Innlent

Eldskírn í áfallahjálp í snjóflóðunum

Björgunarlið að störfum eftir að snjóflóðið féll á Flateyri.
Björgunarlið að störfum eftir að snjóflóðið féll á Flateyri. MYND/GVA

Landlæknir segir Íslendinga hafa hlotið eldskírn sína í áfallahjálp þegar snjóflóðin féllu á Vestfjörðum fyrir tíu árum. Þetta kom fram á blaðamannafundi í dag þar sem skýrsla um áfallahjálp á landsvísu var afhent landlækni.

Skýrslan er afrakstur vinnuþings um áfallahjálp á landsvísu sem haldið var í samvinnu Rauða kross Íslands, Landlæknis, Landsspítalans, Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra og Biskupsstofu. Markmiðið með þinginu var að leggja grunn að því hvernig framtíðarskipulagi áfallahjálpar á landsvísu skyldi háttað. Í skýrslunni sem landlækni var afhent í dag er meðal annars lagt til að sett verði löggjöf um málið til að tryggja öllum landsmönnum aðgang að þjónustunni og að áfallateymum verði komið á fót víða um land. Aðspurður hvort mikil þörf hafi verið á úrbótum í þessum efnum segir Jóhann Thoroddsen, verkefnastjóri hjá Rauða krossi Íslands, að gríðarlega mikið hafi verið gert frá því snjóflóðin féllu á Vestfjörðum árið 1995. Hins vegar hafi mönnum fundist að þörf væri á heildrænni yfirsýn í áfallahjálp á landinu og þess vegna hafi þessi skýrsla verið unnin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×