Skólastofurnar eru opnar og kennslustundir mislangar 24. ágúst 2006 07:45 Í skólanum eru allar skólastofur opnar og kennslustundir mislangar. „Við byrjuðum á heimsóknum til nemenda í fyrra, á fyrsta starfsári skólans, og þær hafa mælst vel fyrir,“ segir Sif Vígþórsdóttir, skólastjóri Norðlingaskóla, um heimsóknir til nemenda í upphafi skólaárs. Sif segir að tveir starfsmenn skólans fari heim til hvers nemanda og að allir starfsmenn skólans séu þátttakendur í þessu verkefni. Í heimsóknunum er farið yfir áherslur vetrarins og spjallað við börnin á léttum nótum og segir Sif þetta mikilvægan lið í að viðhalda góðum samskiptum á milli heimilis og skóla. Norðlingaskóli er fámennasti skólinn í Reykjavík, með rúmlega hundrað nemendur, en búast má við að þeir verði 130 í lok vetrar. Hugmyndina að því að heimsækja nemendur fékk Sif í Hallormsstaðaskóla þar sem hún var skólastjóri en þar hefur þessi háttur verið hafður á í yfir tuttugu ár. Heimsóknir nemenda eru ekki eina nýjungin í skólastarfi Norðlingaskóla en þar eru allar kennslustofur opnar og kennslustundir mislangar en ekki fjörutíu mínútur eins og venjan er. „Hvert barn fer á sínum hraða í gegnum námið og áhersla er lögð á að þau einbeiti sér að því sem þau hafa áhuga á. Þrjá daga yfir veturinn eru svokallaðir foreldraskóladagar en þessa daga setjast foreldar á skólabekk og nemendurnir kenna þeim það sem þeir eru að læra.“ Sif segir mikla áherslu vera lagða á óformleg samskipti í skólastarfinu og foreldrar koma gjarnan að morgni dags í skólann til að spjalla við kennarana. Við skólasetningu Norðlingaskóla í gær sveif andi hins óhefðbundna skólastarfs yfir vötnunum en í tilefni setningarinnar voru grillaðar pylsur við skólann. Júlíus Vífill Ingvarsson, nýr formaður menntaráðs, var viðstaddur setninguna. Ein af þeim nýjungum sem Norðlingaskóli hyggst bjóða upp á er útikennslustofa neðar í hverfinu en mastersnemar í útikennslu munu koma frá Bergen og aðstoða við hönnun á svæðinu. Sif segir að í skólastarfinu sé lögð áhersla á tengsl við náttúruna og að fyrstu tvær vikur skólastarfsins muni fara fram meira og minna undir berum himni. Sif segir allar þessar nýjungar hafa mælst vel fyrir og að nemendur, foreldrar og kennarar séu ánægðir með starfshætti skólans. Innlent Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira
„Við byrjuðum á heimsóknum til nemenda í fyrra, á fyrsta starfsári skólans, og þær hafa mælst vel fyrir,“ segir Sif Vígþórsdóttir, skólastjóri Norðlingaskóla, um heimsóknir til nemenda í upphafi skólaárs. Sif segir að tveir starfsmenn skólans fari heim til hvers nemanda og að allir starfsmenn skólans séu þátttakendur í þessu verkefni. Í heimsóknunum er farið yfir áherslur vetrarins og spjallað við börnin á léttum nótum og segir Sif þetta mikilvægan lið í að viðhalda góðum samskiptum á milli heimilis og skóla. Norðlingaskóli er fámennasti skólinn í Reykjavík, með rúmlega hundrað nemendur, en búast má við að þeir verði 130 í lok vetrar. Hugmyndina að því að heimsækja nemendur fékk Sif í Hallormsstaðaskóla þar sem hún var skólastjóri en þar hefur þessi háttur verið hafður á í yfir tuttugu ár. Heimsóknir nemenda eru ekki eina nýjungin í skólastarfi Norðlingaskóla en þar eru allar kennslustofur opnar og kennslustundir mislangar en ekki fjörutíu mínútur eins og venjan er. „Hvert barn fer á sínum hraða í gegnum námið og áhersla er lögð á að þau einbeiti sér að því sem þau hafa áhuga á. Þrjá daga yfir veturinn eru svokallaðir foreldraskóladagar en þessa daga setjast foreldar á skólabekk og nemendurnir kenna þeim það sem þeir eru að læra.“ Sif segir mikla áherslu vera lagða á óformleg samskipti í skólastarfinu og foreldrar koma gjarnan að morgni dags í skólann til að spjalla við kennarana. Við skólasetningu Norðlingaskóla í gær sveif andi hins óhefðbundna skólastarfs yfir vötnunum en í tilefni setningarinnar voru grillaðar pylsur við skólann. Júlíus Vífill Ingvarsson, nýr formaður menntaráðs, var viðstaddur setninguna. Ein af þeim nýjungum sem Norðlingaskóli hyggst bjóða upp á er útikennslustofa neðar í hverfinu en mastersnemar í útikennslu munu koma frá Bergen og aðstoða við hönnun á svæðinu. Sif segir að í skólastarfinu sé lögð áhersla á tengsl við náttúruna og að fyrstu tvær vikur skólastarfsins muni fara fram meira og minna undir berum himni. Sif segir allar þessar nýjungar hafa mælst vel fyrir og að nemendur, foreldrar og kennarar séu ánægðir með starfshætti skólans.
Innlent Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira