Innlent

Samið um 40 ljósleiðaratengingar

Í dag var undirritaður samningur milli Reykjavíkurborgar og Og fjarskipta um 40 ljósleiðaratengingar vegna jafn margra starfsstaða borgarinnar. Samningurinn gildir til fjögurra ára og var gerður í kjölfar útboðs á ljósleiðaratengingum fyrir helstu starfsstaði borgarinnar. Verðmæti samningsins er um 111 milljónir króna. Samningur gerir Reykjavíkurborg kleift að efla gagnanet borgarinnar og jafnframt að tengja fleiri staði fyrir sömu eða lægri upphæð en hingað til hefur verið mögulegt. Þá verður bæði einfaldara og hagkvæmara að auka afköst og öryggi netsins frá því sem nú er, ásamt því að bregðast við óskum um öflugri tengingar fyrir alla starfsemi borgarinnar þegar þörf er á.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×