Innlent

Fjármálaeftirlitið blekkt

"Það var verið að blekkja Fjármálaeftirlitið og þá aðila sem áttu bankann með Eglu," segir Vilhjálmur Bjarnason, aðjúnkt við Háskóla Íslands, um kaup þýska bankans Hauck og Aufhäuser á hlut í Búnaðarbankanum en þýski bankinn var hluti af S-hópnum svokallaða í gegnum fyrirtækið Eglu hf. Vilhjálmur segir að þegar bankinn hafi verið seldur til S-hópsins hafi verið ljóst að þýski bankinn fór með virkan eignarhlut og ef aðrir hefðu átt þann hlut, hefði átt að greina frá því. "Ef virkur eignarhlutur er stærri en gefið er upp, er hluthafaskráin röng," segir Vilhjálmur. Umræddar upplýsingar komu fram í skýrslu ríkisendurskoðunar vegna sölu á bönkunum. Hvergi væri minnst á kaupin á hlut í Búnaðarbankanum í ársreikningi þýska bankans sem þykja enn frekari vísbending um að bankinn hafi ekki verið raunverulegur eigandi bréfanna. Ekki náðist í Pál Gunnar Pálsson, forstjóra Fjármálaeftirlitisins, í gær.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×