Sakborningar ítrekuðu sakleysi 17. ágúst 2005 00:01 Mál ákæruvaldsins gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni forstjóra Baugs, Jóhannesi Jónssyni í Bónus og fjórum öðrum var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Pétur Guðgeirsson héraðsdómari setti réttinn en að því búnu rakti Jón H. Snorrason saksóknari ákærurnar í fjörutíu liðum. Sakborningar voru allir viðstaddir og hlýddu á þegar ákæran var lesin upp. Dómari spurði sakborninga hvort ákærurnar væru réttar og svöruðu þeir allir sem einn að þær væru rangar og lýstu sakleysi sínu. "Þetta tekur fimm ár úr ævi okkar en það er í lagi að lifa með því. Við erum sannfærð um sakleysi okkar," sagði Jóhannes Jónsson í Bónus að lokinni þingfestingu málsins. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, sagði að fyrir dóminn kæmu margvísleg gögn sem sönnuðu sakleysi ákærðra. Jón H. Snorrason saksóknari vildi lítið tjá sig við fjölmiðla þegar hann gekk úr dómsal og kvaðst láta nægja að fjalla um málið þar. Dómurinn í Baugsmálinu verður fjölskipaður. Meðdómendur Péturs Guðgeirssonar verða Arngrímur Ísberg héraðsdómari og Garðar Valdimarsson hæstaréttarlögmaður og löggiltur endurskoðandi. Svonefnt milliþinghald verður 20. október næstkomandi, þar verður ákveðið hvenær málið verður tekið fyrir og meðferð þess hefst. Ekki er búist við því að það verði fyrr en í fyrsta lagi í nóvember. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, segir að sakborningar leggi ekki fram gögn til varnar sakborningum fyrr en við upphaf meðferðar málsins. "Við eigum von á því að aðalmeðferð hefjist annað hvort í nóvember eða að öðrum kosti í janúar. Ef takast má að ljúka aðalmeðferð málsins fyrir áramót má hún varla hefjast síðar en 15. nóvember." Gestur telur að málið geti tekið allt að fjórar vikur í flutningi enda séu málsgögn gríðarleg að vöxtum. Fjöldi innlendra og erlendra myndatöku-, blaða- og fréttamanna fylgdist með þingfestingu Baugsmálsins í gær og var dómsalurinn þéttskipaður. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Sjá meira
Mál ákæruvaldsins gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni forstjóra Baugs, Jóhannesi Jónssyni í Bónus og fjórum öðrum var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Pétur Guðgeirsson héraðsdómari setti réttinn en að því búnu rakti Jón H. Snorrason saksóknari ákærurnar í fjörutíu liðum. Sakborningar voru allir viðstaddir og hlýddu á þegar ákæran var lesin upp. Dómari spurði sakborninga hvort ákærurnar væru réttar og svöruðu þeir allir sem einn að þær væru rangar og lýstu sakleysi sínu. "Þetta tekur fimm ár úr ævi okkar en það er í lagi að lifa með því. Við erum sannfærð um sakleysi okkar," sagði Jóhannes Jónsson í Bónus að lokinni þingfestingu málsins. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, sagði að fyrir dóminn kæmu margvísleg gögn sem sönnuðu sakleysi ákærðra. Jón H. Snorrason saksóknari vildi lítið tjá sig við fjölmiðla þegar hann gekk úr dómsal og kvaðst láta nægja að fjalla um málið þar. Dómurinn í Baugsmálinu verður fjölskipaður. Meðdómendur Péturs Guðgeirssonar verða Arngrímur Ísberg héraðsdómari og Garðar Valdimarsson hæstaréttarlögmaður og löggiltur endurskoðandi. Svonefnt milliþinghald verður 20. október næstkomandi, þar verður ákveðið hvenær málið verður tekið fyrir og meðferð þess hefst. Ekki er búist við því að það verði fyrr en í fyrsta lagi í nóvember. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, segir að sakborningar leggi ekki fram gögn til varnar sakborningum fyrr en við upphaf meðferðar málsins. "Við eigum von á því að aðalmeðferð hefjist annað hvort í nóvember eða að öðrum kosti í janúar. Ef takast má að ljúka aðalmeðferð málsins fyrir áramót má hún varla hefjast síðar en 15. nóvember." Gestur telur að málið geti tekið allt að fjórar vikur í flutningi enda séu málsgögn gríðarleg að vöxtum. Fjöldi innlendra og erlendra myndatöku-, blaða- og fréttamanna fylgdist með þingfestingu Baugsmálsins í gær og var dómsalurinn þéttskipaður.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Sjá meira