Lögbannið ógnun við blaðamenn 4. október 2005 00:01 Alþjóðasamtök blaðamanna, IFJ, vöruðu í gær íslensk stjórnvöld við því að með því að setja lögbann á birtingu frétta í Fréttablaðinu og ráðast inn á ritstjórnarskrifstofu geti frelsi fjölmiðla á Íslandi verið stefnt í hættu. Formaður samtakanna, Aidan White, segir að yfirvöld séu á hálli braut með því að hafa afskipti af fréttastofu. „Af þessari aðgerð má ætla að verið sé að ógna blaðamönnum og gera tilraun til þess að koma í veg fyrir umfjöllun um mikilvægt þjóðfélagsleg málefni en það getur stofnað frelsi fjölmiðlanna í hættu," segir White. Í yfirlýsingu sem samtökin sendu frá sér í gær er skýrt frá helstu málavöxtum og sagt frá innrás fulltrúa sýslumanns á ristjórnarskrifstofu Fréttablaðsins sem krafðist þess að fréttaritstjóri léti af höndum gögn í málinu. Þá er sagt frá málarekstrinum á hendur Baugi og því sem fram kom í nýlegri umfjöllun Fréttablaðsins um aðdragandann að málinu, að lykilmenn í Sjálfstæðisflokknum væru tengdir aðdraganda málsins. „Þetta er mjög flókið mál sem krefst mjög faglegrar blaðamennsku," segir White. „Afskipti yfirvalda hjálpa ekki til. Blaðamenn verða að geta skrifað fréttir í friði," segir hann. Spurður hvort hann viti um fordæmi fyrir aðgerðum sem þessum af hálfu yfirvalda í hinum Vestræna heimi segir White: „Þetta er mjög óalgengt í allri Vestur-Evrópu, en kemur samt fyrir. Þetta er algengast þegar um er að ræða mál er varða öryggismál eða þegar verið er að fjalla um mál sem tengjast stjórnvöldum, eins og hér er um að ræða," segir White. Hann segir að samtökin líti á þetta atvik sem örvæntingu yfirvalda vegna þess sem blaðamenn eru að fjalla um. „Yfirvöld hafa fullan rétt á því að vera ósátt við það sem blaðamenn eru að skrifa um, en leiðin til að koma því á framfæri er að ræða málin. Það sem þau eiga ekki er að gera er að nota þessa tegund ógnunar, að ráðast inn á ristjórnarskrifstofur, sem leiðir ekki til bættra samskipta milli blaðamanna og yfirvalda, heldur þvert á móti," segir White. Spurður hvort aðgerðir yfirvalda á föstudag hafi beinlínis stefnt í hættu segir hann að hann vilji vera varkár í að dæma um það. „Ég er ekki viss um að frelsi fjölmiðla á Íslandi sé í raun í hættu eftir þetta vegna þess hve íslenskt lýðræði er rótgróið. Við viljum fyrst og fremst vara við hættunni sem getur skapast við svona aðgerðir yfirvalda og vara við þeim," segir White. Hann segir að samtökin hafi gefið út yfirlýsingu sína til þess að vekja athygli íslenskra yfirvalda á sjónarmiði þeirra hvað varðar þetta mál. „Mér finnst það nú til marks um frelsi fjölmiðlanna á Íslandi að fjölmiðill sem er í eigu Baugs geti fjallað um jafn viðkvæmt mál og hér er um að ræða og varðar eigendurna sjálfa," segir White. Að sögn White verður lögbannið á Fréttablaðið tekið fyrir á stjórnarfundi Evrópusamtaka blaðamanna sem haldinn verður í Berlín á laugardag og sunnudag. „Við erum reiðubúin að bregðast frekar við þessu atviki ef Blaðamannafélag Íslands óskar eftir frekari aðstoð okkar í þessu máli, „ segir White. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Alþjóðasamtök blaðamanna, IFJ, vöruðu í gær íslensk stjórnvöld við því að með því að setja lögbann á birtingu frétta í Fréttablaðinu og ráðast inn á ritstjórnarskrifstofu geti frelsi fjölmiðla á Íslandi verið stefnt í hættu. Formaður samtakanna, Aidan White, segir að yfirvöld séu á hálli braut með því að hafa afskipti af fréttastofu. „Af þessari aðgerð má ætla að verið sé að ógna blaðamönnum og gera tilraun til þess að koma í veg fyrir umfjöllun um mikilvægt þjóðfélagsleg málefni en það getur stofnað frelsi fjölmiðlanna í hættu," segir White. Í yfirlýsingu sem samtökin sendu frá sér í gær er skýrt frá helstu málavöxtum og sagt frá innrás fulltrúa sýslumanns á ristjórnarskrifstofu Fréttablaðsins sem krafðist þess að fréttaritstjóri léti af höndum gögn í málinu. Þá er sagt frá málarekstrinum á hendur Baugi og því sem fram kom í nýlegri umfjöllun Fréttablaðsins um aðdragandann að málinu, að lykilmenn í Sjálfstæðisflokknum væru tengdir aðdraganda málsins. „Þetta er mjög flókið mál sem krefst mjög faglegrar blaðamennsku," segir White. „Afskipti yfirvalda hjálpa ekki til. Blaðamenn verða að geta skrifað fréttir í friði," segir hann. Spurður hvort hann viti um fordæmi fyrir aðgerðum sem þessum af hálfu yfirvalda í hinum Vestræna heimi segir White: „Þetta er mjög óalgengt í allri Vestur-Evrópu, en kemur samt fyrir. Þetta er algengast þegar um er að ræða mál er varða öryggismál eða þegar verið er að fjalla um mál sem tengjast stjórnvöldum, eins og hér er um að ræða," segir White. Hann segir að samtökin líti á þetta atvik sem örvæntingu yfirvalda vegna þess sem blaðamenn eru að fjalla um. „Yfirvöld hafa fullan rétt á því að vera ósátt við það sem blaðamenn eru að skrifa um, en leiðin til að koma því á framfæri er að ræða málin. Það sem þau eiga ekki er að gera er að nota þessa tegund ógnunar, að ráðast inn á ristjórnarskrifstofur, sem leiðir ekki til bættra samskipta milli blaðamanna og yfirvalda, heldur þvert á móti," segir White. Spurður hvort aðgerðir yfirvalda á föstudag hafi beinlínis stefnt í hættu segir hann að hann vilji vera varkár í að dæma um það. „Ég er ekki viss um að frelsi fjölmiðla á Íslandi sé í raun í hættu eftir þetta vegna þess hve íslenskt lýðræði er rótgróið. Við viljum fyrst og fremst vara við hættunni sem getur skapast við svona aðgerðir yfirvalda og vara við þeim," segir White. Hann segir að samtökin hafi gefið út yfirlýsingu sína til þess að vekja athygli íslenskra yfirvalda á sjónarmiði þeirra hvað varðar þetta mál. „Mér finnst það nú til marks um frelsi fjölmiðlanna á Íslandi að fjölmiðill sem er í eigu Baugs geti fjallað um jafn viðkvæmt mál og hér er um að ræða og varðar eigendurna sjálfa," segir White. Að sögn White verður lögbannið á Fréttablaðið tekið fyrir á stjórnarfundi Evrópusamtaka blaðamanna sem haldinn verður í Berlín á laugardag og sunnudag. „Við erum reiðubúin að bregðast frekar við þessu atviki ef Blaðamannafélag Íslands óskar eftir frekari aðstoð okkar í þessu máli, „ segir White.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira