Biðlistar heyra sögunni til hjá Heyrnar- og talmeinastöð Íslands. Um eða yfir tveggja mánaða bið er eftir heyrnartækjum í dag. Guðrún Gísladóttir framkvæmdastjóri segir að biðin í dag sé eðlileg.
Vorið 2003 hafi reglugerð um greiðsluþátttöku ríkisins í heyrnartækjum orðið til þess að þáttur einstaklingsins hafi aukist og losnað um flöskuhálsinn. Fjármagn hafi myndast og hagræðing og endurskipulagning á rekstrinum hafi orðið til þess að saxast hafi á biðlistann.
Biðlistar heyra sögunni til
