Gíslar lausir á Gaza 28. ágúst 2006 07:30 Frelsinu fegnir Anita McNaught, í miðju, eiginkona Fox-myndatökumannsins Olafs Wiig, talar á blaðamannafundi á hóteli í Gaza-borg í gær með eiginmanninn sér á vinstri hönd en hinn gíslinn, Steve Centanni, á þá hægri. MYND/AP Tveir fréttamenn Fox-sjónvarpsstöðvarinnar bandarísku voru í gær látnir lausir úr tveggja vikna gíslingu herskárra Palestínumanna á Gaza-svæðinu. Þeir voru heilir á húfi, en sögðu gíslatökumennina hafa haldið sér kirfilega bundnum með bundið fyrir augun og hótað sér lífláti tækju þeir ekki íslamstrú. Eftir að mennirnir Bandaríkjamaðurinn Steve Centanni og Nýsjálendingurinn Olaf Wiig endurheimtu frelsi sitt hittu þeir Ismail Haniyeh, forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar, og yfirgáfu því næst Gaza-svæðið í flýti. Fyrst mönuðu þeir þó aðra erlenda fréttamenn til að hika ekki við að kynna sér aðstæður hrjáðra Palestínumanna á Gaza-svæðinu. Fréttamaðurinn Centanni, sem er sextugur, og myndatökumaðurinn Wiig, sem er 36 ára, hurfu úr vinnubíl sínum á Gaza-svæðinu þann 14. ágúst. Það var svo ekki fyrr en tíu dögum síðar sem áður óþekktur hópur herskárra Palestínumanna, Helgu heilags-stríðs-sveitirnar, lýsti yfir ábyrgð á mannráninu og sendi frá sér myndband sem sýndi gíslana á lífi. Kröfur hópsins um að allir múslimar sem væru í haldi í bandarískum fangelsum yrðu látnir lausir í skiptum fyrir gíslana vöktu ugg um að erlendir öfgamenn, hugsanlega tengdir al-Kaída-hryðjuverkanetinu, væru farnir að láta til sín taka á Gaza-svæðinu. En talsmenn palestínskra öryggismálayfirvalda sögðu þetta nafn á hópnum hentiheiti sem þekktir róttæklingar úr röðum heimamanna notuðu til að vekja á sér athygli. Allan tímann hafi verið vitað hverjir þeir voru. Talsmennirnir sögðu að haft hefði verið upp á þeim með hjálp þriðju aðila sem ekki komu annars nálægt mannráninu. Þeir sögðu þó ekkert um hvort palestínsk yfirvöld hefðu samið við gíslatökumennina. Á síðustu tveimur árum hafa herskáir Palestínumenn rænt á þriðja tug útlendinga, oftast til að setja fram persónulegar kröfur, en þeim hefur í flestum tilvikum verið sleppt samdægurs og án þess að hár væri skert á höfði þeirra. Allan tímann á meðan Centanni og Wiig voru í haldi héldu palestínskir ráðamenn því statt og stöðugt fram að þeir vissu ekkert um það hverjir gíslatökumennirnir væru. Haniyeh vék sér undan að svara þegar hann var spurður hvort reynt yrði að handtaka þá. Erlent Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira
Tveir fréttamenn Fox-sjónvarpsstöðvarinnar bandarísku voru í gær látnir lausir úr tveggja vikna gíslingu herskárra Palestínumanna á Gaza-svæðinu. Þeir voru heilir á húfi, en sögðu gíslatökumennina hafa haldið sér kirfilega bundnum með bundið fyrir augun og hótað sér lífláti tækju þeir ekki íslamstrú. Eftir að mennirnir Bandaríkjamaðurinn Steve Centanni og Nýsjálendingurinn Olaf Wiig endurheimtu frelsi sitt hittu þeir Ismail Haniyeh, forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar, og yfirgáfu því næst Gaza-svæðið í flýti. Fyrst mönuðu þeir þó aðra erlenda fréttamenn til að hika ekki við að kynna sér aðstæður hrjáðra Palestínumanna á Gaza-svæðinu. Fréttamaðurinn Centanni, sem er sextugur, og myndatökumaðurinn Wiig, sem er 36 ára, hurfu úr vinnubíl sínum á Gaza-svæðinu þann 14. ágúst. Það var svo ekki fyrr en tíu dögum síðar sem áður óþekktur hópur herskárra Palestínumanna, Helgu heilags-stríðs-sveitirnar, lýsti yfir ábyrgð á mannráninu og sendi frá sér myndband sem sýndi gíslana á lífi. Kröfur hópsins um að allir múslimar sem væru í haldi í bandarískum fangelsum yrðu látnir lausir í skiptum fyrir gíslana vöktu ugg um að erlendir öfgamenn, hugsanlega tengdir al-Kaída-hryðjuverkanetinu, væru farnir að láta til sín taka á Gaza-svæðinu. En talsmenn palestínskra öryggismálayfirvalda sögðu þetta nafn á hópnum hentiheiti sem þekktir róttæklingar úr röðum heimamanna notuðu til að vekja á sér athygli. Allan tímann hafi verið vitað hverjir þeir voru. Talsmennirnir sögðu að haft hefði verið upp á þeim með hjálp þriðju aðila sem ekki komu annars nálægt mannráninu. Þeir sögðu þó ekkert um hvort palestínsk yfirvöld hefðu samið við gíslatökumennina. Á síðustu tveimur árum hafa herskáir Palestínumenn rænt á þriðja tug útlendinga, oftast til að setja fram persónulegar kröfur, en þeim hefur í flestum tilvikum verið sleppt samdægurs og án þess að hár væri skert á höfði þeirra. Allan tímann á meðan Centanni og Wiig voru í haldi héldu palestínskir ráðamenn því statt og stöðugt fram að þeir vissu ekkert um það hverjir gíslatökumennirnir væru. Haniyeh vék sér undan að svara þegar hann var spurður hvort reynt yrði að handtaka þá.
Erlent Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira