Pólverjar leita að betra lífi í Vestur-Evrópu 20. september 2006 21:18 Mörg hundruð þúsund Pólverjar hafa yfirgefið landið undanfarin misseri í leit að betra lífi í Vestur-Evrópu, meðal annars hérlendis. Brottflutningurinn hefur slegið á atvinnuleysi en einnig raskað samfélagsgerðinni í landinu. Dæmi eru um að mæður hafi skilið börn sín eftir á munaðarleysingjahælum og haldið svo á brott. Rúm tvö ár eru liðin frá því að Pólland, ásamt níu öðrum ríkjum Austur- og Suður-Evrópu, gekk inn í Evrópusambandið og er óhætt að segja að því hafi fylgt stórfelldar breytingar. Talið er að í það minnsta 600.000 Pólverjar hafi ákveðið að freista gæfunnar í gömlu Evrópu á síðustu tveimur árum þar sem laun eru mun hærri en í heimalandinu, sumir telja raunar að sá fjöldi geti numið allt að tveimur milljónum. Hlutfallslega mun Pólverjum hvergi hafa fjölgað jafn ört og mikið í Vestur-Evrópu og hér á landi. Árið 2004 rann 31% allra útgefinna atvinnuleyfa hérlendis til Pólverja og á síðasta ári var þetta hlutfall komið upp í 44%. Þrátt fyrir mikinn hagvöxt er atvinnuleysi um 15% í Póllandi og í því ljósi er brottflutningur fólks þaðan afar skiljanlegur. Þessi þróun hefur hins vegar neikvæðar hliðar líka. Þannig er allstór hluti brottfluttra vel menntað ungt fólk sem innan fárra ára hefði getað staðið fyrir mestu verðmætasköpuninni í landinu. Þá hefur hjónaskilnuðum í þessu kaþólska landi fjölgað stórlega síðan landið gekk inn í ESB og einstæðum fátækum mæðrum um leið. Að sögn Reuters-fréttastofunnar eru jafnvel dæmi um að foreldrar reyni að koma börnum sínum fyrir á munaðarleysingjahælum og haldi þangað sem grasið er grænna. Erlent Fréttir Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Sjá meira
Mörg hundruð þúsund Pólverjar hafa yfirgefið landið undanfarin misseri í leit að betra lífi í Vestur-Evrópu, meðal annars hérlendis. Brottflutningurinn hefur slegið á atvinnuleysi en einnig raskað samfélagsgerðinni í landinu. Dæmi eru um að mæður hafi skilið börn sín eftir á munaðarleysingjahælum og haldið svo á brott. Rúm tvö ár eru liðin frá því að Pólland, ásamt níu öðrum ríkjum Austur- og Suður-Evrópu, gekk inn í Evrópusambandið og er óhætt að segja að því hafi fylgt stórfelldar breytingar. Talið er að í það minnsta 600.000 Pólverjar hafi ákveðið að freista gæfunnar í gömlu Evrópu á síðustu tveimur árum þar sem laun eru mun hærri en í heimalandinu, sumir telja raunar að sá fjöldi geti numið allt að tveimur milljónum. Hlutfallslega mun Pólverjum hvergi hafa fjölgað jafn ört og mikið í Vestur-Evrópu og hér á landi. Árið 2004 rann 31% allra útgefinna atvinnuleyfa hérlendis til Pólverja og á síðasta ári var þetta hlutfall komið upp í 44%. Þrátt fyrir mikinn hagvöxt er atvinnuleysi um 15% í Póllandi og í því ljósi er brottflutningur fólks þaðan afar skiljanlegur. Þessi þróun hefur hins vegar neikvæðar hliðar líka. Þannig er allstór hluti brottfluttra vel menntað ungt fólk sem innan fárra ára hefði getað staðið fyrir mestu verðmætasköpuninni í landinu. Þá hefur hjónaskilnuðum í þessu kaþólska landi fjölgað stórlega síðan landið gekk inn í ESB og einstæðum fátækum mæðrum um leið. Að sögn Reuters-fréttastofunnar eru jafnvel dæmi um að foreldrar reyni að koma börnum sínum fyrir á munaðarleysingjahælum og haldi þangað sem grasið er grænna.
Erlent Fréttir Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Sjá meira