Árásir Ísraela fordæmdar 24. júlí 2006 07:45 jan egeland Aðgerðir Ísraelsmanna eru ekki í samræmi við þann skaða sem þeir hafa orðið fyrir og skemmdir á mannvirkjum í Beirút eru hryllilegar, er haft eftir Jan Egeland, yfirmanni neyðarhjálpar Sameinuðu þjóðanna, en hann telur að um mannréttindabrot sé að ræða. Egeland kom til Beirút í gær skömmu eftir eina loftárás Ísraelsmanna og hafði orð á því að eyðilegging borgarinnar væri mun víðtækari en hann hefði grunað. "Þetta er hryllilegt," sagði Egeland. "Hér sé ég fjölda heimilislausra barna sem þjást. Í þessu stríði greiða almennir borgarar óhóflegt gjald. Ég hefði ekki trúað því að húsaröð á húsaröð ofan hefði verið jöfnuð við jörðu." Hann bætti við að "óhófleg viðbrögð Ísraelsmanna" væru brot á alþjóðlegum mannréttindasáttmálum. Í Líbanon hafa nú um 600.000 almennir borgarar flúið heimili sín, samkvæmt tölum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Um 380 hafa látið lífið í stófelldri tólf daga langri sprengjuárás Ísraelshers, þar af ellefu skæruliðar Hizbollah. Til samanburðar má nefna að alls hafa 36 ísraelskir borgarar látist og voru sautján þeirra hermenn. Ísraelskar herþotur drápu þrjá flóttamenn þegar þær sprengdu sendiferðabíl í loft upp í gær. Þrettán aðrir farþegar særðust en komust lífs af. Sendiferðabíllinn var aftastur í langri bílalest flóttamanna sem var á leið gegnum fjalllendi til Tyreborgar. Ísraelsher hafði skipað þeim og íbúum tólf annarra þorpa að flýja heimili sín daginn áður. Ísraelski herinn ætlar að leyfa skipum með neyðarvistir að koma að landi í Beirút og hefur heitið því að gera ekki árásir á veg milli Beirút og Trípólí og auðvelda þannig för flóttamanna norður á bóginn. Herinn hefur ekki skilgreint samsvarandi örugga flóttaleið í Suður-Líbanon, þar sem neyðin er mest og vegirnir háskalegastir. Erlent Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Aðgerðir Ísraelsmanna eru ekki í samræmi við þann skaða sem þeir hafa orðið fyrir og skemmdir á mannvirkjum í Beirút eru hryllilegar, er haft eftir Jan Egeland, yfirmanni neyðarhjálpar Sameinuðu þjóðanna, en hann telur að um mannréttindabrot sé að ræða. Egeland kom til Beirút í gær skömmu eftir eina loftárás Ísraelsmanna og hafði orð á því að eyðilegging borgarinnar væri mun víðtækari en hann hefði grunað. "Þetta er hryllilegt," sagði Egeland. "Hér sé ég fjölda heimilislausra barna sem þjást. Í þessu stríði greiða almennir borgarar óhóflegt gjald. Ég hefði ekki trúað því að húsaröð á húsaröð ofan hefði verið jöfnuð við jörðu." Hann bætti við að "óhófleg viðbrögð Ísraelsmanna" væru brot á alþjóðlegum mannréttindasáttmálum. Í Líbanon hafa nú um 600.000 almennir borgarar flúið heimili sín, samkvæmt tölum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Um 380 hafa látið lífið í stófelldri tólf daga langri sprengjuárás Ísraelshers, þar af ellefu skæruliðar Hizbollah. Til samanburðar má nefna að alls hafa 36 ísraelskir borgarar látist og voru sautján þeirra hermenn. Ísraelskar herþotur drápu þrjá flóttamenn þegar þær sprengdu sendiferðabíl í loft upp í gær. Þrettán aðrir farþegar særðust en komust lífs af. Sendiferðabíllinn var aftastur í langri bílalest flóttamanna sem var á leið gegnum fjalllendi til Tyreborgar. Ísraelsher hafði skipað þeim og íbúum tólf annarra þorpa að flýja heimili sín daginn áður. Ísraelski herinn ætlar að leyfa skipum með neyðarvistir að koma að landi í Beirút og hefur heitið því að gera ekki árásir á veg milli Beirút og Trípólí og auðvelda þannig för flóttamanna norður á bóginn. Herinn hefur ekki skilgreint samsvarandi örugga flóttaleið í Suður-Líbanon, þar sem neyðin er mest og vegirnir háskalegastir.
Erlent Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira