáir hafa meiri reynslu af fjallamennsku en félagarnir.
Innlent Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira