Neyðarástand í Líbanon 22. júlí 2006 09:00 Sjúkraliði kemur barni undan Móðir þessa barns særðist í sprengjuárás í þorpinu Jwaia í Líbanon. MYND/Nordicphotos/afp Ísraelar setja nú aukinn kraft í árásir sínar í Líbanon. Ísraelski herinn hefur kallað út varalið og ráðlagt íbúum Suður-Líbanons að hafa sig á brott. Talið er að herinn undirbúi nú innrás landgönguliða sem fjölmenntu við landamærin í gær. Rauði krossinn lýsti yfir neyðarástandi í Líbanon í gær og Sameinuðu þjóðirnar segja aðstæður í landinu fara snarversnandi og neyð almennra borgara aukast frá degi til dags. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna harmaði að vegna eyðileggingar vega og brúa einangraðist Líbanon óðum frá umheiminum og æ erfiðara yrði að sinna nauðsynlegu hjálparstarfi. Hann sagði að ýmsar lífsnauðsynjar, eins og til dæmis hreint vatn, væru nú af skornum skammti. Talsmaður skrifstofu mannúðarmála hjá SÞ segir að erfitt sé að meta þörfina fyrir aðstoð, en telur að allt að hálf milljón manna hafi þurft að yfirgefa heimili sín eða orðið fyrir stórfelldum óþægindum á síðustu dögum. Birgðir neyðarvista fyrir fjögur þúsund manns eru til reiðu en dreifing þeirra hefur tafist vegna ástands vega. Rauði krossinn segir hættulegt fyrir sjúkrabíla að keyra um vegna sprengjuárásanna og óttast er að smitsjúkdómar eins og mislingar og ýmsar öndunarsýkingar breiðist út í þéttskipuðum neyðarskýlum. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur einnig fjallað um ástandið í Líbanon og starfsmenn hennar segjast hafa miklar áhyggjur af mögulegu rafmagnsleysi á sjúkrahúsum. Sprengikúla lenti á eftirlitsturni Sameinuðu þjóðanna í gær, en SÞ hefur fylgst með landamærunum síðan Ísraelar drógu lið sitt út úr Líbanon árið 2000. Ísraelski herinn sagði Hizbollah hafa skotið á turninn en ónafngreindur liðsforingi SÞ sagði að sprengikúlan hefði komið úr skriðdreka Ísraela. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, greinir frá því á heimasíðu sinni að líklegt sé að þriðjungur særðra og látinna sé börn og ungmenni. UNICEF starfar ásamt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni og heilbrigðisráðuneyti Líbanons að sérstakri neyðaraðstoð fyrir börnin í landinu, svo sem vegna langvinnra veikinda og bráðatilfella. Í sameiginlegri yfirlýsingu UNICEF og AHS segir að átökin í landinu hafi hrikaleg áhrif á andlega heilsu barnanna. Líbanski herinn hefur haldið að sér höndum hingað til en forseti Líbanons segir að það breytist um leið og Ísraelsmenn sendi landgönguliðana yfir landamærin. Erlent Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðsprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Sjá meira
Ísraelar setja nú aukinn kraft í árásir sínar í Líbanon. Ísraelski herinn hefur kallað út varalið og ráðlagt íbúum Suður-Líbanons að hafa sig á brott. Talið er að herinn undirbúi nú innrás landgönguliða sem fjölmenntu við landamærin í gær. Rauði krossinn lýsti yfir neyðarástandi í Líbanon í gær og Sameinuðu þjóðirnar segja aðstæður í landinu fara snarversnandi og neyð almennra borgara aukast frá degi til dags. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna harmaði að vegna eyðileggingar vega og brúa einangraðist Líbanon óðum frá umheiminum og æ erfiðara yrði að sinna nauðsynlegu hjálparstarfi. Hann sagði að ýmsar lífsnauðsynjar, eins og til dæmis hreint vatn, væru nú af skornum skammti. Talsmaður skrifstofu mannúðarmála hjá SÞ segir að erfitt sé að meta þörfina fyrir aðstoð, en telur að allt að hálf milljón manna hafi þurft að yfirgefa heimili sín eða orðið fyrir stórfelldum óþægindum á síðustu dögum. Birgðir neyðarvista fyrir fjögur þúsund manns eru til reiðu en dreifing þeirra hefur tafist vegna ástands vega. Rauði krossinn segir hættulegt fyrir sjúkrabíla að keyra um vegna sprengjuárásanna og óttast er að smitsjúkdómar eins og mislingar og ýmsar öndunarsýkingar breiðist út í þéttskipuðum neyðarskýlum. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur einnig fjallað um ástandið í Líbanon og starfsmenn hennar segjast hafa miklar áhyggjur af mögulegu rafmagnsleysi á sjúkrahúsum. Sprengikúla lenti á eftirlitsturni Sameinuðu þjóðanna í gær, en SÞ hefur fylgst með landamærunum síðan Ísraelar drógu lið sitt út úr Líbanon árið 2000. Ísraelski herinn sagði Hizbollah hafa skotið á turninn en ónafngreindur liðsforingi SÞ sagði að sprengikúlan hefði komið úr skriðdreka Ísraela. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, greinir frá því á heimasíðu sinni að líklegt sé að þriðjungur særðra og látinna sé börn og ungmenni. UNICEF starfar ásamt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni og heilbrigðisráðuneyti Líbanons að sérstakri neyðaraðstoð fyrir börnin í landinu, svo sem vegna langvinnra veikinda og bráðatilfella. Í sameiginlegri yfirlýsingu UNICEF og AHS segir að átökin í landinu hafi hrikaleg áhrif á andlega heilsu barnanna. Líbanski herinn hefur haldið að sér höndum hingað til en forseti Líbanons segir að það breytist um leið og Ísraelsmenn sendi landgönguliðana yfir landamærin.
Erlent Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðsprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Sjá meira