Heimilisofbeldismál enda sjaldnast í ákærumeðferð 5. september 2006 07:30 heimilisofbeldi Konur, sem í langflestum tilfellum eru fórnarlömb heimilisofbeldis, eiga oftar en ekki í erfiðleikum með að komast út úr vítahring ofbeldis. MYND/getty Tæplega eitt prósent heimilisofbeldismála, sem komið hafa inn á borð lögreglu það sem af er ári, hafa verið tekin til ákærumeðferðar. Samtals hefur lögreglan verið 272 sinnum kölluð til vegna heimilisofbeldis á þessu ári. Bjarnþór Aðalsteinsson, yfirmaður ofbeldisbrotadeildar lögreglunnar í Reykjavík, segir lögregluna oftar en ekki standa frammi fyrir erfiðum aðstæðum þegar hún þarf að taka á heimilisofbeldi. „Við reynum yfirleitt að leysa úr ágreiningnum eins fljótt og auðið er. Viðbrögð okkar eru mismunandi eftir eðli og alvarleika brotsins sem upp kemur í hvert skipti. Það er mikilvægt að álagi sé létt af fórnarlömbum heimilisofbeldis, sem í langflestum tilfellum eru konur, og reyna að hjálpa þeim að komast í jafnvægi á skynsamlegan hátt,“ segir Bjarnþór og leggur áherslu á að nálgunarbannslöggjöfin, sem stundum þarf að grípa til, sé óskilvirk og gölluð. „Ég held að það sé almennt viðhorf innan lögreglunnar að það sé alltof erfitt að fá nálgunarbann á ofbeldismenn, þegar það er nauðsynlegt. Ég tel að það sé orðið brýnt að breyta löggjöfinni þannig, að lögreglan geti sett á nálgunarbann með skömmum fyrirvara, því það getur verið afar brýnt að bregðast við heimilisofbeldi með skilvirkum hætti sem kemur í veg fyrir að ofbeldismenn geti haldið áfram að beita konur sínar ofbeldi.“ Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segir nauðsynlegt að starfsumhverfi lögreglu verði breytt í þá veru að hægt sé að fjarlægja ofbeldismenn af heimilum. „Hin svokallaða austurríska leið, sem kynnt var innan Norðurlandanna á ráðstefnu Stígamóta árið 2001, gerir ráð fyrir því að hægt sé að vísa þeim sem veldur ofbeldi á heimili skilyrðislaust af heimilinu í tvo til þrjá daga, en innan þess frests þarf málið að fara fyrir dómara sem staðfestir eða hafnar þessu úrræði. Í framhaldinu er hægt að fara fram á nálgunarbann fyrir þolendur, auk þess sem upplýsingar um málið fara til samtaka sem hjálpa þolendum að skoða réttarstöðu sína og úrræði. Þetta er leið sem hefur verið tekin upp í Svíþjóð, Noregi og Danmörku en ekki hér á landi.“ Innlent Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Fleiri fréttir „Hef hvergi hallað réttu máli“ Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Sjá meira
Tæplega eitt prósent heimilisofbeldismála, sem komið hafa inn á borð lögreglu það sem af er ári, hafa verið tekin til ákærumeðferðar. Samtals hefur lögreglan verið 272 sinnum kölluð til vegna heimilisofbeldis á þessu ári. Bjarnþór Aðalsteinsson, yfirmaður ofbeldisbrotadeildar lögreglunnar í Reykjavík, segir lögregluna oftar en ekki standa frammi fyrir erfiðum aðstæðum þegar hún þarf að taka á heimilisofbeldi. „Við reynum yfirleitt að leysa úr ágreiningnum eins fljótt og auðið er. Viðbrögð okkar eru mismunandi eftir eðli og alvarleika brotsins sem upp kemur í hvert skipti. Það er mikilvægt að álagi sé létt af fórnarlömbum heimilisofbeldis, sem í langflestum tilfellum eru konur, og reyna að hjálpa þeim að komast í jafnvægi á skynsamlegan hátt,“ segir Bjarnþór og leggur áherslu á að nálgunarbannslöggjöfin, sem stundum þarf að grípa til, sé óskilvirk og gölluð. „Ég held að það sé almennt viðhorf innan lögreglunnar að það sé alltof erfitt að fá nálgunarbann á ofbeldismenn, þegar það er nauðsynlegt. Ég tel að það sé orðið brýnt að breyta löggjöfinni þannig, að lögreglan geti sett á nálgunarbann með skömmum fyrirvara, því það getur verið afar brýnt að bregðast við heimilisofbeldi með skilvirkum hætti sem kemur í veg fyrir að ofbeldismenn geti haldið áfram að beita konur sínar ofbeldi.“ Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segir nauðsynlegt að starfsumhverfi lögreglu verði breytt í þá veru að hægt sé að fjarlægja ofbeldismenn af heimilum. „Hin svokallaða austurríska leið, sem kynnt var innan Norðurlandanna á ráðstefnu Stígamóta árið 2001, gerir ráð fyrir því að hægt sé að vísa þeim sem veldur ofbeldi á heimili skilyrðislaust af heimilinu í tvo til þrjá daga, en innan þess frests þarf málið að fara fyrir dómara sem staðfestir eða hafnar þessu úrræði. Í framhaldinu er hægt að fara fram á nálgunarbann fyrir þolendur, auk þess sem upplýsingar um málið fara til samtaka sem hjálpa þolendum að skoða réttarstöðu sína og úrræði. Þetta er leið sem hefur verið tekin upp í Svíþjóð, Noregi og Danmörku en ekki hér á landi.“
Innlent Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Fleiri fréttir „Hef hvergi hallað réttu máli“ Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Sjá meira