Frumvarp um skerðingu eftirlauna æðstu manna 21. október 2006 08:30 Margrét frímannsdóttir Segist hafa beðið nógu lengi eftir þverpólitísku samkomulagi. Það ætti ekki að vefjast fyrir fólki að lagfæra svona augljósa galla, segir Margrét Frímannsdóttir, alþingismaður Samfylkingarinnar, sem ásamt samflokkskonu sinni, Jóhönnu Sigurðardóttur, leggur í lok mánaðarins fram frumvarp um breytingar á lögum um eftirlaun opinberra starfsmanna. Ætlunin er að koma í veg fyrir að fyrrverandi þingmenn og ráðherrar á aldrinum 55 til 65 ára geti þegið full eftirlaun samtímis því að vera í launuðu starfi. Umdeild eftirlaunalög voru samþykkt í desember 2003. Meðal annars voru aldursmörk færð niður þannig að þingmenn og ráðherrar gátu í vissum tilfellum hafið töku eftirlauna 55 ára gamlir. Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, reyndi í fyrravetur að ná þverpólitískri samstöðu um breytingar á þessu ákvæði þannig að eftirlaun þeirra sem væru innan við 65 ára myndu skerðast hefðu þeir launatekjur annars staðar frá. Ekki tókst að ljúka því máli. Ég er búin að bíða býsna lengi eftir þessari þverpóltísku samstöðu. Okkar mál var komið langt í vinnslu í fyrravetur en ég treysti því þegar fyrrverandi forsætisráðherra lýsti því yfir að það yrðu gerðar á þessu breytingar og lét okkar mál bíða. Það gerðist ekkert og er ekki boðað af hálfu ríkisstjórnarinnar að hún ætli að gera nokkuð í málinu núna. Þess vegna leggum við fram okkar mál til að sýna að minnsta kosti okkar vilja, segir Margrét Frímannsdóttir. Eitt helsta álitaefnið varðandi breytingar á eftirlaunalögunum snertir þá einstaklinga sem byrjaðir eru að þiggja eftirlaun samkvæmt lögunum frá 2003. Talið er að þeim kunni að hafa skapast eignarréttur og að ríkið yrði skaðabótaskylt yrði rétturinn skertur. Við viljum láta á þetta reyna og erum þess vegna með ákvæði um að reglurnar gildi um þá sem hafa þegar hafið töku lífeyris en að þeir fái aðlögðunartíma til 1. júní á næsta ári. Þá skerðist þeir til jafns við aðra opinbera starfsmenn fram að 65 ára aldri, segir Margrét. Ekki fengust svör frá Geir Haarde forsætisráðherra um stöðu þessa máls en Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðismanna, segir að sér vitanlega hafi ekki gerst neitt meira frá því Halldór Ásgrímsson fór með málið. Við höfum að minnsta kosti ekki verið að ræða þetta neitt núna, segir hún. Hjálmar Árnason, formaður þingflokks framsóknarmanna, segir fulla samstöðu í þeirra röðum að gera breytingar á þessu tiltekna ákvæði. Það er svo galið að hafa inni þetta ákvæði um að menn geti notið eftirlauna ráðherra þótt þeir séu í öðru launuðu starfi að mönnum bara yfirsást það, segir Hjálmar. En málið er í höndum forsætisráðuneytisins og ég býst ekki við að mikið gerist á þeim vettvangi fyrr en það næst þverpólitísk samstaða. Guðjón A. Kristinsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir að þegar málið hafi verið í höndum Halldórs Ásgrímssonar hafi það strandað á því að stjórnarliðar hafi viljað hespa það af fyrir þinglok. Síðan hafi ekkert heyrst um málið. Afstaða okkar er óbreytt: Málið má koma inn í þing en við tökum ekki þátt í neinni fljótaskrift heldur viljum opna umræðu eins og með önnur þingmál, segir Guðjón. Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstr grænna, segir ekki hafa staðið á sínum flokki að koma fram breytingum á eftirlaunalögunum. Samstaða hafi einfaldlega ekki náðst. Við höfum í sjálfu sér ekkert hreyft þetta mál frekar en aðrir. Það má segja að það hafi verið í biðstöðu, segir hann. Innlent Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Það ætti ekki að vefjast fyrir fólki að lagfæra svona augljósa galla, segir Margrét Frímannsdóttir, alþingismaður Samfylkingarinnar, sem ásamt samflokkskonu sinni, Jóhönnu Sigurðardóttur, leggur í lok mánaðarins fram frumvarp um breytingar á lögum um eftirlaun opinberra starfsmanna. Ætlunin er að koma í veg fyrir að fyrrverandi þingmenn og ráðherrar á aldrinum 55 til 65 ára geti þegið full eftirlaun samtímis því að vera í launuðu starfi. Umdeild eftirlaunalög voru samþykkt í desember 2003. Meðal annars voru aldursmörk færð niður þannig að þingmenn og ráðherrar gátu í vissum tilfellum hafið töku eftirlauna 55 ára gamlir. Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, reyndi í fyrravetur að ná þverpólitískri samstöðu um breytingar á þessu ákvæði þannig að eftirlaun þeirra sem væru innan við 65 ára myndu skerðast hefðu þeir launatekjur annars staðar frá. Ekki tókst að ljúka því máli. Ég er búin að bíða býsna lengi eftir þessari þverpóltísku samstöðu. Okkar mál var komið langt í vinnslu í fyrravetur en ég treysti því þegar fyrrverandi forsætisráðherra lýsti því yfir að það yrðu gerðar á þessu breytingar og lét okkar mál bíða. Það gerðist ekkert og er ekki boðað af hálfu ríkisstjórnarinnar að hún ætli að gera nokkuð í málinu núna. Þess vegna leggum við fram okkar mál til að sýna að minnsta kosti okkar vilja, segir Margrét Frímannsdóttir. Eitt helsta álitaefnið varðandi breytingar á eftirlaunalögunum snertir þá einstaklinga sem byrjaðir eru að þiggja eftirlaun samkvæmt lögunum frá 2003. Talið er að þeim kunni að hafa skapast eignarréttur og að ríkið yrði skaðabótaskylt yrði rétturinn skertur. Við viljum láta á þetta reyna og erum þess vegna með ákvæði um að reglurnar gildi um þá sem hafa þegar hafið töku lífeyris en að þeir fái aðlögðunartíma til 1. júní á næsta ári. Þá skerðist þeir til jafns við aðra opinbera starfsmenn fram að 65 ára aldri, segir Margrét. Ekki fengust svör frá Geir Haarde forsætisráðherra um stöðu þessa máls en Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðismanna, segir að sér vitanlega hafi ekki gerst neitt meira frá því Halldór Ásgrímsson fór með málið. Við höfum að minnsta kosti ekki verið að ræða þetta neitt núna, segir hún. Hjálmar Árnason, formaður þingflokks framsóknarmanna, segir fulla samstöðu í þeirra röðum að gera breytingar á þessu tiltekna ákvæði. Það er svo galið að hafa inni þetta ákvæði um að menn geti notið eftirlauna ráðherra þótt þeir séu í öðru launuðu starfi að mönnum bara yfirsást það, segir Hjálmar. En málið er í höndum forsætisráðuneytisins og ég býst ekki við að mikið gerist á þeim vettvangi fyrr en það næst þverpólitísk samstaða. Guðjón A. Kristinsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir að þegar málið hafi verið í höndum Halldórs Ásgrímssonar hafi það strandað á því að stjórnarliðar hafi viljað hespa það af fyrir þinglok. Síðan hafi ekkert heyrst um málið. Afstaða okkar er óbreytt: Málið má koma inn í þing en við tökum ekki þátt í neinni fljótaskrift heldur viljum opna umræðu eins og með önnur þingmál, segir Guðjón. Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstr grænna, segir ekki hafa staðið á sínum flokki að koma fram breytingum á eftirlaunalögunum. Samstaða hafi einfaldlega ekki náðst. Við höfum í sjálfu sér ekkert hreyft þetta mál frekar en aðrir. Það má segja að það hafi verið í biðstöðu, segir hann.
Innlent Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira