Innlent

Össur vill opið prófkjör

Össur Skarphéðinsson vill að prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík verði opið. Þannig segir hann að leið myndi opnast fyrir Dag B. Eggertsson til að vera á listanum. Vinstri grænir og Framsókn hafa þegar ákveðið að hafa prófkjör með sínum hætti sem útilokar sameiginlegt framboð flokka Reykjavíkurlistans. Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, mælist því til þess að Samfylkingin í Reykjavík haldi opið prófkjör sem allir geta kosið í, svo framarlega að þeir styðji R-listann. Sömuleiðis vill hann að óháðir frambjóðendur eins og Dagur geti tekið þátt í því. Myndi það um leið koma í veg fyrir að Dagur, sem er í engum flokki, lokist af í aðskildum prófkjörum flokkanna. Þannig má segja að Össur mælist til þess að í prófkjörinu verði kosið um borgarstjórnarefni R-listans, þar sem Dagur hefur kost á því að keppa um hítuna við Stefán Jón Hafstein og Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, núverandi borgarstjóra. Kjósendur gætu þannig fengið óháðan borgarstjóra, beri Dagur sigur úr bítum.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×