Nýr formaður breytir engu 27. ágúst 2006 08:45 10,7 prósent segjast myndu kjósa Framsóknarflokkinn, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. sem er nánast sama hlutfall og í síðustu könnun blaðsins í júní þegar fylgi flokksins var 10,6 prósent. Kjör nýrrar stjórnar flokksins virðist því ekki hafa haft áhrif á fylgi flokksins. „Fylgi miðjuflokka, eins og Framsóknarflokksins, er það fólk sem ekki tekur þátt í sveiflum í mánaðarlegum skoðanakönnunum,“ segir Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins. „Ég hef séð svona tölur í þrjátíu til fjörutíu ár og kippi mér ekkert upp við þetta.“ Sjálfstæðisflokkurinn missir aðeins fylgi frá síðustu könnun og segjast nú 39,8 prósent myndu kjósa flokkinn. Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segir að sér lítist ágætlega á þessar niðurstöður. „Flestar kannanir hafa verið að sýna okkur í kringum 40 prósent sem við höldum í þessari könnun.“ Hlutfallslega missir Frjálslyndi flokkurinn mest fylgi, um fjögur prósentustig og mælist fylgið nú 2,1 prósent. Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, segist ekki láta svona könnun á sig fá. „Við komum vel út í síðustu sveitarstjórnarkosningum og lítum bara til kosninga. Spyrjum að leikslokum.“ Vinstri græn mælast nú með 18,8 prósent fylgi sem er fjórum prósentustigum meira en í síðustu könnun blaðsins. „Ef þessar niðurstöður standast þá stefnir í spennandi kosningar enda frekar jafnt hlutfall milli ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins. Samfylking bætir einnig við sig frá síðustu könnun og segjast nú 28,0 prósent myndu kjósa flokkinn. „Fylgi við Samfylkinguna eykst, sem er gott, en við ætlum okkur auðvitað meira. Þetta er auðvitað spurning um að toppa á réttum tíma,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar. Hann segist ánægður með að Samfylkingin og Vinstri græn eru einungis tveimur þingmönnum frá því að fella ríkisstjórnina. „Samfylkingin gengur auðvitað óbundin til kosninga, en það hlýtur að vera hlutverk stjórnarandstöðu hverju sinni að fella ríkisstjórnarflokkana og við sjáum að það er fullkomlega raunhæft að það gerist.“ Innlent Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sjá meira
10,7 prósent segjast myndu kjósa Framsóknarflokkinn, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. sem er nánast sama hlutfall og í síðustu könnun blaðsins í júní þegar fylgi flokksins var 10,6 prósent. Kjör nýrrar stjórnar flokksins virðist því ekki hafa haft áhrif á fylgi flokksins. „Fylgi miðjuflokka, eins og Framsóknarflokksins, er það fólk sem ekki tekur þátt í sveiflum í mánaðarlegum skoðanakönnunum,“ segir Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins. „Ég hef séð svona tölur í þrjátíu til fjörutíu ár og kippi mér ekkert upp við þetta.“ Sjálfstæðisflokkurinn missir aðeins fylgi frá síðustu könnun og segjast nú 39,8 prósent myndu kjósa flokkinn. Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segir að sér lítist ágætlega á þessar niðurstöður. „Flestar kannanir hafa verið að sýna okkur í kringum 40 prósent sem við höldum í þessari könnun.“ Hlutfallslega missir Frjálslyndi flokkurinn mest fylgi, um fjögur prósentustig og mælist fylgið nú 2,1 prósent. Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, segist ekki láta svona könnun á sig fá. „Við komum vel út í síðustu sveitarstjórnarkosningum og lítum bara til kosninga. Spyrjum að leikslokum.“ Vinstri græn mælast nú með 18,8 prósent fylgi sem er fjórum prósentustigum meira en í síðustu könnun blaðsins. „Ef þessar niðurstöður standast þá stefnir í spennandi kosningar enda frekar jafnt hlutfall milli ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins. Samfylking bætir einnig við sig frá síðustu könnun og segjast nú 28,0 prósent myndu kjósa flokkinn. „Fylgi við Samfylkinguna eykst, sem er gott, en við ætlum okkur auðvitað meira. Þetta er auðvitað spurning um að toppa á réttum tíma,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar. Hann segist ánægður með að Samfylkingin og Vinstri græn eru einungis tveimur þingmönnum frá því að fella ríkisstjórnina. „Samfylkingin gengur auðvitað óbundin til kosninga, en það hlýtur að vera hlutverk stjórnarandstöðu hverju sinni að fella ríkisstjórnarflokkana og við sjáum að það er fullkomlega raunhæft að það gerist.“
Innlent Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sjá meira