Tillögur fjölmiðlanefndar ekki lög 13. apríl 2005 00:01 Stjórnarþingmenn sem Fréttablaðið ræddi við eru sammála um að tillögur fjölmiðlanefndarinnar geti tekið breytingum áður en samið verður frumvarp sem byggist á þeim. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur sagt að nú þegar sé komið í ljós að þær 25 prósenta eignarhaldstakmarkanir sem fjölmiðlanefndin lagði til séu of stífar. Magnús Stefánsson þingmaður Framsóknarflokksins segir skýrsluna góður grunnur fyrir lagsetningu um fjölmiðla. "Hún er innlegg í umræðuna og þegar farið verður að vinna að frumarpinu verða tillögur nefndarinnar hafðar til hliðsjónar," segir Magnús. Sprurður hvort hann sé sammála Samfylkingunni um að tillögur nefndarinnar um eignarhald séu of stífar segir Magnús: "Niðurstöðurnar eru auðvitað bara tillögur sem menn hljóta að taka mið af við lagasmíð. Þau eru hins vegar ekki lög og eftir er að fjalla heilmikið um þær. Það má vel vera að þær taki breytingum í þeirri umræðu. Það er mikið álitamál hve mörkin eigi að vera stíf," segir Magnús. Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að niðurstöður nefndarinnar hafi verið ákveðin málamiðlun. "Ég hef ekkert skipt um skoðun frá því í fyrra að það eigi að takmarka á einhvern hátt eignarhald markaðsráðandi aðila að fjölmiðlum. Ég held að þeirri umræðu hafi verið slegið á frest. Við töpuðum því máli í fyrra og því er best að láta það liggja í einhvern tíma," segir Einar Oddur. Spurður um tillögur nefndarinnar segir hann: "Mér finnst tillögur nefndarinnar skipta afskaplega litlu máli. Mörkin mega alveg eins vera 35 prósent mín vegna." Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi skoðanir í báðar áttir. "Við erum að melta skýrsluna og velta þessum skilyrðum fyrir okkur. Enginn hefur lýst andstöðu eða stuðningi við þessi sjónarmið. Umræðan er að byrja núna og ekkert útséð með hvernig frumvarpið muni líta út," segir hann. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Stjórnarþingmenn sem Fréttablaðið ræddi við eru sammála um að tillögur fjölmiðlanefndarinnar geti tekið breytingum áður en samið verður frumvarp sem byggist á þeim. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur sagt að nú þegar sé komið í ljós að þær 25 prósenta eignarhaldstakmarkanir sem fjölmiðlanefndin lagði til séu of stífar. Magnús Stefánsson þingmaður Framsóknarflokksins segir skýrsluna góður grunnur fyrir lagsetningu um fjölmiðla. "Hún er innlegg í umræðuna og þegar farið verður að vinna að frumarpinu verða tillögur nefndarinnar hafðar til hliðsjónar," segir Magnús. Sprurður hvort hann sé sammála Samfylkingunni um að tillögur nefndarinnar um eignarhald séu of stífar segir Magnús: "Niðurstöðurnar eru auðvitað bara tillögur sem menn hljóta að taka mið af við lagasmíð. Þau eru hins vegar ekki lög og eftir er að fjalla heilmikið um þær. Það má vel vera að þær taki breytingum í þeirri umræðu. Það er mikið álitamál hve mörkin eigi að vera stíf," segir Magnús. Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að niðurstöður nefndarinnar hafi verið ákveðin málamiðlun. "Ég hef ekkert skipt um skoðun frá því í fyrra að það eigi að takmarka á einhvern hátt eignarhald markaðsráðandi aðila að fjölmiðlum. Ég held að þeirri umræðu hafi verið slegið á frest. Við töpuðum því máli í fyrra og því er best að láta það liggja í einhvern tíma," segir Einar Oddur. Spurður um tillögur nefndarinnar segir hann: "Mér finnst tillögur nefndarinnar skipta afskaplega litlu máli. Mörkin mega alveg eins vera 35 prósent mín vegna." Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi skoðanir í báðar áttir. "Við erum að melta skýrsluna og velta þessum skilyrðum fyrir okkur. Enginn hefur lýst andstöðu eða stuðningi við þessi sjónarmið. Umræðan er að byrja núna og ekkert útséð með hvernig frumvarpið muni líta út," segir hann.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira