Er Baugsmálið dautt? 21. september 2005 00:01 Lögspekingar og áhugafólk velta því fyrir sér nú hvað verði um Baugsmálið ef Hæstiréttur dæmir á sama veg og héraðsdómur og vísar ákærunum í Baugsmálinu frá dómi í heild sinni. Þeir hinir sömu eru að meira eða minna leyti sammála um að niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur, sem vísaði málinu öllu frá en ekki að hluta, sé meiriháttar áfall fyrir embætti Ríkislögreglustjóra og saksóknara. Fljótt á litið getur Hæstiréttur staðfest úrskurð héraðsdóms og þar með væri málinu endanlega vísað frá dómi í núverandi búningi. Lögfræðingar, þeirra á meðal Eiríkur Tómasson prófessor og fleiri, hafa bent á að ekket banni að aftur verði ákært. Í úrskurðinum frá því á þriðjudag hefur verið staldrað við það álit dómaranna í undirrétti að verknaðarlýsing á meintum brotum sakborninga í Baugsmálinu væru ófullnægjandi af hálfu ákæranda. Í þessu sambandi er athyglisvert að skoða dóm Hæstaréttar sama dag í máli Auðar Sveinsdóttur Laxness gegn Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni um meint brot á höfundarrétti gegn Halldóri Laxness. Undirréttur hafði vísað málinu frá og Auður skaut því til Hæstaréttar. Í dómi Hæstaréttar í þessu máli segir að enda þótt fallist verði á með héraðsdómara að í stefnu sé lýsing málsástæðna ágripskennd sé þess að gæta að krafa Auðar sé einkarefsikrafa. Verði í því ljósi að telja Auði hafa sett fram nægilega skýrt í hverju ætluð brot Hannesar Hólmsteins felist að hennar mati, en hafa verði í huga að ekki séu gerðar sömu kröfur um framsetningu stefnu í einkarefsimáli og gerðar séu til ákæru í opinberu máli samkvæmt lögum um meðferð opinberra mála. Af þessum sökum þykir dómurum ekki næg efni til að vísa frá dómi refsikröfu Auðar enda verði ekki fallist á með Hannesi Hólmsteini að ætlaður óskýrleiki í kröfugerð Auðar sé þess eðlis að hann fái ekki tekið til varna með eðlilegum hætti. Með ofangreindum hætti tók Hæstiréttur sérstaklega fram - sama dag og Baugsmálið var til úrskurðar í Héraðsdómi Reykjavíkur - að ríkari kröfur séu gerðar í opinberu máli - eins og Baugsmálinu - en einkarefsimáli Auðar Laxenss gegn Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni. Baugsmálinu hefur einnig verið líkt við Hafskipsmálið fyrir 20 árum. Saksóknari í málinu var í Hæstarétti dæmdur vanhæfur til að sækja málið. Það tengdist meðal annars Útvegsbankanum sáluga en þar sat bróðir hans í bankaráði. Dómstólar létu ákæranda ekki í té neinar leiðbeiningar um það hvernig bæta eða breyta mætti ákærunum. Í Baugsmálinu neyddust dómararnir til þess að vekja athygli ákæranda á að verknaðarlýsingar á meintum brotum væru ófullnægjandi í 18 af 40 ákærum. Því má segja að í Baugsmálinu hafi dómstóllinn með þeim hætti gefið ákæranda leiðbeiningar eins og Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, hefur þráfaldlega bent á. Það sem skiptir ekki minna máli er ef til vill það að frá því dæmt var í Hafskipsmálinu hafa Íslendingar lögleitt Mannréttindasáttmála Evrópu og breytt mannréttindakafla stjórnarskrárinnar árið 1995. Í 70. grein stjórnarskrárinnar er nú kveðið á um að öllum beri réttlát málsmeðferð innan hæfilegs tíma fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstólum. Í 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu er algerlega sambærilegt ákvæði um réttláta málsmeðferð innan hæfilegs tíma frammi fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli. Fari svo að Hæstiréttur staðfesti úrskurð undirréttar og Baugsmálinu verði endanlega vísað frá gæti saksóknari ákært á nýjan leik. Málið yrði sett í nýjan búning. En yrði það rannsakað á ný? Yrðu settar fram aðrar eða nýjar ákærur? Hvað um nýja húsleit? Ef nýjar ákærur koma aftur fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur verða dómarar í það skipti að fletta upp í stjórnarskránni og Mannréttindasáttmála Evrópu. Og þann dag gætu hæglega verið fjögur ár frá fyrstu húsleit hjá Baugi. Og ákæranda væri einnig í raun gefið annað tækifæri til að lagfæra ákærur að kröfum dómstólanna. Yrði þetta dæmi um réttláta málsmeðferð innan hæfilegs tíma fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstólum í skilningi stjórnarskrárinnar og Mannréttindasáttmála Evrópu? Baugsmálið Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Lögspekingar og áhugafólk velta því fyrir sér nú hvað verði um Baugsmálið ef Hæstiréttur dæmir á sama veg og héraðsdómur og vísar ákærunum í Baugsmálinu frá dómi í heild sinni. Þeir hinir sömu eru að meira eða minna leyti sammála um að niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur, sem vísaði málinu öllu frá en ekki að hluta, sé meiriháttar áfall fyrir embætti Ríkislögreglustjóra og saksóknara. Fljótt á litið getur Hæstiréttur staðfest úrskurð héraðsdóms og þar með væri málinu endanlega vísað frá dómi í núverandi búningi. Lögfræðingar, þeirra á meðal Eiríkur Tómasson prófessor og fleiri, hafa bent á að ekket banni að aftur verði ákært. Í úrskurðinum frá því á þriðjudag hefur verið staldrað við það álit dómaranna í undirrétti að verknaðarlýsing á meintum brotum sakborninga í Baugsmálinu væru ófullnægjandi af hálfu ákæranda. Í þessu sambandi er athyglisvert að skoða dóm Hæstaréttar sama dag í máli Auðar Sveinsdóttur Laxness gegn Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni um meint brot á höfundarrétti gegn Halldóri Laxness. Undirréttur hafði vísað málinu frá og Auður skaut því til Hæstaréttar. Í dómi Hæstaréttar í þessu máli segir að enda þótt fallist verði á með héraðsdómara að í stefnu sé lýsing málsástæðna ágripskennd sé þess að gæta að krafa Auðar sé einkarefsikrafa. Verði í því ljósi að telja Auði hafa sett fram nægilega skýrt í hverju ætluð brot Hannesar Hólmsteins felist að hennar mati, en hafa verði í huga að ekki séu gerðar sömu kröfur um framsetningu stefnu í einkarefsimáli og gerðar séu til ákæru í opinberu máli samkvæmt lögum um meðferð opinberra mála. Af þessum sökum þykir dómurum ekki næg efni til að vísa frá dómi refsikröfu Auðar enda verði ekki fallist á með Hannesi Hólmsteini að ætlaður óskýrleiki í kröfugerð Auðar sé þess eðlis að hann fái ekki tekið til varna með eðlilegum hætti. Með ofangreindum hætti tók Hæstiréttur sérstaklega fram - sama dag og Baugsmálið var til úrskurðar í Héraðsdómi Reykjavíkur - að ríkari kröfur séu gerðar í opinberu máli - eins og Baugsmálinu - en einkarefsimáli Auðar Laxenss gegn Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni. Baugsmálinu hefur einnig verið líkt við Hafskipsmálið fyrir 20 árum. Saksóknari í málinu var í Hæstarétti dæmdur vanhæfur til að sækja málið. Það tengdist meðal annars Útvegsbankanum sáluga en þar sat bróðir hans í bankaráði. Dómstólar létu ákæranda ekki í té neinar leiðbeiningar um það hvernig bæta eða breyta mætti ákærunum. Í Baugsmálinu neyddust dómararnir til þess að vekja athygli ákæranda á að verknaðarlýsingar á meintum brotum væru ófullnægjandi í 18 af 40 ákærum. Því má segja að í Baugsmálinu hafi dómstóllinn með þeim hætti gefið ákæranda leiðbeiningar eins og Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, hefur þráfaldlega bent á. Það sem skiptir ekki minna máli er ef til vill það að frá því dæmt var í Hafskipsmálinu hafa Íslendingar lögleitt Mannréttindasáttmála Evrópu og breytt mannréttindakafla stjórnarskrárinnar árið 1995. Í 70. grein stjórnarskrárinnar er nú kveðið á um að öllum beri réttlát málsmeðferð innan hæfilegs tíma fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstólum. Í 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu er algerlega sambærilegt ákvæði um réttláta málsmeðferð innan hæfilegs tíma frammi fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli. Fari svo að Hæstiréttur staðfesti úrskurð undirréttar og Baugsmálinu verði endanlega vísað frá gæti saksóknari ákært á nýjan leik. Málið yrði sett í nýjan búning. En yrði það rannsakað á ný? Yrðu settar fram aðrar eða nýjar ákærur? Hvað um nýja húsleit? Ef nýjar ákærur koma aftur fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur verða dómarar í það skipti að fletta upp í stjórnarskránni og Mannréttindasáttmála Evrópu. Og þann dag gætu hæglega verið fjögur ár frá fyrstu húsleit hjá Baugi. Og ákæranda væri einnig í raun gefið annað tækifæri til að lagfæra ákærur að kröfum dómstólanna. Yrði þetta dæmi um réttláta málsmeðferð innan hæfilegs tíma fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstólum í skilningi stjórnarskrárinnar og Mannréttindasáttmála Evrópu?
Baugsmálið Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira