Hreinn vísar ummælum Styrmis á bug 28. september 2005 00:01 Baugur ætlar að kanna hvort efni sé til opinberrar rannsóknar á gjörðum Styrmis Gunnarssonar, Jónínu Benediktsdóttur, Jóns Geralds Sullenbergers, Jóns Steinars Gunnlaugssonar og Kjartans Gunnarssonar. Þá er félagið að meta réttarstöðu sína hvað varðar meiðyrði í þess garð. Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem segir að Morgunblaðið hafi verið notað til að dreifa athygli manna frá aðalatriðum málsins, meðal annars með fréttaflutningi af gömlum málaferlum sem hafi verið samið um fyrir tveimur árum. Ekki náðist í Hrein í dag, en hann er staddur í London. Hann ræddi hins vegar við Ingu Lind Karlsdóttur og Heimi Karlsson í Íslandi í bítið í morgun og var ómyrkur í máli, talaði um leynifundi og samsæri. En er ekki kæran í málinu aðalatriðið, en tildrög hennar aukaatriði? Hreinn segir kæruna auðvitað vera aðalatriði en hinsvegar hafi komið í ljós að kæran hafi ekki átt við rök að styðjast. Ýmsir aðrir lögmenn sem skoðað hafi málið séu sammála honum þar um. Morgunblaðið hefur upplýst að ráðinn var einkaspæjari til að fylgjast með Jóni Gerald Sullenberger á meðan á málaferlum stóð í Flórída. Hreinn segir ekkert óeðlilegt við það. Hann segir bandaríska lögmenn hafa annast um þann málarekstur og aðrar réttafarsreglur gilda þar ytra. Hann segir vel geta verið að lögmennirnir hafi fengið aðra aðila til að sinna gagnaöflun. Hann segir því gagnnrýni Styrmis Gunnarssonar beinast frekar að bandarísku réttarkerfi en Baugi. En ber Baugur að einhverju leyti ábyrgð á leka á einkatölvupósti fólks til Fréttablaðsins, sem er í eigu félagsins? Hreinn fullyrðir að svo sé alls ekki og vísar þeirri gagnrýni til föðurhúsana. Ekki er tiltekið í tilkynningunni hvaða ummæli Baugur telji að varði mögulega við meiðyrðalöggjöfina. Baugur er jafnframt að kanna hvort ástæða sé til að krefjast opinberrar rannsóknar á þætti einstaklinga í innsta hring Sjálfstæðisflokksins og fleiri við að hrinda af stað þeirri atburðarás sem leiddi til að Baugsmálið er nú komið fyrir Hæstarétt. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira
Baugur ætlar að kanna hvort efni sé til opinberrar rannsóknar á gjörðum Styrmis Gunnarssonar, Jónínu Benediktsdóttur, Jóns Geralds Sullenbergers, Jóns Steinars Gunnlaugssonar og Kjartans Gunnarssonar. Þá er félagið að meta réttarstöðu sína hvað varðar meiðyrði í þess garð. Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem segir að Morgunblaðið hafi verið notað til að dreifa athygli manna frá aðalatriðum málsins, meðal annars með fréttaflutningi af gömlum málaferlum sem hafi verið samið um fyrir tveimur árum. Ekki náðist í Hrein í dag, en hann er staddur í London. Hann ræddi hins vegar við Ingu Lind Karlsdóttur og Heimi Karlsson í Íslandi í bítið í morgun og var ómyrkur í máli, talaði um leynifundi og samsæri. En er ekki kæran í málinu aðalatriðið, en tildrög hennar aukaatriði? Hreinn segir kæruna auðvitað vera aðalatriði en hinsvegar hafi komið í ljós að kæran hafi ekki átt við rök að styðjast. Ýmsir aðrir lögmenn sem skoðað hafi málið séu sammála honum þar um. Morgunblaðið hefur upplýst að ráðinn var einkaspæjari til að fylgjast með Jóni Gerald Sullenberger á meðan á málaferlum stóð í Flórída. Hreinn segir ekkert óeðlilegt við það. Hann segir bandaríska lögmenn hafa annast um þann málarekstur og aðrar réttafarsreglur gilda þar ytra. Hann segir vel geta verið að lögmennirnir hafi fengið aðra aðila til að sinna gagnaöflun. Hann segir því gagnnrýni Styrmis Gunnarssonar beinast frekar að bandarísku réttarkerfi en Baugi. En ber Baugur að einhverju leyti ábyrgð á leka á einkatölvupósti fólks til Fréttablaðsins, sem er í eigu félagsins? Hreinn fullyrðir að svo sé alls ekki og vísar þeirri gagnrýni til föðurhúsana. Ekki er tiltekið í tilkynningunni hvaða ummæli Baugur telji að varði mögulega við meiðyrðalöggjöfina. Baugur er jafnframt að kanna hvort ástæða sé til að krefjast opinberrar rannsóknar á þætti einstaklinga í innsta hring Sjálfstæðisflokksins og fleiri við að hrinda af stað þeirri atburðarás sem leiddi til að Baugsmálið er nú komið fyrir Hæstarétt.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira