Skiptar skoðanir um nekt barna í sjónvarpi 28. ágúst 2006 08:15 Ingibjörg Þ. Rafnar Börn eru fyrst og fremst á ábyrgð foreldra en samfélagið verður að sýna ábyrgð og þá sérstaklega fjölmiðlar. Allsnakin stúlka hleypur um reiðhöll föður síns og er í fangi hans í viðtali. Hann spyr hvort hún vilji ríða Plútó og hún játar því. Hann setur hana allsnakta á bak hestinum og teymir undir. Á höfuð hennar hefur verið settur reiðhjálmur. Myndin er úr sjónvarpsviðtali Brynju Þorgeirsdóttur við danskan reiðlistamann. Viðtalið var sýnt í síðustu viku í hestaþættinum Kóngur um stund. Í kjölfar þáttarins hafa vaknað ýmsar spurningar um nekt barna í sjónvarpi. Mér fannst þetta ósmekklegt. Nektin þjónaði engum tilgangi í þættinum, segir Ingibjörg Þ. Rafnar, umboðsmaður barna. Mér sýnist að þetta varði ekki við lög en þetta er alltaf spurning um hvað er við hæfi.Þarf að lifa við þettaLára StefánsdóttirForeldrar bera ábyrgð á börnum sínum og eiga að gæta hagsmuna þeirra. Í þættinum hefur faðirinn ekkert við nekt barnsins að athuga. Lára Stefánsdóttir menntunarfræðingur er sammála Ingibjörgu og telur óþarfa að sýna stúlkuna nakta. Það sé réttur hverrar mannveru að ákveða sjálf hvort hún sýni sig nakta eða ekki.Barn á þessum aldri getur ekki tekið þá ákvörðun. Ef annar tekur þá ákvörðun að sýna barnið nakið þá er spurning hver réttur hans er til að sýna barnið nakið í sjónvarpi, segir hún og bendir á að þó að það sé allt í lagi að börn striplist heima hjá sér þá gildi kannski ekki það sama um sjónvarpið.Lára bendir á að sjónvarpsþættir séu varðveittir til lengri tíma og hægt að ná í þá á netinu. Barnið þarf að lifa við þessa skrásetningu, segir hún og spyr hver sé réttur stúlkunnar þegar hún kemur til vits og ára. Mér finnst þetta vanhugsað gagnvart barninu.Sýna börnum virðinguÚr þættinum Kóngur um stundIngibjörg segir að börn séu fyrst og fremst á ábyrgð foreldra sinna en lýsir eftir því að að samfélagið sýni ábyrgð og veltir sérstaklega fyrir sér ábyrgð fjölmiðla. Hún telur að fjölmiðlar eigi að hafa stefnu um það hvernig þeir koma fram við börn og hvernig börn eru sýnd í fjölmiðlum. Fjölmiðlar eigi að sýna börnum virðingu.Í þessu tilfelli veltir maður fyrir sér hvað er við hæfi. Hefur þetta þýðingu fyrir umfjöllunina? Er nektin í samhengi við umfjöllunarefnið? Er vanalegt að börn og fullorðnir séu fáklæddir við þær aðstæður sem fjallað er um? Svarið við öllum þessum spurningum er nei, segir hún.Sjónvarpsefni langlíftIngibjörg telur að fjölmiðlamaðurinn hafi átt að velta þessum spurningum fyrir sér áður en ákveðið var að hafa barn nakið. Nekt barnsins sé ákveðið virðingarleysi gagnvart barninu og börnum almennt. Sjónvarpsefnið sé langlíft. Það sé sett á netið og öðlist þar líf sem fjölmiðillinn hafi enga stjórn yfir. Enginn viti hvar efnið endar.Ingibjörg telur að fjölmiðlar eigi að skoða siðareglur sínar út frá hagsmunum barna. Reglur einstakra fjölmiðla og siðareglur Blaðamannafélagsins séu fátæklegar að þessu leytinu til. Þau rök heyrast að það sé tepruskapur að vilja ekki sýna allsnakið barn í sjónvarpi. Ekki megi koma þeirri hugsun inn hjá fólki að nekt sé slæm. Lára telur álitamál hvort gengið hafi verið út fyrir velsæmismörk Íslendinga í þessari mynd.Íslendingar eiga meiri samleið með Norðurlandabúum en Bandaríkjamönnum í þessu efni. Við gerum ekki athugasemd þó að barn hlaupi um nakið í góðu veðri. En hvar eru næstu mörk? Mér finnst eðlilegt að setja þau mörk við að sýna allsnakið barn í sjónvarpi með fjöldadreifingu, segir Lára. Innlent Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Allsnakin stúlka hleypur um reiðhöll föður síns og er í fangi hans í viðtali. Hann spyr hvort hún vilji ríða Plútó og hún játar því. Hann setur hana allsnakta á bak hestinum og teymir undir. Á höfuð hennar hefur verið settur reiðhjálmur. Myndin er úr sjónvarpsviðtali Brynju Þorgeirsdóttur við danskan reiðlistamann. Viðtalið var sýnt í síðustu viku í hestaþættinum Kóngur um stund. Í kjölfar þáttarins hafa vaknað ýmsar spurningar um nekt barna í sjónvarpi. Mér fannst þetta ósmekklegt. Nektin þjónaði engum tilgangi í þættinum, segir Ingibjörg Þ. Rafnar, umboðsmaður barna. Mér sýnist að þetta varði ekki við lög en þetta er alltaf spurning um hvað er við hæfi.Þarf að lifa við þettaLára StefánsdóttirForeldrar bera ábyrgð á börnum sínum og eiga að gæta hagsmuna þeirra. Í þættinum hefur faðirinn ekkert við nekt barnsins að athuga. Lára Stefánsdóttir menntunarfræðingur er sammála Ingibjörgu og telur óþarfa að sýna stúlkuna nakta. Það sé réttur hverrar mannveru að ákveða sjálf hvort hún sýni sig nakta eða ekki.Barn á þessum aldri getur ekki tekið þá ákvörðun. Ef annar tekur þá ákvörðun að sýna barnið nakið þá er spurning hver réttur hans er til að sýna barnið nakið í sjónvarpi, segir hún og bendir á að þó að það sé allt í lagi að börn striplist heima hjá sér þá gildi kannski ekki það sama um sjónvarpið.Lára bendir á að sjónvarpsþættir séu varðveittir til lengri tíma og hægt að ná í þá á netinu. Barnið þarf að lifa við þessa skrásetningu, segir hún og spyr hver sé réttur stúlkunnar þegar hún kemur til vits og ára. Mér finnst þetta vanhugsað gagnvart barninu.Sýna börnum virðinguÚr þættinum Kóngur um stundIngibjörg segir að börn séu fyrst og fremst á ábyrgð foreldra sinna en lýsir eftir því að að samfélagið sýni ábyrgð og veltir sérstaklega fyrir sér ábyrgð fjölmiðla. Hún telur að fjölmiðlar eigi að hafa stefnu um það hvernig þeir koma fram við börn og hvernig börn eru sýnd í fjölmiðlum. Fjölmiðlar eigi að sýna börnum virðingu.Í þessu tilfelli veltir maður fyrir sér hvað er við hæfi. Hefur þetta þýðingu fyrir umfjöllunina? Er nektin í samhengi við umfjöllunarefnið? Er vanalegt að börn og fullorðnir séu fáklæddir við þær aðstæður sem fjallað er um? Svarið við öllum þessum spurningum er nei, segir hún.Sjónvarpsefni langlíftIngibjörg telur að fjölmiðlamaðurinn hafi átt að velta þessum spurningum fyrir sér áður en ákveðið var að hafa barn nakið. Nekt barnsins sé ákveðið virðingarleysi gagnvart barninu og börnum almennt. Sjónvarpsefnið sé langlíft. Það sé sett á netið og öðlist þar líf sem fjölmiðillinn hafi enga stjórn yfir. Enginn viti hvar efnið endar.Ingibjörg telur að fjölmiðlar eigi að skoða siðareglur sínar út frá hagsmunum barna. Reglur einstakra fjölmiðla og siðareglur Blaðamannafélagsins séu fátæklegar að þessu leytinu til. Þau rök heyrast að það sé tepruskapur að vilja ekki sýna allsnakið barn í sjónvarpi. Ekki megi koma þeirri hugsun inn hjá fólki að nekt sé slæm. Lára telur álitamál hvort gengið hafi verið út fyrir velsæmismörk Íslendinga í þessari mynd.Íslendingar eiga meiri samleið með Norðurlandabúum en Bandaríkjamönnum í þessu efni. Við gerum ekki athugasemd þó að barn hlaupi um nakið í góðu veðri. En hvar eru næstu mörk? Mér finnst eðlilegt að setja þau mörk við að sýna allsnakið barn í sjónvarpi með fjöldadreifingu, segir Lára.
Innlent Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira