Blanda saman fjárdrætti og lánum 11. október 2005 00:01 „Þessi dómur hæstaréttar er mjög harðorður og hlýtur að vekja ýmsar spurningar,“ segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. „Mér þykir það sérkennilegt þegar ég les það að menn blandi saman fjárdrætti og ólöglegum lánum. Í mínum huga er himinn og haf milli þarna á milli,“ segir Halldór. „Ég geng út frá því að ríkissaksóknari fái nýja aðila til þess að fara yfir málið og meta það í þessu ljósi,“ segir forsætisráðherrann. Hann kveður það þó ekki vera í verkahring ríkisstjórnarinnar að blanda sér í störf ákæruvaldsins því það starfi sjálfstætt. „Réttarkerfið hefur ekki sagt sitt síðasta orð í málinu. Lögheimildir eru til þess, að ákæruvaldið taki mið af því, sem fram hefur komið hjá hæstarétti við frekari ákvarðanir um framhald málsins,“ segir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra á heimasíðu sinni í kjölfar dómsúrskurðar hæstaréttar. Orð Björns hafa vakið talsverð viðbrögð. Meðal annars telur Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins að flokkurinn geti ekki borið ábyrgð á því að ráðherra hafi afskipti af störfum ákæruvaldsins. „Koma verður því skýrt til skila að flokkurinn ætlar ekki að líða það,“ segir Kristinn. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, tekur í sama streng og segir það vera óviðeigandi og óþolandi að framkvæmdavaldið hafi með þessum hætti afskipti af málefnum sem eru fyrir í dómstólum. Jón H. B. Snorrason, saksóknari ríkislögreglustjóraembættisins, telur Björn hafa rétt fyrir sér að því leyti að lögformlega sé máli ekki lokið enda þótt ákæruliðum hafi verið vísað frá dómi. Hann segir að aðeins séu tvær leiðir til þess að ljúka málum. Annað hvort með bréfi um að ekki sé tilefni til ákæru eða einfaldlega með ákæru sem dómstólar fjalli um. Baugsmálið Innlent Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
„Þessi dómur hæstaréttar er mjög harðorður og hlýtur að vekja ýmsar spurningar,“ segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. „Mér þykir það sérkennilegt þegar ég les það að menn blandi saman fjárdrætti og ólöglegum lánum. Í mínum huga er himinn og haf milli þarna á milli,“ segir Halldór. „Ég geng út frá því að ríkissaksóknari fái nýja aðila til þess að fara yfir málið og meta það í þessu ljósi,“ segir forsætisráðherrann. Hann kveður það þó ekki vera í verkahring ríkisstjórnarinnar að blanda sér í störf ákæruvaldsins því það starfi sjálfstætt. „Réttarkerfið hefur ekki sagt sitt síðasta orð í málinu. Lögheimildir eru til þess, að ákæruvaldið taki mið af því, sem fram hefur komið hjá hæstarétti við frekari ákvarðanir um framhald málsins,“ segir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra á heimasíðu sinni í kjölfar dómsúrskurðar hæstaréttar. Orð Björns hafa vakið talsverð viðbrögð. Meðal annars telur Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins að flokkurinn geti ekki borið ábyrgð á því að ráðherra hafi afskipti af störfum ákæruvaldsins. „Koma verður því skýrt til skila að flokkurinn ætlar ekki að líða það,“ segir Kristinn. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, tekur í sama streng og segir það vera óviðeigandi og óþolandi að framkvæmdavaldið hafi með þessum hætti afskipti af málefnum sem eru fyrir í dómstólum. Jón H. B. Snorrason, saksóknari ríkislögreglustjóraembættisins, telur Björn hafa rétt fyrir sér að því leyti að lögformlega sé máli ekki lokið enda þótt ákæruliðum hafi verið vísað frá dómi. Hann segir að aðeins séu tvær leiðir til þess að ljúka málum. Annað hvort með bréfi um að ekki sé tilefni til ákæru eða einfaldlega með ákæru sem dómstólar fjalli um.
Baugsmálið Innlent Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira