Ekkert hlustað á sakborninga 12. ágúst 2005 00:01 Sakborningum í Baugsmálinu, einkum Jóni Ásgeir Jóhannessyni, Jóhannesi Jónssyni og Tryggva Jónssyni, er gefið að sök fjárdráttur og umboðssvik auk þess sem þeir eru taldir brotlegir við lög um hlutafélög, bókhald, tolla og skatta. Brotin sem tengjast viðskiptum við Jón Gerald Sullenberger og félagið Nordica teljast fjárdráttur í ákærunum en alvarleg brot af slíkum toga ásamt alvarlegum umboðssvikum geta varðað allt að sex ára fangelsi. Jóni Ásgeir, Jóhannesi og Tryggva er einnig gefið að sök að hafa misnotað aðstöðu sína hjá Baugi. Stærstu kærurnar um slík umboðssvik lúta að viðskiptum milli annars vegar Baugs og Gaums með Vöruveltuna - sem átti 10 -11 búðirnar - og hinsvegar með hlutabréf í bresku verslunarkeðjunni Arcadia. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, segir öll viðskipti milli eignarhaldsfélags fjölskyldunnar, Gaums, og Baugs hafa verið þannig að Baugur hafi alltaf hagnast. "Við erum ekki að tala um hundruð milljóna, við erum að tala um milljarða. Enda hefur hvorki stjórn Baugs, endurskoðendur né hluthafar kvartað eða gert athugasemdir við viðskiptin." Fjömargir ákæruliðir tengjast viðskiptum, viðskiptareikningum og lánum milli Baugs og Jóns Ásgeirs auk persónulegra útgjalda hans og Tryggva Jónssonar. Jón Ásgeir segist saklaus og staðan á viðskiptareikningum hans gagnvart félaginu ævinlega verið Baugi í hag. Engu hafi verið stolið og enginn orðið fyrir tjóni af hans völdum. Jón Ásgeir og faðir hans Jóhannes Jónsson telja Ríkislögreglustjóra hafa farið offari í rannsókn málsins og ekki tekið neitt tillit til skýringa sakborninga í málinu. Skoðanir Davíðs Oddssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, á forsvarsmönnum fyrirtækisins hafi skapað andrúm sem hafi ráðið miklu um hvernig að rannsókn var staðið. Fréttablaðið birtir í dag ákærurnar í Baugsmálinu ásamt athugasemdum sakborninga. Jafnframt eru í blaðinu ítarleg viðtöl við Jón Ásgeir og Jóhannes þar sem þeir greina frá sjónarmiðum sínum í Baugsmálinu. Ákærur í Baugsmáli Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira
Sakborningum í Baugsmálinu, einkum Jóni Ásgeir Jóhannessyni, Jóhannesi Jónssyni og Tryggva Jónssyni, er gefið að sök fjárdráttur og umboðssvik auk þess sem þeir eru taldir brotlegir við lög um hlutafélög, bókhald, tolla og skatta. Brotin sem tengjast viðskiptum við Jón Gerald Sullenberger og félagið Nordica teljast fjárdráttur í ákærunum en alvarleg brot af slíkum toga ásamt alvarlegum umboðssvikum geta varðað allt að sex ára fangelsi. Jóni Ásgeir, Jóhannesi og Tryggva er einnig gefið að sök að hafa misnotað aðstöðu sína hjá Baugi. Stærstu kærurnar um slík umboðssvik lúta að viðskiptum milli annars vegar Baugs og Gaums með Vöruveltuna - sem átti 10 -11 búðirnar - og hinsvegar með hlutabréf í bresku verslunarkeðjunni Arcadia. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, segir öll viðskipti milli eignarhaldsfélags fjölskyldunnar, Gaums, og Baugs hafa verið þannig að Baugur hafi alltaf hagnast. "Við erum ekki að tala um hundruð milljóna, við erum að tala um milljarða. Enda hefur hvorki stjórn Baugs, endurskoðendur né hluthafar kvartað eða gert athugasemdir við viðskiptin." Fjömargir ákæruliðir tengjast viðskiptum, viðskiptareikningum og lánum milli Baugs og Jóns Ásgeirs auk persónulegra útgjalda hans og Tryggva Jónssonar. Jón Ásgeir segist saklaus og staðan á viðskiptareikningum hans gagnvart félaginu ævinlega verið Baugi í hag. Engu hafi verið stolið og enginn orðið fyrir tjóni af hans völdum. Jón Ásgeir og faðir hans Jóhannes Jónsson telja Ríkislögreglustjóra hafa farið offari í rannsókn málsins og ekki tekið neitt tillit til skýringa sakborninga í málinu. Skoðanir Davíðs Oddssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, á forsvarsmönnum fyrirtækisins hafi skapað andrúm sem hafi ráðið miklu um hvernig að rannsókn var staðið. Fréttablaðið birtir í dag ákærurnar í Baugsmálinu ásamt athugasemdum sakborninga. Jafnframt eru í blaðinu ítarleg viðtöl við Jón Ásgeir og Jóhannes þar sem þeir greina frá sjónarmiðum sínum í Baugsmálinu. Ákærur í Baugsmáli
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira