Eiturefnamóttaka í ljósum logum 26. ágúst 2006 07:00 Því fylgir mikil óvissa að fara inn í eld við þessar aðstæður. Maður veit ekkert hvað er þarna inni. Þarna geta verið allskonar efni og von á sprengingum svo þetta er öðruvísi tilfinning en að fara inn í venjulegt hús. Já, það var mjög óhugnanlegt að fara inn í húsið, sagði Gunnar Rúnar Ólafsson reykkafari, nýkominn út úr eiturefnamóttöku Sorpu í Gufunesi sem varð eldi að bráð í gær. Áður en slökkvilið kom á staðinn varð sprenging í húsinu sem var nægilega kraftmikil til að stór móttökuhurð fór af hjörum og lenti út á vinnusvæðið fyrir framan húsið. Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á sjötta tímanum eftir að sprengingar heyrðust í eiturefnamóttökunni. Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri stjórnaði aðgerðum á staðnum. Eldur eins og þessi setur okkur alltaf í ákveðna viðbragðsstöðu. Við hringdum út stóra úthringingu sem þýðir að við köllum út allan okkar mannskap og einnig þá sem eru á frívakt. Við settum af stað okkar stærsta viðbúnað hér í kvöld. Mikill viðbúnaður var við Efnamóttökuna á meðan á aðgerðum stóð. Fimmtán til tuttugu bílar frá lögreglu og slökkviliði, þar af 5 sjúkrabílar voru til reiðu þar til slökkvistarfi lauk um klukkan hálf átta í gærkvöldi. Jón Viðar segir að tíu reykkafarar hafi verið við störf og sérstakur viðbúnaður hafi verið viðhafður vegna eiturefnanna. Okkar mannskapur er í eiturefnagöllum utanyfir eldgallana því þarna inni eru margskonar eiturefni sem við vitum ekki hver eru þegar við komum á staðinn. Við göngum því til verka viðbúnir því að hvaða efni sem er séu inni í eldinum. Einar B. Gunnlaugsson, verkstjóri Efnamóttökunnar hf., segir eldinn hafa komið upp í rafmagnsbúnaði en ekki í vél sem eymar leysiefni frá bílaiðnaði eins og upphaflega var talið. Innlent Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Því fylgir mikil óvissa að fara inn í eld við þessar aðstæður. Maður veit ekkert hvað er þarna inni. Þarna geta verið allskonar efni og von á sprengingum svo þetta er öðruvísi tilfinning en að fara inn í venjulegt hús. Já, það var mjög óhugnanlegt að fara inn í húsið, sagði Gunnar Rúnar Ólafsson reykkafari, nýkominn út úr eiturefnamóttöku Sorpu í Gufunesi sem varð eldi að bráð í gær. Áður en slökkvilið kom á staðinn varð sprenging í húsinu sem var nægilega kraftmikil til að stór móttökuhurð fór af hjörum og lenti út á vinnusvæðið fyrir framan húsið. Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á sjötta tímanum eftir að sprengingar heyrðust í eiturefnamóttökunni. Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri stjórnaði aðgerðum á staðnum. Eldur eins og þessi setur okkur alltaf í ákveðna viðbragðsstöðu. Við hringdum út stóra úthringingu sem þýðir að við köllum út allan okkar mannskap og einnig þá sem eru á frívakt. Við settum af stað okkar stærsta viðbúnað hér í kvöld. Mikill viðbúnaður var við Efnamóttökuna á meðan á aðgerðum stóð. Fimmtán til tuttugu bílar frá lögreglu og slökkviliði, þar af 5 sjúkrabílar voru til reiðu þar til slökkvistarfi lauk um klukkan hálf átta í gærkvöldi. Jón Viðar segir að tíu reykkafarar hafi verið við störf og sérstakur viðbúnaður hafi verið viðhafður vegna eiturefnanna. Okkar mannskapur er í eiturefnagöllum utanyfir eldgallana því þarna inni eru margskonar eiturefni sem við vitum ekki hver eru þegar við komum á staðinn. Við göngum því til verka viðbúnir því að hvaða efni sem er séu inni í eldinum. Einar B. Gunnlaugsson, verkstjóri Efnamóttökunnar hf., segir eldinn hafa komið upp í rafmagnsbúnaði en ekki í vél sem eymar leysiefni frá bílaiðnaði eins og upphaflega var talið.
Innlent Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira