Jarðskálfti sem mældist 7,2 á Richter skalanum varð rétt í þessu fyrir utan suðurströnd Taívan en ekki er ljóst á þessari stundu hvort að einhverjar skemmdir hafi orðið. Japanska jarðmælingastofnunin sagði að flóðbylgja hefði myndast og hún stefndi á Filippseyjar.
Kyrrahafsflóðbylgjustofnunin sagði að ekki væri búist við flóðbylgju um allt Kyrrahafið en einhverjar líkur væru á staðbundinni flóðbylgju.