Telja í lagi að Davíð tjái sig um pólitík 5. september 2006 07:45 Helgi S. Guðmundsson Helgi S. Guðmundsson, formaður bankaráðs Seðlabankans, segir ekkert óeðlilegt við að Davíð Oddsson seðlabankastjóri fjalli um pólitísk álitamál á opinberum vettvangi. Þvert á móti sé það eðlilegt. „Mér finnst fullkomlega eðlilegt að Davíð Oddsson tjái sig um slík mál og það er ekkert í ráðningarsamningi hans um að hann afsali sér réttinum til að tjá sig,“ segir Helgi. Davíð ræddi um Kárahnjúkavirkjun og umræðuna um greinargerð Gríms Björnssonar jarðeðlisfræðings í Ríkisútvarpinu fyrir helgi. Þorvaldur Gylfason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og fyrrverandi bankaráðsmaður í Seðlabankanum, gagnrýndi framgöngu Davíðs í viðtali við RÚV á laugardag, og sagði ummæli hans draga úr trúverðugleika bankans. Helgi er á öðru máli og segir ekkert í orðum Davíðs rýra trúverðugleikann. „Virkjunin hefur með efnahagsmál að gera, stjórnarandstaðan hefur lagt til að fyllingu Hálslóns verði frestað og ég spyr hvaða efnahagslegu afleiðingar gæti það haft í för með sér,“ segir Helgi. Davíð var einnig í Kastljósinu á sunnudag og fór þar hörðum orðum um dómskerfið. Hann sagði slæmt að það gæti ekki tekið stór mál til meðferðar og vitnaði til Baugsmálsins og Málverkafölsunarmálsins. Helgi gerir engar athugasemdir við þau orð Davíðs. Spurður hvort hér gæti stefnubreytingar af hálfu Seðlabankans og hvort bankastjórarnir muni eftirleiðis tjá sig oftar um þjóðfélagsmál segir Helgi svo ekki vera. „Það er undir einstaklingunum komið hvort þeir vilja tjá sig um málefni líðandi stundar eða ekki.“ Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, segir fá dæmi þess að seðlabankastjórar tjái sig um önnur mál en þau sem falla undir starfssvið þeirra og almennt blandi embættismenn sér ekki í flokkspólitísk hitamál. Óumdeilt sé að þeir hafi rétt til að tjá sig en álitamál hvort það sé heppilegt. Til dæmis eigi seðlabankastjóri að ráðleggja ríkisstjórnum og geti þurft að ráðleggja ólíkum stjórnmálamönnum og ólíkum ríkisstjórnum. Gunnar Helgi segir enn fremur að ekki þurfi að koma á óvart þótt Davíð hafi skoðanir, hann hafi jú verið forsætisráðherra í rúm þrettán ár. „Vandinn liggur frekar í pólitískum ráðningum seðlabankastjóra en að Davíð hafi pólitískar skoðanir.“ Innlent Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Skautafjör á Laugarvatni í dag „Biðröðin er löng“ Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira
Helgi S. Guðmundsson, formaður bankaráðs Seðlabankans, segir ekkert óeðlilegt við að Davíð Oddsson seðlabankastjóri fjalli um pólitísk álitamál á opinberum vettvangi. Þvert á móti sé það eðlilegt. „Mér finnst fullkomlega eðlilegt að Davíð Oddsson tjái sig um slík mál og það er ekkert í ráðningarsamningi hans um að hann afsali sér réttinum til að tjá sig,“ segir Helgi. Davíð ræddi um Kárahnjúkavirkjun og umræðuna um greinargerð Gríms Björnssonar jarðeðlisfræðings í Ríkisútvarpinu fyrir helgi. Þorvaldur Gylfason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og fyrrverandi bankaráðsmaður í Seðlabankanum, gagnrýndi framgöngu Davíðs í viðtali við RÚV á laugardag, og sagði ummæli hans draga úr trúverðugleika bankans. Helgi er á öðru máli og segir ekkert í orðum Davíðs rýra trúverðugleikann. „Virkjunin hefur með efnahagsmál að gera, stjórnarandstaðan hefur lagt til að fyllingu Hálslóns verði frestað og ég spyr hvaða efnahagslegu afleiðingar gæti það haft í för með sér,“ segir Helgi. Davíð var einnig í Kastljósinu á sunnudag og fór þar hörðum orðum um dómskerfið. Hann sagði slæmt að það gæti ekki tekið stór mál til meðferðar og vitnaði til Baugsmálsins og Málverkafölsunarmálsins. Helgi gerir engar athugasemdir við þau orð Davíðs. Spurður hvort hér gæti stefnubreytingar af hálfu Seðlabankans og hvort bankastjórarnir muni eftirleiðis tjá sig oftar um þjóðfélagsmál segir Helgi svo ekki vera. „Það er undir einstaklingunum komið hvort þeir vilja tjá sig um málefni líðandi stundar eða ekki.“ Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, segir fá dæmi þess að seðlabankastjórar tjái sig um önnur mál en þau sem falla undir starfssvið þeirra og almennt blandi embættismenn sér ekki í flokkspólitísk hitamál. Óumdeilt sé að þeir hafi rétt til að tjá sig en álitamál hvort það sé heppilegt. Til dæmis eigi seðlabankastjóri að ráðleggja ríkisstjórnum og geti þurft að ráðleggja ólíkum stjórnmálamönnum og ólíkum ríkisstjórnum. Gunnar Helgi segir enn fremur að ekki þurfi að koma á óvart þótt Davíð hafi skoðanir, hann hafi jú verið forsætisráðherra í rúm þrettán ár. „Vandinn liggur frekar í pólitískum ráðningum seðlabankastjóra en að Davíð hafi pólitískar skoðanir.“
Innlent Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Skautafjör á Laugarvatni í dag „Biðröðin er löng“ Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira