Heillaður af Íslandi 26. ágúst 2006 09:30 Glatt á hjalla Geir Haarde forsætisráðherra segir Gary Doer, fylkisstjóra Manitoba, einhverja afar skemmtilega sögu á fundi þeirra í ráðherrabústaðnum á Þingvöllum á fimmtudagskvöld MYND/Gunnar vigfússon „Það er ákaflega gaman að eiga í samskiptum við land þar sem er svona mikill uppgangur og hér er uppgangurinn og bjartsýnin svo greinileg að maður sér þau á byggingakrönunum um alla borg,“ sagði Gary Doer, fylkisstjóri Manitobafylkis í Kanada, í samtali við blaðamann Fréttablaðsins í gær. Doer er staddur hér á landi í opinberri heimsókn í annað sinn á ferli sínum sem fylkisstjóri, en hann kom hingað fyrst fyrir fimm árum. Opinberum heimsóknum milli Manitoba og Íslands hefur farið fjölgandi undanfarin ár, enda er þar að finna langstærsta hóp fólks af íslenskum ættum þegar litið er út fyrir Íslandsstrendur. Það er því vel viðeigandi að Doer er hér staddur ásamt félaga sínum Eric Stefanson, fyrrverandi þingmanni í Kanada, en hann er af íslensku bergi brotinn. „Samskipti Manitoba við Ísland eru ákaflega mikilvæg, því svo margir Manitoba-búar geta rakið ættir sínar hingað,“ sagði Doer. „En ég er ekki hér bara til að ræða um fortíðina, heldur einnig um framtíðina.“ Hann vonast til þess að heimsóknin leiði til aukinna viðskipta milli landanna, sem og að Kanadamenn og Íslendingar samnýti enn frekar vísindaþekkingu landanna. Eitt af málunum sem hann er hér staddur til að ræða við Íslendinga um eru strætisvagnar sem ganga fyrir vetni, en líkt og í Reykjavík er verið að prófa slíka strætisvagna í Manitoba. Þegar er mikið samstarf meðþjóðunum og má þar nefna skiptinemaverkefnið Snorra, sem styrkir íslenska og kanadíska námsmenn til náms í hinu landinu. „Þetta verkefni veitir ungu fólki frá báðum löndum frábært tækifæri til að kynnast menningarheimi hinnar þjóðarinnar, tungumáli og lífsháttum,“ sagði Doer. „Og það er vel þess virði að styðja þetta samstarf.“ Doer hitti, auk annarra, forsætisráðherra Íslands, Geir H. Haarde, á fimmtudagskvöld, og bauð hann Geir að sækja Manitoba heim næsta sumar þegar Íslendingadagurinn verður haldinn hátíðlegur með pompi og prakt. Doer vonast til þess að beint flug hefjist innan tíðar milli Íslands og Manitoba, sem myndi að sjálfsögðu auðvelda samskipti millum landanna tveggja. Þetta er mál sem liggur hjarta hans nærri, enda segist Doer vera afar heillaður af Íslandi. „Það hljómar eins og klisja, að segja að Ísland sé ákaflega fallegt land og að dást að því hversu opið og hlýtt fólk Íslendingar eru, en það er samt satt,“ sagði Doer með bros á vör, og bætti svo hlæjandi við, „Þó ekkert íslenskt blóð renni í æðum mínum, kallar Eric mig „eftirhermu-Íslending“.“ Þeir félagar fljúga heim á morgun. Erlent Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Fleiri fréttir Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Sjá meira
„Það er ákaflega gaman að eiga í samskiptum við land þar sem er svona mikill uppgangur og hér er uppgangurinn og bjartsýnin svo greinileg að maður sér þau á byggingakrönunum um alla borg,“ sagði Gary Doer, fylkisstjóri Manitobafylkis í Kanada, í samtali við blaðamann Fréttablaðsins í gær. Doer er staddur hér á landi í opinberri heimsókn í annað sinn á ferli sínum sem fylkisstjóri, en hann kom hingað fyrst fyrir fimm árum. Opinberum heimsóknum milli Manitoba og Íslands hefur farið fjölgandi undanfarin ár, enda er þar að finna langstærsta hóp fólks af íslenskum ættum þegar litið er út fyrir Íslandsstrendur. Það er því vel viðeigandi að Doer er hér staddur ásamt félaga sínum Eric Stefanson, fyrrverandi þingmanni í Kanada, en hann er af íslensku bergi brotinn. „Samskipti Manitoba við Ísland eru ákaflega mikilvæg, því svo margir Manitoba-búar geta rakið ættir sínar hingað,“ sagði Doer. „En ég er ekki hér bara til að ræða um fortíðina, heldur einnig um framtíðina.“ Hann vonast til þess að heimsóknin leiði til aukinna viðskipta milli landanna, sem og að Kanadamenn og Íslendingar samnýti enn frekar vísindaþekkingu landanna. Eitt af málunum sem hann er hér staddur til að ræða við Íslendinga um eru strætisvagnar sem ganga fyrir vetni, en líkt og í Reykjavík er verið að prófa slíka strætisvagna í Manitoba. Þegar er mikið samstarf meðþjóðunum og má þar nefna skiptinemaverkefnið Snorra, sem styrkir íslenska og kanadíska námsmenn til náms í hinu landinu. „Þetta verkefni veitir ungu fólki frá báðum löndum frábært tækifæri til að kynnast menningarheimi hinnar þjóðarinnar, tungumáli og lífsháttum,“ sagði Doer. „Og það er vel þess virði að styðja þetta samstarf.“ Doer hitti, auk annarra, forsætisráðherra Íslands, Geir H. Haarde, á fimmtudagskvöld, og bauð hann Geir að sækja Manitoba heim næsta sumar þegar Íslendingadagurinn verður haldinn hátíðlegur með pompi og prakt. Doer vonast til þess að beint flug hefjist innan tíðar milli Íslands og Manitoba, sem myndi að sjálfsögðu auðvelda samskipti millum landanna tveggja. Þetta er mál sem liggur hjarta hans nærri, enda segist Doer vera afar heillaður af Íslandi. „Það hljómar eins og klisja, að segja að Ísland sé ákaflega fallegt land og að dást að því hversu opið og hlýtt fólk Íslendingar eru, en það er samt satt,“ sagði Doer með bros á vör, og bætti svo hlæjandi við, „Þó ekkert íslenskt blóð renni í æðum mínum, kallar Eric mig „eftirhermu-Íslending“.“ Þeir félagar fljúga heim á morgun.
Erlent Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Fleiri fréttir Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Sjá meira