Innlent

Formaðurinn veitti ekki viðtal

Stefán Pétur Eggertsson, formaður stjórnar Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, vildi ekki veita fréttastofu Stöðvar 2 viðtal þegar eftir því var leitað í dag en hann sagðist telja að Styrmir Gunnarsson ritstjóri nyti fyllsta trausts stjórnarinnar. Aðspurður hvort honum þætti eðlilegt að ritstjóri blaðsins hefði látið blaðamann þýða skjal fyrir Jón Gerald Sullenberger og beðið um að fingraför blaðsins yrðu afmáð sagði Stefán að honum fyndist Styrmir hafa útskýrt afskipti sín af málinu nægilega vel í grein ritstjórans í blaðinu í dag og meira væri ekki um málið að segja af hans hálfu. Styrmir vildi heldur ekki veita fréttastofu viðtal í dag en sagðist vera að skrifa grein um umfjöllun Fréttablaðsins í dag og mun hún birtast í Morgunblaðinu á morgun. Orðrétt sagði Styrmir að þar hygðist hann víkka umræðurnar út, en vildi ekki útskýra nánar í hverju sú útvíkkun væri fólgin.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×