Tryggingasvikin skipta þúsundum 5. september 2006 08:00 framkvæmdastjóri hjá Sjóvá "Við viljum vera í góðu samstarfi við lögreglu," segir Þóra Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Sjóvá. Lögreglan fékk þrjú til fjögur tryggingasvikamál á sitt borð á ári á tímabilinu 2000-2004. Útilokað er að tryggingasvikin séu svo fá hér á landi. Ef tryggingasvik eru hlutfallslega jafn algeng hér á landi og í nágrannalöndunum ættu málin að vera um tvö þúsund en heildarfjöldi tjóna er um 45 þúsund í landinu öllu á ári. Það er að mati framkvæmdastjóra Sjóvár því aðeins brotabrot af tryggingasvikamálunum sem koma á borð lögreglunnar. Tryggingasvikamál skiptast í tvennt; atburðir eru settir á svið til að fá bætur og ýktar bótakröfur. Ég hef miklar áhyggjur af síðari málunum því að þeir sem fremja brotin eru venjulegt fólk. Viðhorf þess er það sama og gagnvart til dæmis sköttum, að það sé allt í lagi að hagræða sannleikanum og ýkja tjónið til að fá meira en það á að fá, segir Þóra Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Sjóvá. Tryggingafélögin njóta ekki samúðar í þjóðfélaginu. Fólk gengur á lagið með það sem því finnst vera sakleysisleg brot. Brotaþolinn er svo stór, heilt tryggingafélag sem sýnir góðar afkomutölur en þetta er svolítið eins og að pissa í skóinn sinn. Iðgjöldin hækka eftir því sem tjónin eru meiri. Fá eða engin þeirra mála sem komu til lögreglu 2000-2004 höfðu náð inn í dómssali árið 2004. Í skýrslu um tryggingasvik sem Sjóvá hefur látið taka saman koma fram vangaveltur um hvort sparnaður sem hafi verið áberandi hjá lögreglu á Íslandi undanfarin ár, hafi áhrif á gæði rannsókna í tryggingasvikamálum en Þóra segir ekki hægt að kenna lögreglu um. Sjóvá ætlar að fara í átak gegn tryggingasvikum og efla rannsóknarvinnu í málum þar sem grunur um tryggingasvik vaknar. Við stöndum fyrst og fremst frammi fyrir sönnunarvandræðum. Við treystum okkar viðskiptavinum en ef það vaknar grunur, til dæmis þar sem fjárhæðir í innbrotum fara upp úr öllu valdi eða atburðarásin hefur á sér einhvern ólíkindablæ, þá getum við lent í vandræðum með sönnunargögn, segir hún. Þóra segir að Sjóvá muni fylgja málum betur eftir og vera meira á vettvangi til að kanna tilurð atvika. Við viljum vera í góðu samstarfi við lögreglu og að þessi mál fái eins mikinn forgang hjá lögreglu og hægt er. Það krefst þess að við þurfum að sýna fram á að okkar grunsemdir eigi við rök að styðjast. Innlent Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira
Lögreglan fékk þrjú til fjögur tryggingasvikamál á sitt borð á ári á tímabilinu 2000-2004. Útilokað er að tryggingasvikin séu svo fá hér á landi. Ef tryggingasvik eru hlutfallslega jafn algeng hér á landi og í nágrannalöndunum ættu málin að vera um tvö þúsund en heildarfjöldi tjóna er um 45 þúsund í landinu öllu á ári. Það er að mati framkvæmdastjóra Sjóvár því aðeins brotabrot af tryggingasvikamálunum sem koma á borð lögreglunnar. Tryggingasvikamál skiptast í tvennt; atburðir eru settir á svið til að fá bætur og ýktar bótakröfur. Ég hef miklar áhyggjur af síðari málunum því að þeir sem fremja brotin eru venjulegt fólk. Viðhorf þess er það sama og gagnvart til dæmis sköttum, að það sé allt í lagi að hagræða sannleikanum og ýkja tjónið til að fá meira en það á að fá, segir Þóra Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Sjóvá. Tryggingafélögin njóta ekki samúðar í þjóðfélaginu. Fólk gengur á lagið með það sem því finnst vera sakleysisleg brot. Brotaþolinn er svo stór, heilt tryggingafélag sem sýnir góðar afkomutölur en þetta er svolítið eins og að pissa í skóinn sinn. Iðgjöldin hækka eftir því sem tjónin eru meiri. Fá eða engin þeirra mála sem komu til lögreglu 2000-2004 höfðu náð inn í dómssali árið 2004. Í skýrslu um tryggingasvik sem Sjóvá hefur látið taka saman koma fram vangaveltur um hvort sparnaður sem hafi verið áberandi hjá lögreglu á Íslandi undanfarin ár, hafi áhrif á gæði rannsókna í tryggingasvikamálum en Þóra segir ekki hægt að kenna lögreglu um. Sjóvá ætlar að fara í átak gegn tryggingasvikum og efla rannsóknarvinnu í málum þar sem grunur um tryggingasvik vaknar. Við stöndum fyrst og fremst frammi fyrir sönnunarvandræðum. Við treystum okkar viðskiptavinum en ef það vaknar grunur, til dæmis þar sem fjárhæðir í innbrotum fara upp úr öllu valdi eða atburðarásin hefur á sér einhvern ólíkindablæ, þá getum við lent í vandræðum með sönnunargögn, segir hún. Þóra segir að Sjóvá muni fylgja málum betur eftir og vera meira á vettvangi til að kanna tilurð atvika. Við viljum vera í góðu samstarfi við lögreglu og að þessi mál fái eins mikinn forgang hjá lögreglu og hægt er. Það krefst þess að við þurfum að sýna fram á að okkar grunsemdir eigi við rök að styðjast.
Innlent Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira