Ísraelar hafa viku til að gera árásir 20. júlí 2006 07:00 Á leið yfir landamærin Ísraelskir hermenn héldu yfir landamærin til Líbanons í gær og lentu þar í hörðum átökum við liðsmenn Hizbollah, sem kostuðu tvo ísraelska hermenn og einn Hizbollah-mann lífið. MYND/AP Bandarísk og ísraelsk stjórnvöld hafa komið sér saman um að ísraelski herinn geti haldið áfram árásum sínum á Líbanon, athugasemdalaust af hálfu Bandaríkjanna, í um það bil eina viku í viðbót með það markmið að valda sem mestu tjóni á vígbúnaði Hizbollah-samtakanna, að því er bæði bandaríska dagblaðið New York Times og breska dagblaðið Guardian héldu fram í gær. Að því búnu muni Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, halda af stað til Ísraels og Líbanons til þess að þrýsta á um vopnahlé. Tony Snow, talsmaður Hvíta hússins í Washington, staðfesti það á blaðamannafundi í gær að bandarísk stjórnvöld teldu rétt að Ísrael héldi árásunum áfram þangað til Hizbollah-samtökin yrðu orðin óvíg. „Vopnahlé sem myndi skilja vígbúnað hryðjuverkamanna eftir óskemmdan er óviðunandi,“ sagði hann. Ísraelar héldu því fram í gær að með loftárásunum hefði þeim tekist að eyðileggja um það bil helminginn af vígbúnaði Hizbollah-samtakanna, að því er fram kemur í fréttaskeyti frá AP-fréttastofunni. „Það tekur okkur einhvern tíma að eyðileggja það sem eftir er,“ sagði Alon Friedman, herforingi í ísraelska landhernum, í viðtali við útvarpsstöð Ísraelshers í gær. Evrópusambandið er ósammála þessu. Javier Solana, utanríkismálafulltrúi Evrópusambandsins, sagði í gær nauðsynlegt að vopnahlé kæmist á sem fyrst. Áður hafði Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, gert kröfu um að samið yrði um vopnahlé sem allra fyrst. Ísraelsk stjórnvöld höfðu á þriðjudaginn sagst undir það búin að átökin stæðu vikum saman. Átökin, sem nú þegar hafa staðið í rúma viku, hafa orðið um þrjú hundruð manns að bana og um það bil hálf milljón manna hefur hrakist að heiman vegna þeirra. uad Saniora, forsætisráðherra Líbanons, sagðist í gær ætla að krefja Ísrael um skaðabætur vegna þess tjóns sem árásirnar hafa valdið. „Er þetta það sem alþjóðasamfélagið kallar rétt til sjálfsvarnar?“ spurði hann á fundi með erlendum sendiherrum í Líbanon. Meðal þeirra sem hlýddu á mál hans var sendiherra Bandaríkjanna. Erlent Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Sjá meira
Bandarísk og ísraelsk stjórnvöld hafa komið sér saman um að ísraelski herinn geti haldið áfram árásum sínum á Líbanon, athugasemdalaust af hálfu Bandaríkjanna, í um það bil eina viku í viðbót með það markmið að valda sem mestu tjóni á vígbúnaði Hizbollah-samtakanna, að því er bæði bandaríska dagblaðið New York Times og breska dagblaðið Guardian héldu fram í gær. Að því búnu muni Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, halda af stað til Ísraels og Líbanons til þess að þrýsta á um vopnahlé. Tony Snow, talsmaður Hvíta hússins í Washington, staðfesti það á blaðamannafundi í gær að bandarísk stjórnvöld teldu rétt að Ísrael héldi árásunum áfram þangað til Hizbollah-samtökin yrðu orðin óvíg. „Vopnahlé sem myndi skilja vígbúnað hryðjuverkamanna eftir óskemmdan er óviðunandi,“ sagði hann. Ísraelar héldu því fram í gær að með loftárásunum hefði þeim tekist að eyðileggja um það bil helminginn af vígbúnaði Hizbollah-samtakanna, að því er fram kemur í fréttaskeyti frá AP-fréttastofunni. „Það tekur okkur einhvern tíma að eyðileggja það sem eftir er,“ sagði Alon Friedman, herforingi í ísraelska landhernum, í viðtali við útvarpsstöð Ísraelshers í gær. Evrópusambandið er ósammála þessu. Javier Solana, utanríkismálafulltrúi Evrópusambandsins, sagði í gær nauðsynlegt að vopnahlé kæmist á sem fyrst. Áður hafði Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, gert kröfu um að samið yrði um vopnahlé sem allra fyrst. Ísraelsk stjórnvöld höfðu á þriðjudaginn sagst undir það búin að átökin stæðu vikum saman. Átökin, sem nú þegar hafa staðið í rúma viku, hafa orðið um þrjú hundruð manns að bana og um það bil hálf milljón manna hefur hrakist að heiman vegna þeirra. uad Saniora, forsætisráðherra Líbanons, sagðist í gær ætla að krefja Ísrael um skaðabætur vegna þess tjóns sem árásirnar hafa valdið. „Er þetta það sem alþjóðasamfélagið kallar rétt til sjálfsvarnar?“ spurði hann á fundi með erlendum sendiherrum í Líbanon. Meðal þeirra sem hlýddu á mál hans var sendiherra Bandaríkjanna.
Erlent Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Sjá meira