Innlent

Deildu um tilvist bréfa

Jónína Benediktsdóttir bar forsvarsmenn Fréttablaðsins þungum sökum í héraðsdómi í dag og sagði þá halda hlífiskildi yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, með því að birta ekki bréf hans til Jóns Geralds Sullenbergers, -sem finna hafi mátt meðal tölvubréfa hennar sem rötuðu á síður blaðsins.

Hvorki ritstjóri né fréttaritstjóri Fréttablaðsins kannast við umrætt bréf, en segjast á móti hafa tekið vægt á Jónínu. Aðeins hafi verið birtir fréttamolarnir úr tölvubréfunum, en einkalífi hennar haldið til hliðar. Lögbannsmálið var til meðferðar í héraðsdómi í dag.

Fréttablaðið birti sem kunnugt er, hluta úr tölvupóstum Jónínu Benediktsdóttur í septemberr, en þar má lesa um aðkomu hennar og Styrmis Gunnarssonar ritstjóra Morgunblaðsins að aðdraganda baugsmálsins svokallaða. Í kjölfar lögbanns Jónínu gerði sýslumaður - með fulltingi lögreglu - gögnin upptæk. Þetta var 30. september, og málið - sem aðalmeðferð var í - í dag, snýst um staðfestingu þess lögbanns.

Helstu rök Jónínu eru að þetta hafi verið einkagögn hennar, - vernduð og friðhelg samkvæmt stjórnarskrá og fleiri lögum.

Á móti segir Fréttblaðið að eðlilegt hafi verið að birta það upp úr þessum tölvubréfum - sem var fréttnæmt og varðaði almannaheill - enda hafi með fréttum blaðsins verið varpað máli á eitt stærsta og umdeildasta málm, síðari tíma.

Hin títtræddu - og birtu - tölvubréf, bárust útprentuð á ritstjórn fréttablaðsins, til Sigrjóns M. Egilssonar fréttaritstjóra. Hann hefur hins vegar neitað frá upphafi að greina frá því hvernig þau bárust honum í hendur og sú afstaða breyttist ekkert fyrir héraðsdómmi í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×