Fáir útlendingar á bótum 28. ágúst 2006 07:45 Erlendir verkamenn Erlendir starfsmenn, sem fá tímabundið atvinnuleyfi hjá ákveðnu fyrirtæki, geta ekki fengið atvinnuleysisbætur, missi þeir vinnuna. Lítið er um að erlendir starfsmenn á Íslandi taki sér atvinnuleysisbætur, þrátt fyrir að réttur þeirra til bóta sé sá sami og réttur Íslendinga, telji þeir fram á landinu. Sama gildir um fæðingarorlofsgreiðslur. Atvinnuleysi meðal útlendinga er minna en meðal Íslendinga sjálfra, segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar. Flestir útlendingar koma hingað til þess að vinna. Til að hljóta 25 prósent atvinnuleysisbætur þarf viðkomandi að hafa unnið í þrjá mánuði samfleytt á íslenskum vinnumarkaði. Starfsmenn frá ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins geta þó yfirfært rétt sinn frá heimalandinu til að hljóta hundrað prósent bætur strax eftir þrjá mánuði, að sögn Jóngeirs H. Hlinasonar, deildarstjóra atvinnuleysistrygginga hjá Vinnumálastofnun. Þeir sem eru með bundið atvinnuleyfi hafa ekki atvinnubótarétt, segir Gissur. Þeir sem eru ráðnir tímabundið til starfa við ákveðið fyrirtæki, líkt og tíðkast hjá Impregilo og Bechtel fyrir austan, hafa því ekki rétt til að sækja um bætur. Það þarf grænt kort til að hljóta atvinnubótarétt. Það er bara bull þegar því er haldið fram að útlendingar komi hingað og lifi á bótum, segir Gissur. Það er engin tölfræði sem styður það. Almenn skilyrði til fæðingarorlofsgreiðslna á Íslandi er að hafa verið í að minnsta kosti 25 prósent starfi á íslenskum vinnumarkaði seinustu sex mánuði fyrir fæðingu barnsins. Lágmarksgreiðsla til foreldris í 25 til 49 prósenta starfi er 70.543 krónur á mánuði. Þessi sömu skilyrði gilda um erlenda starfsmenn jafnt og Íslendinga. Hallveig Thordarson, deildarstjóri fæðingarorlofsdeildar hjá Tryggingastofnun ríkisins, segir að eitthvað hafi verið um umsóknir frá erlendum starfsmönnum. Innlent Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Lítið er um að erlendir starfsmenn á Íslandi taki sér atvinnuleysisbætur, þrátt fyrir að réttur þeirra til bóta sé sá sami og réttur Íslendinga, telji þeir fram á landinu. Sama gildir um fæðingarorlofsgreiðslur. Atvinnuleysi meðal útlendinga er minna en meðal Íslendinga sjálfra, segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar. Flestir útlendingar koma hingað til þess að vinna. Til að hljóta 25 prósent atvinnuleysisbætur þarf viðkomandi að hafa unnið í þrjá mánuði samfleytt á íslenskum vinnumarkaði. Starfsmenn frá ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins geta þó yfirfært rétt sinn frá heimalandinu til að hljóta hundrað prósent bætur strax eftir þrjá mánuði, að sögn Jóngeirs H. Hlinasonar, deildarstjóra atvinnuleysistrygginga hjá Vinnumálastofnun. Þeir sem eru með bundið atvinnuleyfi hafa ekki atvinnubótarétt, segir Gissur. Þeir sem eru ráðnir tímabundið til starfa við ákveðið fyrirtæki, líkt og tíðkast hjá Impregilo og Bechtel fyrir austan, hafa því ekki rétt til að sækja um bætur. Það þarf grænt kort til að hljóta atvinnubótarétt. Það er bara bull þegar því er haldið fram að útlendingar komi hingað og lifi á bótum, segir Gissur. Það er engin tölfræði sem styður það. Almenn skilyrði til fæðingarorlofsgreiðslna á Íslandi er að hafa verið í að minnsta kosti 25 prósent starfi á íslenskum vinnumarkaði seinustu sex mánuði fyrir fæðingu barnsins. Lágmarksgreiðsla til foreldris í 25 til 49 prósenta starfi er 70.543 krónur á mánuði. Þessi sömu skilyrði gilda um erlenda starfsmenn jafnt og Íslendinga. Hallveig Thordarson, deildarstjóri fæðingarorlofsdeildar hjá Tryggingastofnun ríkisins, segir að eitthvað hafi verið um umsóknir frá erlendum starfsmönnum.
Innlent Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira