Enginn friður í Darfúr 5. september 2006 07:30 Flóttadrengur í búðunum í Tsjad Tsjadsmegin við landamærin dveljast nú minnst 200.000 súdanskir flóttamenn úr Darfúr-héraði. MYND/AP Stjórnvöld í Súdan segja að Afríkubandalagið hafi ekki umboð til að framselja núverandi friðargæslu bandalagsins til Sameinuðu þjóðanna. SUNA-fréttastöðin í Súdan hefur eftir forseta landsins, Omar al-Bashir, að súdanska stjórnin hafni alþjóðlegri friðargæslu í landinu og búi sig undir átök við hana, komi hún óboðin. Hann hvatti einnig Afríkubandalagið til að hafa sig á brott úr landinu fyrir lok mánaðarins, en þá rennur umboð þess til friðargæslu opinberlega út. Ríkisstjórn Súdans er talin hafa sent liðsauka til Darfúr-héraðs nýverið og hefur gefið út yfirlýsingar um að 10.000 manna súdanskan her nægi til að tryggja frið í Darfúr. Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur er ekki sérlega bjartsýn á friðarhorfurnar. Til þess að friður haldist verða allar stríðandi fylkingar að vera á bandi friðarins. Sú staðreynd að tveir af þrem uppreisnarhópum í Darfúr-héraði skrifuðu ekki undir friðarsamningana í maí 2006 gefur ekki ástæðu til mikillar bjartsýni, sagði hún í viðtali við Fréttablaðið. Magnea bendir einnig á að ein ástæða mikillar andstöðu ríkisstjórnar Súdans sé hlutskipti bandamanna ríkisstjórnarinnar í Darfúr. Í Darfúr eru um fimmtíu menn sem settir hafa verið á lista Alþjóðasakamáladómstólsins yfir stríðslæpamenn. Þeir eru hliðhollir ríkisstjórninni og því vill hún leiða málið til lykta á sínum eigin forsendum, frekar en að hleypa að alþjóðlegum her Sameinuðu þjóðanna, sem síðan gæti fært þá fyrir Alþjóðasakamáladómstólinn. Núverandi friðargæsluliði Afríkusambandsins í Darfúr hefur ekki tekist að sinna hlutverki sínu sem skyldi síðan nokkrir af deiluaðilum skrifuðu undir friðarsamkomulagið í maí 2006. Eftir að þrír hópar afrískra Darfúr-manna gerðu uppreisn gegn arabískum yfirvöldum í Kartúm árið 2003 hafa um 200.000 manns látið lífið og liðlega 2,5 milljónir lagt á flótta. Erlent Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Fleiri fréttir Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Sjá meira
Stjórnvöld í Súdan segja að Afríkubandalagið hafi ekki umboð til að framselja núverandi friðargæslu bandalagsins til Sameinuðu þjóðanna. SUNA-fréttastöðin í Súdan hefur eftir forseta landsins, Omar al-Bashir, að súdanska stjórnin hafni alþjóðlegri friðargæslu í landinu og búi sig undir átök við hana, komi hún óboðin. Hann hvatti einnig Afríkubandalagið til að hafa sig á brott úr landinu fyrir lok mánaðarins, en þá rennur umboð þess til friðargæslu opinberlega út. Ríkisstjórn Súdans er talin hafa sent liðsauka til Darfúr-héraðs nýverið og hefur gefið út yfirlýsingar um að 10.000 manna súdanskan her nægi til að tryggja frið í Darfúr. Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur er ekki sérlega bjartsýn á friðarhorfurnar. Til þess að friður haldist verða allar stríðandi fylkingar að vera á bandi friðarins. Sú staðreynd að tveir af þrem uppreisnarhópum í Darfúr-héraði skrifuðu ekki undir friðarsamningana í maí 2006 gefur ekki ástæðu til mikillar bjartsýni, sagði hún í viðtali við Fréttablaðið. Magnea bendir einnig á að ein ástæða mikillar andstöðu ríkisstjórnar Súdans sé hlutskipti bandamanna ríkisstjórnarinnar í Darfúr. Í Darfúr eru um fimmtíu menn sem settir hafa verið á lista Alþjóðasakamáladómstólsins yfir stríðslæpamenn. Þeir eru hliðhollir ríkisstjórninni og því vill hún leiða málið til lykta á sínum eigin forsendum, frekar en að hleypa að alþjóðlegum her Sameinuðu þjóðanna, sem síðan gæti fært þá fyrir Alþjóðasakamáladómstólinn. Núverandi friðargæsluliði Afríkusambandsins í Darfúr hefur ekki tekist að sinna hlutverki sínu sem skyldi síðan nokkrir af deiluaðilum skrifuðu undir friðarsamkomulagið í maí 2006. Eftir að þrír hópar afrískra Darfúr-manna gerðu uppreisn gegn arabískum yfirvöldum í Kartúm árið 2003 hafa um 200.000 manns látið lífið og liðlega 2,5 milljónir lagt á flótta.
Erlent Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Fleiri fréttir Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Sjá meira