Innlent

21 milljón í hugmyndasamkeppnina

Reykjavíkurborg hefur gert samstarfssamning við Íslandsbanka, KB banka, Landsbankann og fasteignafélagið Þyrpingu vegna alþjóðlegrar hugmyndasamkeppni um heildarskipulag Vatnsmýrarinnar. Hefur verið ákveðið að bankarnir og Þyrping leggi til 21 milljón króna í hugmyndasamkeppni um skipulag svæðisins. Tillagan um hugmyndasamkeppni um heildarskipulag Vatnsmýrar var samþykkt á fundi borgarráðs í gær en áformað er að samkeppnin hefjist í nóvember næstkomandi. Mikil áhersla er lögð á að almenningur og hagsmunahópar leggi fram hugmyndir og tillögur um framtíðarskipulag Vatnsmýrarinnar.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×