Komu í veg fyrir fjöldamorð á flugfarþegum frá London 11. ágúst 2006 07:45 Bresk yfirvöld segjast hafa komið í veg fyrir eitt umfangsmesta hryðjuverk sem reynt hefur verið að fremja í Evrópu á seinni tímum. Til stóð að smygla sprengiefni í vökvaformi um borð í farþegaflugvélar frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Flugvélum frá bandarísku flugfélögunum United, American og Continental átti að granda samtímis, meðan þær væru á flugi. Heathrow-flugvöllur lamaðist um stund eftir að komið var á hámarks öryggisgæslu á vellinum og allsherjarbann á handfarangur var sett á. Fjöldi fólks beið í röðum við innritunarborð og öryggiseftirlit, meðan gæslumenn grandskoðuðu föggur farþega í leit að hvers kyns vökva og raftækjum sem nýta mætti sem einfaldar hvellhettur. Ekkert efni í fljótandi formi var leyft um borð, fyrir utan ungbarnamjólk. Heathrow er einn umferðarþyngsti alþjóðaflugvöllur heims og aðgerðirnar höfðu áhrif á flugsamgöngur um víða veröld. Flestum ferðum til Evrópu var aflýst og British Airways aflýsti einnig innanlandsflugi og öllu flugi til Líbíu, en líbískir leyniþjónustumenn stóðu fyrir Lockerbie-ódæðinu árið 1988, með sprengju í handfarangri. Breska lögreglan handtók í gær 24 menn í Lundúnum og Birmingham. Mennirnir eru taldir heimamenn, en ekki var gefið upp hvort þeir væru allir breskir ríkisborgarar. Haft var eftir lögreglu að samráð hefði verið haft við fulltrúa fólks sem á rætur að rekja til Suður-Asíu. Rannsókn bresku lögreglunnar á hryðjuverkasamsærinu mun hafa staðið yfir svo mánuðum skiptir og hafði í för með sér "svo mikið eftirlit að það er einsdæmi," að sögn yfimanns hryðjuverkalögreglunnar, Peter Clarke. Einnig var haft eftir honum að samsærið hefði teygt anga sína til margra landa. Viðbúnaður bresku leyniþjónustunnar, MI5, vegna hryðjuverkaógnar var í hámarki í gær og John Reid, innanríkisráðherra Bretlands, tjáði fréttamönnum að svo mundi vera um einhvern tíma "til vonar og vara". Ráðherrann bætti við að þrátt fyrir að lögreglan í Bretlandi væri sannfærð um að tekist hefði að koma í veg fyrir ódæðið yrði rannsókn haldið áfram og hún væri afar flókin. Bandarísk yfirvöld óttuðust í gær að hryðjuverkamenn tengdir samsærinu gengju enn lausir og brugðust við með því að auka öryggisgæslu á flugvöllum og banna allan vökva um borð í flugvélum, til að mynda drykkjarföng, hárgel og linsuvökva. Allt fljótandi efni hefur reyndar verið illa séð í bandarískum vélum sem fljúga til Austur-Asíu allt frá árinu 1995, þegar upp komst um áætlun um að nota fljótandi sprengiefni til að tortíma vél yfir Kyrrahafi. Nær öll raftæki eru nú bönnuð um borð, því þau væri hægt að nota sem hvellhettur. Þeirra á meðal eru ferðatölvur, farsímar, iPod-tæki, fjarstýringar og allir fjarstýrðir hlutir, sem og allt sem knúið er af rafhlöðu. Erlent Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Bresk yfirvöld segjast hafa komið í veg fyrir eitt umfangsmesta hryðjuverk sem reynt hefur verið að fremja í Evrópu á seinni tímum. Til stóð að smygla sprengiefni í vökvaformi um borð í farþegaflugvélar frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Flugvélum frá bandarísku flugfélögunum United, American og Continental átti að granda samtímis, meðan þær væru á flugi. Heathrow-flugvöllur lamaðist um stund eftir að komið var á hámarks öryggisgæslu á vellinum og allsherjarbann á handfarangur var sett á. Fjöldi fólks beið í röðum við innritunarborð og öryggiseftirlit, meðan gæslumenn grandskoðuðu föggur farþega í leit að hvers kyns vökva og raftækjum sem nýta mætti sem einfaldar hvellhettur. Ekkert efni í fljótandi formi var leyft um borð, fyrir utan ungbarnamjólk. Heathrow er einn umferðarþyngsti alþjóðaflugvöllur heims og aðgerðirnar höfðu áhrif á flugsamgöngur um víða veröld. Flestum ferðum til Evrópu var aflýst og British Airways aflýsti einnig innanlandsflugi og öllu flugi til Líbíu, en líbískir leyniþjónustumenn stóðu fyrir Lockerbie-ódæðinu árið 1988, með sprengju í handfarangri. Breska lögreglan handtók í gær 24 menn í Lundúnum og Birmingham. Mennirnir eru taldir heimamenn, en ekki var gefið upp hvort þeir væru allir breskir ríkisborgarar. Haft var eftir lögreglu að samráð hefði verið haft við fulltrúa fólks sem á rætur að rekja til Suður-Asíu. Rannsókn bresku lögreglunnar á hryðjuverkasamsærinu mun hafa staðið yfir svo mánuðum skiptir og hafði í för með sér "svo mikið eftirlit að það er einsdæmi," að sögn yfimanns hryðjuverkalögreglunnar, Peter Clarke. Einnig var haft eftir honum að samsærið hefði teygt anga sína til margra landa. Viðbúnaður bresku leyniþjónustunnar, MI5, vegna hryðjuverkaógnar var í hámarki í gær og John Reid, innanríkisráðherra Bretlands, tjáði fréttamönnum að svo mundi vera um einhvern tíma "til vonar og vara". Ráðherrann bætti við að þrátt fyrir að lögreglan í Bretlandi væri sannfærð um að tekist hefði að koma í veg fyrir ódæðið yrði rannsókn haldið áfram og hún væri afar flókin. Bandarísk yfirvöld óttuðust í gær að hryðjuverkamenn tengdir samsærinu gengju enn lausir og brugðust við með því að auka öryggisgæslu á flugvöllum og banna allan vökva um borð í flugvélum, til að mynda drykkjarföng, hárgel og linsuvökva. Allt fljótandi efni hefur reyndar verið illa séð í bandarískum vélum sem fljúga til Austur-Asíu allt frá árinu 1995, þegar upp komst um áætlun um að nota fljótandi sprengiefni til að tortíma vél yfir Kyrrahafi. Nær öll raftæki eru nú bönnuð um borð, því þau væri hægt að nota sem hvellhettur. Þeirra á meðal eru ferðatölvur, farsímar, iPod-tæki, fjarstýringar og allir fjarstýrðir hlutir, sem og allt sem knúið er af rafhlöðu.
Erlent Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira