50 sjómönnum greiddar bætur? 13. apríl 2005 00:01 Ríkið gæti þurft að greiða rúmlega fimmtíu sjómönnum bætur eftir þá niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu að íslenska ríkið hafi brotið gegn ákvæðum Mannréttindasáttmálans um friðhelgi eignarréttarins, með því að hafa bætur af sjómanni með lagasetningu fyrir ellefu árum. Hópur fimm lögfræðinga úr áfrýjunarnefnd Mannréttindadómstólsins hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að áfrýjun íslenska ríkisins á bótaþætti í dómi dómstólsins uppfylli ekki skilyrði til þess að áfrýjunarnefndin fjalli um málið. Þar með er dómurinn staðfestur sem endanlegur og bótaþátturinn líka. Forsaga málsins er að Kjartan Ásmundsson sjómaður slasaðist alvarlega um borð í togara árið 1978 og hlaut örorku af. Fékk hann bætur úr Lífeyrissjóði sjómanna þar til sett voru lög árið 1994 sem afnámu þær. Höfðaði hann máli fyrir Héraðsdómi sem dæmdi ríkinu í hag og sama gerði Hæstiréttur eftir að hann áfrýjaði málinu þangað. Þá vísaði Kjartan málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu sem féllst á að fjalla um málið og hefur nú loks komist að niðurstöðu, Kjartani í hag, þrátt fyrir varnir íslenska ríkisins. Lilja Jónsdóttir hæstaréttarlögmaður, sem rekið hefur málið fyrir Kjartan, segir að þau fagni þessari niðurstöðu og reyndar komi hún þeim ekki á óvart. Hún telur ekki ólíklegt að þessi niðurstaða geti orðið fordæmi að svipuðum málum rúmlega 50 sjómanna, og jafnvel fólks úr öðrum lífeyrissjóðum, en skoða verði hvert mál sérstaklega. Hún hafði ekki skoðun á því á þessari stundu hvort þetta þýddi að breyta yrði lögunum frá 1994 þar sem þau virtust brjóta í bága við Mannréttindadómstól Evrópu. Fréttastofan hefur ekki náð tali af neinum sérfræðingi á því sviði. Nafnvirði bótakröfunnar er ekki nema á áttundu milljón íslenskra króna en nú er verið að reikna út endanlega upphæð með öllum vöxtum þannig að upphæðin verður mun hærri. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Ríkið gæti þurft að greiða rúmlega fimmtíu sjómönnum bætur eftir þá niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu að íslenska ríkið hafi brotið gegn ákvæðum Mannréttindasáttmálans um friðhelgi eignarréttarins, með því að hafa bætur af sjómanni með lagasetningu fyrir ellefu árum. Hópur fimm lögfræðinga úr áfrýjunarnefnd Mannréttindadómstólsins hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að áfrýjun íslenska ríkisins á bótaþætti í dómi dómstólsins uppfylli ekki skilyrði til þess að áfrýjunarnefndin fjalli um málið. Þar með er dómurinn staðfestur sem endanlegur og bótaþátturinn líka. Forsaga málsins er að Kjartan Ásmundsson sjómaður slasaðist alvarlega um borð í togara árið 1978 og hlaut örorku af. Fékk hann bætur úr Lífeyrissjóði sjómanna þar til sett voru lög árið 1994 sem afnámu þær. Höfðaði hann máli fyrir Héraðsdómi sem dæmdi ríkinu í hag og sama gerði Hæstiréttur eftir að hann áfrýjaði málinu þangað. Þá vísaði Kjartan málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu sem féllst á að fjalla um málið og hefur nú loks komist að niðurstöðu, Kjartani í hag, þrátt fyrir varnir íslenska ríkisins. Lilja Jónsdóttir hæstaréttarlögmaður, sem rekið hefur málið fyrir Kjartan, segir að þau fagni þessari niðurstöðu og reyndar komi hún þeim ekki á óvart. Hún telur ekki ólíklegt að þessi niðurstaða geti orðið fordæmi að svipuðum málum rúmlega 50 sjómanna, og jafnvel fólks úr öðrum lífeyrissjóðum, en skoða verði hvert mál sérstaklega. Hún hafði ekki skoðun á því á þessari stundu hvort þetta þýddi að breyta yrði lögunum frá 1994 þar sem þau virtust brjóta í bága við Mannréttindadómstól Evrópu. Fréttastofan hefur ekki náð tali af neinum sérfræðingi á því sviði. Nafnvirði bótakröfunnar er ekki nema á áttundu milljón íslenskra króna en nú er verið að reikna út endanlega upphæð með öllum vöxtum þannig að upphæðin verður mun hærri.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira