Vísað allslausum úr landi eftir 10 tíma 24. ágúst 2006 08:00 Íslendingur af palestínskum ættum, Abraham Shwaiki, var í haldi lögreglu á flugvellinum í Tel Avív í 10 klukkustundir í gær og var að þeim tíma loknum vísað úr landi. Hann var sakaður um að ferðast á fölsuðu vegabréfi, sem ísraelskir lögreglumenn ógiltu síðan og tóku af honum. Abraham, sem búið hefur á Íslandi frá 1990 og er íslenskur ríkisborgari, lenti í Tel Avív klukkan fjögur í fyrrinótt að íslenskum tíma. Hann ætlaði að heimsækja ættingja sína, meðal annars veikan föður. Við komuna til Tel Avív beið lögregla eftir honum, færði hann til yfirheyrslu og tók af honum farsíma hans. Fyrstu tvær klukkustundirnar fékk hann ekkert að vita hvers vegna hann var í haldi. Þeir gerðu athugasemdir við nafn Abrahams, þar sem skírnarnafn hans er Ibrahim, en honum var gert að taka upp íslenskt nafn þegar hann fékk íslenskt ríkisfang. Þá er fæðingarstaður hans skráður Jerúsalem í vegabréfinu, þar sem hann mátti ekki skrá óviðurkennda ríkið Palestínu sem fæðingarstað sinn, en það taka Ísraelar ekki gilt. Að loknum 10 tímum var Abraham fylgt í flugvél sem flutti hann aftur til London. Þaðan flaug hann til Íslands í gærkvöldi. Díana Allansdóttir, eiginkona hans, segir Abraham ábyggilega ætla að reyna að komast aftur út. Ég held að það sé engin spurning. Hann á föður þarna sem er veikur og hann á níu systkini og það eru allir mjög spenntir að sjá hann og ætluðu að koma að sækja hann upp á flugvöll. Ætlunin var að við færum öll en svo ákváðum við út af ástandinu að hann færi einn, sem betur fer. Díana segir það ólöglegt að ógilda vegabréf, sem eru eign íslenska ríkisins, og taka það af handahafa þess. Hún segir að líklega verði haft samband við ísraelsk yfirvöld vegna málsins. Innlent Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Íslendingur af palestínskum ættum, Abraham Shwaiki, var í haldi lögreglu á flugvellinum í Tel Avív í 10 klukkustundir í gær og var að þeim tíma loknum vísað úr landi. Hann var sakaður um að ferðast á fölsuðu vegabréfi, sem ísraelskir lögreglumenn ógiltu síðan og tóku af honum. Abraham, sem búið hefur á Íslandi frá 1990 og er íslenskur ríkisborgari, lenti í Tel Avív klukkan fjögur í fyrrinótt að íslenskum tíma. Hann ætlaði að heimsækja ættingja sína, meðal annars veikan föður. Við komuna til Tel Avív beið lögregla eftir honum, færði hann til yfirheyrslu og tók af honum farsíma hans. Fyrstu tvær klukkustundirnar fékk hann ekkert að vita hvers vegna hann var í haldi. Þeir gerðu athugasemdir við nafn Abrahams, þar sem skírnarnafn hans er Ibrahim, en honum var gert að taka upp íslenskt nafn þegar hann fékk íslenskt ríkisfang. Þá er fæðingarstaður hans skráður Jerúsalem í vegabréfinu, þar sem hann mátti ekki skrá óviðurkennda ríkið Palestínu sem fæðingarstað sinn, en það taka Ísraelar ekki gilt. Að loknum 10 tímum var Abraham fylgt í flugvél sem flutti hann aftur til London. Þaðan flaug hann til Íslands í gærkvöldi. Díana Allansdóttir, eiginkona hans, segir Abraham ábyggilega ætla að reyna að komast aftur út. Ég held að það sé engin spurning. Hann á föður þarna sem er veikur og hann á níu systkini og það eru allir mjög spenntir að sjá hann og ætluðu að koma að sækja hann upp á flugvöll. Ætlunin var að við færum öll en svo ákváðum við út af ástandinu að hann færi einn, sem betur fer. Díana segir það ólöglegt að ógilda vegabréf, sem eru eign íslenska ríkisins, og taka það af handahafa þess. Hún segir að líklega verði haft samband við ísraelsk yfirvöld vegna málsins.
Innlent Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira