Deilt um hæfi Björns 16. nóvember 2005 21:00 Sérskipaður ríkissaksóknari í Baugsmálinu, Sigurður Tómas Magnússon, sagði í dómsal í dag að þótt ekki mætti lesa sérstaka velvild úr skrifum dómsmálaráðherra í garð Baugs, þá efaðist hann ekki um hæfi ráðherra til að hafa afskipti af málinu. Verjendur héldu hins vegar fram vanhæfi dómsmálaráðherra til að skipa Sigurð Tómas til að fara með málið í heild. Tekið var fyrir í Hérðasdómi Reykjavíkur í dag hvort Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hafi verið hæfur til þess að skipa Sigurð Tómas Magnússon sem sérstakan saksóknara í Baugsmálinu. Ríkislögreglustjóri óskaði eftir því skriflega í gær að Sigurður Tómas tæki við þeim ákæruliðum sem hans embætti hefði enn til meðferðar. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, sagði að í gær hefði hann fengið bréf í gærkvöldi að Sigurður Tómas hefði tekið málið yfir og hann benti á að það hefði verið frétt fyrir þeim. Gestur Jónsson talaði fyrir hönd verjenda og sagði Björn Bjarnason vanhæfan vegna óvinsamlegra skrifa í garð Baugs og sakborninga. Settur saksóknari sagðist gera sér grein fyrir að ekki væri hægt að lesa sérstaka velvild úr skrifum Björns en sagi óvelvild þurfa að vera mun skýrari til að valda vanhæfi. Gestur Jónsson sagði sakborninga hafa fulla ástæðu til þess að efast um hæfi dómsmálaráðherra og tiltók hann fjölda dæma um skrif ráðherrans á heimasíðu sinni og annarsstaðar opinberlega. Hann lagði fram upptalningu á slíkum skrifum á átta blaðsíðum með völdum dæmum fyrir dómara til hliðsjónar. Sigurður Tómas segir ljóst að Björn Bjarnason hafi verið virkur í pólitískri umræðu um langt skeið og ekki væri óeðlilegt fyrir hann sem stjórnmálamann að taka afstöðu til stórra fyrirtækja sem hafa áhrif á þjóðlífið með einum eða örðum hætti. Þá vildu verjendur meina að Sigurður Tómas yrði í beinu framhaldi vanhæfur til þess að fjalla um málið ef dómsmálaráðherra yrði fundinn vanhæfur. Sigurður Tómas var ósammála þessu og vildi meina að ef dómsmálaráðherra yrði úrskurðaður vanhæfur gæti það ekki haft áhrif á hæfi hans sjálfs til þess að fara með málið. Héraðsdómur tók ágreiningsefnin til úrskurðar en ekki er ljóst hvenær sá úrskurður mun liggja fyrir. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira
Sérskipaður ríkissaksóknari í Baugsmálinu, Sigurður Tómas Magnússon, sagði í dómsal í dag að þótt ekki mætti lesa sérstaka velvild úr skrifum dómsmálaráðherra í garð Baugs, þá efaðist hann ekki um hæfi ráðherra til að hafa afskipti af málinu. Verjendur héldu hins vegar fram vanhæfi dómsmálaráðherra til að skipa Sigurð Tómas til að fara með málið í heild. Tekið var fyrir í Hérðasdómi Reykjavíkur í dag hvort Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hafi verið hæfur til þess að skipa Sigurð Tómas Magnússon sem sérstakan saksóknara í Baugsmálinu. Ríkislögreglustjóri óskaði eftir því skriflega í gær að Sigurður Tómas tæki við þeim ákæruliðum sem hans embætti hefði enn til meðferðar. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, sagði að í gær hefði hann fengið bréf í gærkvöldi að Sigurður Tómas hefði tekið málið yfir og hann benti á að það hefði verið frétt fyrir þeim. Gestur Jónsson talaði fyrir hönd verjenda og sagði Björn Bjarnason vanhæfan vegna óvinsamlegra skrifa í garð Baugs og sakborninga. Settur saksóknari sagðist gera sér grein fyrir að ekki væri hægt að lesa sérstaka velvild úr skrifum Björns en sagi óvelvild þurfa að vera mun skýrari til að valda vanhæfi. Gestur Jónsson sagði sakborninga hafa fulla ástæðu til þess að efast um hæfi dómsmálaráðherra og tiltók hann fjölda dæma um skrif ráðherrans á heimasíðu sinni og annarsstaðar opinberlega. Hann lagði fram upptalningu á slíkum skrifum á átta blaðsíðum með völdum dæmum fyrir dómara til hliðsjónar. Sigurður Tómas segir ljóst að Björn Bjarnason hafi verið virkur í pólitískri umræðu um langt skeið og ekki væri óeðlilegt fyrir hann sem stjórnmálamann að taka afstöðu til stórra fyrirtækja sem hafa áhrif á þjóðlífið með einum eða örðum hætti. Þá vildu verjendur meina að Sigurður Tómas yrði í beinu framhaldi vanhæfur til þess að fjalla um málið ef dómsmálaráðherra yrði fundinn vanhæfur. Sigurður Tómas var ósammála þessu og vildi meina að ef dómsmálaráðherra yrði úrskurðaður vanhæfur gæti það ekki haft áhrif á hæfi hans sjálfs til þess að fara með málið. Héraðsdómur tók ágreiningsefnin til úrskurðar en ekki er ljóst hvenær sá úrskurður mun liggja fyrir.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira