Bogi efast ekki um nýjar ákærur 12. október 2005 00:01 Verður ákært að nýju í Baugsmálinu í þeim liðum sem Hæstiréttur hefur vísað frá? Bogi Nilsson ríkissaksóknari vonast til þess að niðurstaða liggi fyrir á þessu ári. Hann telur engan vafa leika á að lögin leyfi að ný ákæra verði gefin út. Hann segir skiptingu málsins ekki brjóta gegn lögum um meðferð opinberra mála. Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í Baugsmálinu, hefur látið hafa eftir sér að hann telji það brjóta gegn meðferð opinberra mála að ef sama málið verði sótt úr tveimur áttum það er bæði af ríkissaksóknara og ríkislögreglustjóra. Bogi Nilson ríkissaksóknari segir ummæli Gests ástæðulaus enda styðji lagabókstafir sem Gestur hafi vísað til það að ákvörðunin hafi verið byggð á lögum. Bogi segir ennfremur að að í þessu lögum segi að ríkissaksóknari geti tekið mál hvenær sem er úr höndum lögreglustjóra. Í öðru lagi segir að lögreglustjóri geti leitað til ríkissaksóknara, til dæmis ef mál eru mjög vandasöm, og hann sé óviss um hvort gefa skuli út ákæru. Ástæðuna fyrir því að ríkissaksóknari hafi skilið átta ákæruliði eftir hjá ríkislögreglustjóra segir Bogi vera að sá hluti ákærunnar sé enn til umfjöllunar hjá dómstólum og að ríkissaksóknari geti falið lögreglustjórum að fara með mál fyrir dómstóla. Framundan hjá embættinu er að fara yfir þau gögn sem liggja að baki ákæruliðunum 32 sem Hæstiréttur vísaði frá. Eftir þá vinnu mun koma í ljóst hvort ákært verði að nýju. Gögnin bárust í nokkrum pappakössum í dag og hafist verður handa við að fara yfir þau að fullum krafti á morgun. Hann segir þrjá til fjóra starfsmenn embættisins sem munu vinna að málinu og vonast hann til að ákvörðun um hvað verði gert í framhaldinu ráðist fyrir áramót. "Hér skal hafa í huga að hér eru ekki margir starfsmenn, auk þess sem þeir eru í fullu starfi við að sinna hæstarétti og héraðsdómssólum samkvæmt dagskrá. Því þurfum við nú að hliðra til fyrir þessu máli," segir Bogi Nilsson ríkissaksóknari. > Baugsmálið Innlent Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Verður ákært að nýju í Baugsmálinu í þeim liðum sem Hæstiréttur hefur vísað frá? Bogi Nilsson ríkissaksóknari vonast til þess að niðurstaða liggi fyrir á þessu ári. Hann telur engan vafa leika á að lögin leyfi að ný ákæra verði gefin út. Hann segir skiptingu málsins ekki brjóta gegn lögum um meðferð opinberra mála. Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í Baugsmálinu, hefur látið hafa eftir sér að hann telji það brjóta gegn meðferð opinberra mála að ef sama málið verði sótt úr tveimur áttum það er bæði af ríkissaksóknara og ríkislögreglustjóra. Bogi Nilson ríkissaksóknari segir ummæli Gests ástæðulaus enda styðji lagabókstafir sem Gestur hafi vísað til það að ákvörðunin hafi verið byggð á lögum. Bogi segir ennfremur að að í þessu lögum segi að ríkissaksóknari geti tekið mál hvenær sem er úr höndum lögreglustjóra. Í öðru lagi segir að lögreglustjóri geti leitað til ríkissaksóknara, til dæmis ef mál eru mjög vandasöm, og hann sé óviss um hvort gefa skuli út ákæru. Ástæðuna fyrir því að ríkissaksóknari hafi skilið átta ákæruliði eftir hjá ríkislögreglustjóra segir Bogi vera að sá hluti ákærunnar sé enn til umfjöllunar hjá dómstólum og að ríkissaksóknari geti falið lögreglustjórum að fara með mál fyrir dómstóla. Framundan hjá embættinu er að fara yfir þau gögn sem liggja að baki ákæruliðunum 32 sem Hæstiréttur vísaði frá. Eftir þá vinnu mun koma í ljóst hvort ákært verði að nýju. Gögnin bárust í nokkrum pappakössum í dag og hafist verður handa við að fara yfir þau að fullum krafti á morgun. Hann segir þrjá til fjóra starfsmenn embættisins sem munu vinna að málinu og vonast hann til að ákvörðun um hvað verði gert í framhaldinu ráðist fyrir áramót. "Hér skal hafa í huga að hér eru ekki margir starfsmenn, auk þess sem þeir eru í fullu starfi við að sinna hæstarétti og héraðsdómssólum samkvæmt dagskrá. Því þurfum við nú að hliðra til fyrir þessu máli," segir Bogi Nilsson ríkissaksóknari. >
Baugsmálið Innlent Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira